Leggja til matarvagn í anda ísbílsins til að sporna við matarsóun Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júní 2020 14:08 Lagt er til að sett verði markmið þess efnis að draga úr hvers kyns matarsóun um helming fyrir árið 2030. Vísir/Vilhelm Starfshópur um aðgerðir gegn matarsóun setur fram 24 aðgerðir til að draga úr matarsóun um helming fyrir árið 2030 í nýrri skýrslu. Á meðal þeirra aðgerða sem lagt er til að ráðist verði í er umbun af hálfu stjórnvalda fyrir matargjafir og sérstakan matarvagn sem byði upp á mat sem annars væri sóað. Fjórtán aðgerðanna eru á ábyrgð stjórnvalda og tíu eru á ábyrgð atvinnulífsins. Auk tillagna um að sett verði markmið um að draga úr hvers kyns matarsóun um helming fyrir árið 2030 er lagt til að segja markmið um 30% samdrátt fyrir árið 2025. Á meðal þess sem lagt er til að gert verði er að innleiða hagræna hvata sem dragi úr matarsóun, til að mynda að gripið verði til gjaldheimtu fyrir meðhöndlun úrgangs. Þannig verði hin svokallaða „borgaðu þegar þú hendir“-aðferð innleidd við slíka gjaldheimtu. „Aðferðin snýst um að tengja magn og tegund úrgangs við kostnað úrgangshafa. Annars vegar er hægt að miða gjaldheimtuna við rúmmál, þ.e. fjölda og/eða stærð íláta og/eða losunartíðni og hins vegar við þyngd úrgangsins,“ segir í skýrslunni. Miðað er við að þetta komi til framkvæmdar á næsta ári. Umbun og matarvagn Þá er einnig lagt til að stjórnvöld innleiði umbun fyrir fyrirtæki sem gefa mat frekar en henda honum. „Ákjósanlegt er að slíkt kerfi væri auðvelt og einfalt í framkvæmd. Nefnd eru sem dæmi um mögulegar útfærslur s.s. afslættir af opinberum gjöldum eða sköttum. Fordæmi fyrir slíkum ívilnunum má finna í Noregi.“ Lagt er til að vinna verði hafin við innleiðingu slíks kerfis á næsta ári. Einnig er lagt til að komið verði á fót matarvagni sem keyri á milli hverfa „eins og ísbíllinn“, líkt og segir í skýrslunni. Þessi matarvagn myndi selja mat, til dæmis samlokur, súpur og djús sem annars yrði sóað. „Með þessu er hægt að halda verðinu niðri og bjóða upp á góðan og hollan mat á viðráðanlegu verði. Boðið verði upp á að þeir sem ekki geti greitt fyrir matinn fái hann ókeypis. Bíllinn þarf að vera flottur og byggt verði upp vörumerki sem allir vilja versla við. Fyrirtæki sem taka þátt í samfélagslegri-, lýðheilsu- og umhverfisábyrgð. Með þessu færum við matinn til fólksins. Fjöldi fyrirmynda er til í heiminum og er menning fyrir matarvögnum á Íslandi.“ Skýrslan verður í almennri kynningu í samráðsgátt stjórnvalda til 31. júlí næstkomandi. Starfshópurinn hefur jafnframt þegar skilað Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra tillögum sínum. Skýrsluna má nálgast í heild hér og allar 24 aðgerðirnar eru útlistaðar hér fyrir neðan. Matur Umhverfismál Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Starfshópur um aðgerðir gegn matarsóun setur fram 24 aðgerðir til að draga úr matarsóun um helming fyrir árið 2030 í nýrri skýrslu. Á meðal þeirra aðgerða sem lagt er til að ráðist verði í er umbun af hálfu stjórnvalda fyrir matargjafir og sérstakan matarvagn sem byði upp á mat sem annars væri sóað. Fjórtán aðgerðanna eru á ábyrgð stjórnvalda og tíu eru á ábyrgð atvinnulífsins. Auk tillagna um að sett verði markmið um að draga úr hvers kyns matarsóun um helming fyrir árið 2030 er lagt til að segja markmið um 30% samdrátt fyrir árið 2025. Á meðal þess sem lagt er til að gert verði er að innleiða hagræna hvata sem dragi úr matarsóun, til að mynda að gripið verði til gjaldheimtu fyrir meðhöndlun úrgangs. Þannig verði hin svokallaða „borgaðu þegar þú hendir“-aðferð innleidd við slíka gjaldheimtu. „Aðferðin snýst um að tengja magn og tegund úrgangs við kostnað úrgangshafa. Annars vegar er hægt að miða gjaldheimtuna við rúmmál, þ.e. fjölda og/eða stærð íláta og/eða losunartíðni og hins vegar við þyngd úrgangsins,“ segir í skýrslunni. Miðað er við að þetta komi til framkvæmdar á næsta ári. Umbun og matarvagn Þá er einnig lagt til að stjórnvöld innleiði umbun fyrir fyrirtæki sem gefa mat frekar en henda honum. „Ákjósanlegt er að slíkt kerfi væri auðvelt og einfalt í framkvæmd. Nefnd eru sem dæmi um mögulegar útfærslur s.s. afslættir af opinberum gjöldum eða sköttum. Fordæmi fyrir slíkum ívilnunum má finna í Noregi.“ Lagt er til að vinna verði hafin við innleiðingu slíks kerfis á næsta ári. Einnig er lagt til að komið verði á fót matarvagni sem keyri á milli hverfa „eins og ísbíllinn“, líkt og segir í skýrslunni. Þessi matarvagn myndi selja mat, til dæmis samlokur, súpur og djús sem annars yrði sóað. „Með þessu er hægt að halda verðinu niðri og bjóða upp á góðan og hollan mat á viðráðanlegu verði. Boðið verði upp á að þeir sem ekki geti greitt fyrir matinn fái hann ókeypis. Bíllinn þarf að vera flottur og byggt verði upp vörumerki sem allir vilja versla við. Fyrirtæki sem taka þátt í samfélagslegri-, lýðheilsu- og umhverfisábyrgð. Með þessu færum við matinn til fólksins. Fjöldi fyrirmynda er til í heiminum og er menning fyrir matarvögnum á Íslandi.“ Skýrslan verður í almennri kynningu í samráðsgátt stjórnvalda til 31. júlí næstkomandi. Starfshópurinn hefur jafnframt þegar skilað Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra tillögum sínum. Skýrsluna má nálgast í heild hér og allar 24 aðgerðirnar eru útlistaðar hér fyrir neðan.
Matur Umhverfismál Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira