Leggja til matarvagn í anda ísbílsins til að sporna við matarsóun Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júní 2020 14:08 Lagt er til að sett verði markmið þess efnis að draga úr hvers kyns matarsóun um helming fyrir árið 2030. Vísir/Vilhelm Starfshópur um aðgerðir gegn matarsóun setur fram 24 aðgerðir til að draga úr matarsóun um helming fyrir árið 2030 í nýrri skýrslu. Á meðal þeirra aðgerða sem lagt er til að ráðist verði í er umbun af hálfu stjórnvalda fyrir matargjafir og sérstakan matarvagn sem byði upp á mat sem annars væri sóað. Fjórtán aðgerðanna eru á ábyrgð stjórnvalda og tíu eru á ábyrgð atvinnulífsins. Auk tillagna um að sett verði markmið um að draga úr hvers kyns matarsóun um helming fyrir árið 2030 er lagt til að segja markmið um 30% samdrátt fyrir árið 2025. Á meðal þess sem lagt er til að gert verði er að innleiða hagræna hvata sem dragi úr matarsóun, til að mynda að gripið verði til gjaldheimtu fyrir meðhöndlun úrgangs. Þannig verði hin svokallaða „borgaðu þegar þú hendir“-aðferð innleidd við slíka gjaldheimtu. „Aðferðin snýst um að tengja magn og tegund úrgangs við kostnað úrgangshafa. Annars vegar er hægt að miða gjaldheimtuna við rúmmál, þ.e. fjölda og/eða stærð íláta og/eða losunartíðni og hins vegar við þyngd úrgangsins,“ segir í skýrslunni. Miðað er við að þetta komi til framkvæmdar á næsta ári. Umbun og matarvagn Þá er einnig lagt til að stjórnvöld innleiði umbun fyrir fyrirtæki sem gefa mat frekar en henda honum. „Ákjósanlegt er að slíkt kerfi væri auðvelt og einfalt í framkvæmd. Nefnd eru sem dæmi um mögulegar útfærslur s.s. afslættir af opinberum gjöldum eða sköttum. Fordæmi fyrir slíkum ívilnunum má finna í Noregi.“ Lagt er til að vinna verði hafin við innleiðingu slíks kerfis á næsta ári. Einnig er lagt til að komið verði á fót matarvagni sem keyri á milli hverfa „eins og ísbíllinn“, líkt og segir í skýrslunni. Þessi matarvagn myndi selja mat, til dæmis samlokur, súpur og djús sem annars yrði sóað. „Með þessu er hægt að halda verðinu niðri og bjóða upp á góðan og hollan mat á viðráðanlegu verði. Boðið verði upp á að þeir sem ekki geti greitt fyrir matinn fái hann ókeypis. Bíllinn þarf að vera flottur og byggt verði upp vörumerki sem allir vilja versla við. Fyrirtæki sem taka þátt í samfélagslegri-, lýðheilsu- og umhverfisábyrgð. Með þessu færum við matinn til fólksins. Fjöldi fyrirmynda er til í heiminum og er menning fyrir matarvögnum á Íslandi.“ Skýrslan verður í almennri kynningu í samráðsgátt stjórnvalda til 31. júlí næstkomandi. Starfshópurinn hefur jafnframt þegar skilað Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra tillögum sínum. Skýrsluna má nálgast í heild hér og allar 24 aðgerðirnar eru útlistaðar hér fyrir neðan. Matur Umhverfismál Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Starfshópur um aðgerðir gegn matarsóun setur fram 24 aðgerðir til að draga úr matarsóun um helming fyrir árið 2030 í nýrri skýrslu. Á meðal þeirra aðgerða sem lagt er til að ráðist verði í er umbun af hálfu stjórnvalda fyrir matargjafir og sérstakan matarvagn sem byði upp á mat sem annars væri sóað. Fjórtán aðgerðanna eru á ábyrgð stjórnvalda og tíu eru á ábyrgð atvinnulífsins. Auk tillagna um að sett verði markmið um að draga úr hvers kyns matarsóun um helming fyrir árið 2030 er lagt til að segja markmið um 30% samdrátt fyrir árið 2025. Á meðal þess sem lagt er til að gert verði er að innleiða hagræna hvata sem dragi úr matarsóun, til að mynda að gripið verði til gjaldheimtu fyrir meðhöndlun úrgangs. Þannig verði hin svokallaða „borgaðu þegar þú hendir“-aðferð innleidd við slíka gjaldheimtu. „Aðferðin snýst um að tengja magn og tegund úrgangs við kostnað úrgangshafa. Annars vegar er hægt að miða gjaldheimtuna við rúmmál, þ.e. fjölda og/eða stærð íláta og/eða losunartíðni og hins vegar við þyngd úrgangsins,“ segir í skýrslunni. Miðað er við að þetta komi til framkvæmdar á næsta ári. Umbun og matarvagn Þá er einnig lagt til að stjórnvöld innleiði umbun fyrir fyrirtæki sem gefa mat frekar en henda honum. „Ákjósanlegt er að slíkt kerfi væri auðvelt og einfalt í framkvæmd. Nefnd eru sem dæmi um mögulegar útfærslur s.s. afslættir af opinberum gjöldum eða sköttum. Fordæmi fyrir slíkum ívilnunum má finna í Noregi.“ Lagt er til að vinna verði hafin við innleiðingu slíks kerfis á næsta ári. Einnig er lagt til að komið verði á fót matarvagni sem keyri á milli hverfa „eins og ísbíllinn“, líkt og segir í skýrslunni. Þessi matarvagn myndi selja mat, til dæmis samlokur, súpur og djús sem annars yrði sóað. „Með þessu er hægt að halda verðinu niðri og bjóða upp á góðan og hollan mat á viðráðanlegu verði. Boðið verði upp á að þeir sem ekki geti greitt fyrir matinn fái hann ókeypis. Bíllinn þarf að vera flottur og byggt verði upp vörumerki sem allir vilja versla við. Fyrirtæki sem taka þátt í samfélagslegri-, lýðheilsu- og umhverfisábyrgð. Með þessu færum við matinn til fólksins. Fjöldi fyrirmynda er til í heiminum og er menning fyrir matarvögnum á Íslandi.“ Skýrslan verður í almennri kynningu í samráðsgátt stjórnvalda til 31. júlí næstkomandi. Starfshópurinn hefur jafnframt þegar skilað Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra tillögum sínum. Skýrsluna má nálgast í heild hér og allar 24 aðgerðirnar eru útlistaðar hér fyrir neðan.
Matur Umhverfismál Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira