Gunnar Bragi um ríkisstjórnina: „Frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2020 19:55 Gunnar Bragi Sveinsson er 7. þingmaður suðvesturkjördæmis. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. „Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur boðaði ný vinnubrögð og öflugra Alþingi en eins og svo margt af því sem frá ríkisstjórninni hefur komið eru umbúðirnar flottar, blaðamannafundirnir glæsilegir, frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið, mjög lítið, herra forseti,“ sagði Gunnar Bragi. Hann segir að Miðflokkurinn hafi reynt eftir fremsta megni að „ laga áform ríkisstjórnarinnar“ og liðka fyrir málum sem lögð hafa verið fram í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Hann segir stjórnarflokkana hafa hamast við að klára þingmál sem ekki hafi fengið nægilega góða umfjöllun í þingnefndum. „Það eru engin vinnubrögð að ganga á lagið gagnvart stjórnarandstöðunni og ætlast til að ráðherrar geti rennt stórum, umdeildum og kostnaðarsömum málum í gegnum þingið í skjóli þess að þingstörfin læstust um mál tengd Kórónuveirunni.“ Ekki kappsmál Miðflokksins að þvælast fyrir Gunnar Bragi sagði flokk sinn, Miðflokkinn, oft hafa verið sakaðan um að „þvælast fyrir“ málum stjórnarflokkanna á þingi. „Okkur er það ekkert kappsmál að þvælast fyrir en þegar um grundvallarmál er að ræða líkt og að taka einhliða upp orkustefnu Evrópusambandsins í gegnum orkupakkana eða senda ríkissjóði reikninginn fyrir Borgarlínu bruðlinu, þá tökum við til varna,“ sagði Gunnar Bragi. Hann bætti þá við að sér fyndist stjórnmál dagsins í dag snúast of lítið um stjórnmál og meira um „umbúðir og læk á fésbókinni eða skjálfta í hnjám yfir því sem virkir í athugasemdum hafa fram að færa.“ „Stjórnmálin eiga að snúast um sýn á samfélagið og mismunandi aðferðir við að ná þeirri sýn. Sýnin og aðferðirnar eiga svo að vera tilefni rökræðna,“ sagði Gunnar Bragi. Vörður frjálsra skoðanaskipta Eins vék Gunnar Bragi máli sínu að tjáningarfrelsinu, og benti á að það væri ekki við lýði alls staðar í heiminum. „Við höfum notið þess á Íslandi að geta rætt hlutina, verið ósammála eða sammála, haft málfrelsi og allar skoðanir hafa fengið á njóta sín. Engin ein skoðun er rétt og það er beinlínis hættulegt ef við bönnum eða hrekjum undir yfirborðið skoðanir sem okkur ekki hugnast. Forðumst rétttrúnaðinn og tökum frekar umræðuna við þá sem bera fram skoðanir eða stefnumál sem okkur líkar ekki.“ Benti hann þá á að Alþingi ætti að vera vörður frjálsra skoðanaskipta. „Pössum uppá lýðræðið, fullveldið, málfrelsið og einstök gæði landsins okkar. Góðar stundir.“ Í fréttinni hér að neðan má fylgjast með eldhúsdagsumræðum Alþingis í beinni útsendingu. Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. „Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur boðaði ný vinnubrögð og öflugra Alþingi en eins og svo margt af því sem frá ríkisstjórninni hefur komið eru umbúðirnar flottar, blaðamannafundirnir glæsilegir, frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið, mjög lítið, herra forseti,“ sagði Gunnar Bragi. Hann segir að Miðflokkurinn hafi reynt eftir fremsta megni að „ laga áform ríkisstjórnarinnar“ og liðka fyrir málum sem lögð hafa verið fram í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Hann segir stjórnarflokkana hafa hamast við að klára þingmál sem ekki hafi fengið nægilega góða umfjöllun í þingnefndum. „Það eru engin vinnubrögð að ganga á lagið gagnvart stjórnarandstöðunni og ætlast til að ráðherrar geti rennt stórum, umdeildum og kostnaðarsömum málum í gegnum þingið í skjóli þess að þingstörfin læstust um mál tengd Kórónuveirunni.“ Ekki kappsmál Miðflokksins að þvælast fyrir Gunnar Bragi sagði flokk sinn, Miðflokkinn, oft hafa verið sakaðan um að „þvælast fyrir“ málum stjórnarflokkanna á þingi. „Okkur er það ekkert kappsmál að þvælast fyrir en þegar um grundvallarmál er að ræða líkt og að taka einhliða upp orkustefnu Evrópusambandsins í gegnum orkupakkana eða senda ríkissjóði reikninginn fyrir Borgarlínu bruðlinu, þá tökum við til varna,“ sagði Gunnar Bragi. Hann bætti þá við að sér fyndist stjórnmál dagsins í dag snúast of lítið um stjórnmál og meira um „umbúðir og læk á fésbókinni eða skjálfta í hnjám yfir því sem virkir í athugasemdum hafa fram að færa.“ „Stjórnmálin eiga að snúast um sýn á samfélagið og mismunandi aðferðir við að ná þeirri sýn. Sýnin og aðferðirnar eiga svo að vera tilefni rökræðna,“ sagði Gunnar Bragi. Vörður frjálsra skoðanaskipta Eins vék Gunnar Bragi máli sínu að tjáningarfrelsinu, og benti á að það væri ekki við lýði alls staðar í heiminum. „Við höfum notið þess á Íslandi að geta rætt hlutina, verið ósammála eða sammála, haft málfrelsi og allar skoðanir hafa fengið á njóta sín. Engin ein skoðun er rétt og það er beinlínis hættulegt ef við bönnum eða hrekjum undir yfirborðið skoðanir sem okkur ekki hugnast. Forðumst rétttrúnaðinn og tökum frekar umræðuna við þá sem bera fram skoðanir eða stefnumál sem okkur líkar ekki.“ Benti hann þá á að Alþingi ætti að vera vörður frjálsra skoðanaskipta. „Pössum uppá lýðræðið, fullveldið, málfrelsið og einstök gæði landsins okkar. Góðar stundir.“ Í fréttinni hér að neðan má fylgjast með eldhúsdagsumræðum Alþingis í beinni útsendingu.
Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira