Vilja fá vísindalegar rannsóknir áður en ákvörðun er tekin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2020 13:04 Siglufjörður er hluti af sveitarfélaginu Fjallabyggð. Vísir/Egill Bæjarráð Fjallabyggðar hafnar því í umsögn til landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra að nokkrar ákvarðanir verði teknar um friðun Eyjafjarðar fyrir fiskeldi í sjó án þess að fyrst fari fram vísindalegar rannsóknir. Ráðherra er hvattur til að láta ljúka við og birta rannsóknir um burðarþol og áhættumat vegna mögulegs laxeldis í firðinum. Tekist hefur verið á um laxeldi í sjókvíum í Eyjafirði eftir að meirihluti bæjarstjórnarfulltrúa í bæjarstjórn Akureyri samþykkti nýverið að leggja til við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Í kjölfarið kallaði ráðherra eftir umsögnum frá sveitarstjórnum á svæðinu, þremur stofnunum og öðrum hagsmunaaðilum um hvort rétt væri að lýsa yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði með því að strika línu frá Siglunesi að Bjarnarfalli. Bæjarráð Fjallabyggðar tók málið fyrir á fundi sínum í dag þar sem lögð var fram umsögn sveitarfélagsins til ráðherra í tilefni umsagnarbeiðnarinnar. Í bókun bæjarráðsins segir meðal annars að ekki sé tímabært að veita ráðherra endanlega umsögn um hvort banna eigi fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í sjókvíum við Eyjafjörð. Telur bæjarráð að stórar ákvarðanir um málefni sem getur varðað framtíðarhagsmuni og þróun samfélags í Fjallabyggð til langrar framtíðar megi ekki taka nema til þeirra sé vandað og upplýsingar úr niðurstöðum rannsókna leika þar lykilhlutverk. Í umsögninni sem send var ráðherra segir að framtíðarstefnu varðandi nýtingu eða friðun fjarðarins verði að grundvallda á rannsóknum, sem taki bæði til efnahagslegra og samfélagslegra þátta sem og lífríkis. Án slíkra rannsókna sé ekki að móta stefnu eða taka ákvarðanir. Þannig sé ekki hægt að taka ákvörðun um að takmarka eða banna fiskeldi á ákveðnum svæðum sem teljist sérlæga viðkvæm nema fyrir liggi rannsóknir sem styðji við slíka ákvörðun. Telur bæjarráðið því að framkvæma verði vandað burðarþolsmat með tilliti til fiskeldis og áhættumat varðandi mögulega erfðablöndun fiskeldis á svæðinu áður en ákvörðun verði tekin um nýtingu eða friðun Eyjafjarðar. Án þess sé ekki hægt að taka endanleg afstöðu til hvort banna eigi eða takmarka fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í Eyjafirði. Þá er ráðherra ennfremur eindregið hvattur til þess að ljúka við og birta án tafar allar niðurstöður rannsókna um burðarþol og áhættumat sem unnar hafa verið í firðinum varðandi mögulegt eldi. Tengd skjöl 2020-06-23_Umsogn_til_sjavarutvegs-_og_landbunadaradherraPDF291KBSækja skjal Fiskeldi Stjórnsýsla Fjallabyggð Akureyri Hörgársveit Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Ekki tímabært að segja af eða á vegna friðunar Sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé tímabært að taka ákvörðum um það hvort friða eigi nokkra firði, þar á meðal Eyjafjörð, fyrir laxeldi í sjó. 12. júní 2020 21:00 Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. 11. júní 2020 10:45 Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Bæjarráð Fjallabyggðar hafnar því í umsögn til landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra að nokkrar ákvarðanir verði teknar um friðun Eyjafjarðar fyrir fiskeldi í sjó án þess að fyrst fari fram vísindalegar rannsóknir. Ráðherra er hvattur til að láta ljúka við og birta rannsóknir um burðarþol og áhættumat vegna mögulegs laxeldis í firðinum. Tekist hefur verið á um laxeldi í sjókvíum í Eyjafirði eftir að meirihluti bæjarstjórnarfulltrúa í bæjarstjórn Akureyri samþykkti nýverið að leggja til við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Í kjölfarið kallaði ráðherra eftir umsögnum frá sveitarstjórnum á svæðinu, þremur stofnunum og öðrum hagsmunaaðilum um hvort rétt væri að lýsa yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði með því að strika línu frá Siglunesi að Bjarnarfalli. Bæjarráð Fjallabyggðar tók málið fyrir á fundi sínum í dag þar sem lögð var fram umsögn sveitarfélagsins til ráðherra í tilefni umsagnarbeiðnarinnar. Í bókun bæjarráðsins segir meðal annars að ekki sé tímabært að veita ráðherra endanlega umsögn um hvort banna eigi fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í sjókvíum við Eyjafjörð. Telur bæjarráð að stórar ákvarðanir um málefni sem getur varðað framtíðarhagsmuni og þróun samfélags í Fjallabyggð til langrar framtíðar megi ekki taka nema til þeirra sé vandað og upplýsingar úr niðurstöðum rannsókna leika þar lykilhlutverk. Í umsögninni sem send var ráðherra segir að framtíðarstefnu varðandi nýtingu eða friðun fjarðarins verði að grundvallda á rannsóknum, sem taki bæði til efnahagslegra og samfélagslegra þátta sem og lífríkis. Án slíkra rannsókna sé ekki að móta stefnu eða taka ákvarðanir. Þannig sé ekki hægt að taka ákvörðun um að takmarka eða banna fiskeldi á ákveðnum svæðum sem teljist sérlæga viðkvæm nema fyrir liggi rannsóknir sem styðji við slíka ákvörðun. Telur bæjarráðið því að framkvæma verði vandað burðarþolsmat með tilliti til fiskeldis og áhættumat varðandi mögulega erfðablöndun fiskeldis á svæðinu áður en ákvörðun verði tekin um nýtingu eða friðun Eyjafjarðar. Án þess sé ekki hægt að taka endanleg afstöðu til hvort banna eigi eða takmarka fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í Eyjafirði. Þá er ráðherra ennfremur eindregið hvattur til þess að ljúka við og birta án tafar allar niðurstöður rannsókna um burðarþol og áhættumat sem unnar hafa verið í firðinum varðandi mögulegt eldi. Tengd skjöl 2020-06-23_Umsogn_til_sjavarutvegs-_og_landbunadaradherraPDF291KBSækja skjal
Fiskeldi Stjórnsýsla Fjallabyggð Akureyri Hörgársveit Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Ekki tímabært að segja af eða á vegna friðunar Sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé tímabært að taka ákvörðum um það hvort friða eigi nokkra firði, þar á meðal Eyjafjörð, fyrir laxeldi í sjó. 12. júní 2020 21:00 Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. 11. júní 2020 10:45 Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Ekki tímabært að segja af eða á vegna friðunar Sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé tímabært að taka ákvörðum um það hvort friða eigi nokkra firði, þar á meðal Eyjafjörð, fyrir laxeldi í sjó. 12. júní 2020 21:00
Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. 11. júní 2020 10:45
Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06