Ekkert sem bendi til þess að fordómar geti spilað inn í komi til frávísunar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2020 15:28 Frá fundi dagsins. Mynd/Lögreglan Engum hefur verið vísað frá landi á grundvelli heimildar lögreglu til að vísa frá landi einstaklingum sem teljast líklegir til þess að brjóta gegn sóttvarnarráðstöfunum. Mat um slíka frávísun byggir að mestu leyti á huglægu mati en Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn óttast ekki að fordómar kunni að spila inn í komi til þess að heimildinni verði beitt, þar sem margir aðilar komi að gerð hættumats. Þetta kom fram í máli Víðis á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þar var hann sérstaklega spurður út í þessa heimild og hvort henni hafi verið beitt frá því að skimanir á landamærum Íslands hófust. „Nei, það hefur engum verið vísað fá landi á grundvelli þessarar heimildar,“ sagði Víðir. Þá var hann spurður í hvort einhverjir verkferlar væru til í tengslum við þessa heimild. Sagði Víðir að ferlið væri ekki alveg niðurnegld, engu að síður fylgdi lögreglan á Keflavíkurflugvelli ákveðnu ferli í tengslum við gerð hættumats. „Þetta er að mjög stóru leyti huglægt mat nema aðrar sérstakar aðstæður séu. Eins og fram hefur komið erum við búin að taka sjö þúsund inn og það hefur engum verið vísað frá á þessum grundvelli,“ sagði Víðir. Bætti hann við að ef þessari heimild yrði beitt yrði það gert af mikilli varfærni. „Vegna þess að á bak við hana liggur þetta huglæga mat sem þarf þá að minnsta kosti að geta staðið mjög vel,“ sagði Víðir. Hann sagðist þó vera ánægður með að þessi heimild væri til staðar. „Það er mjög mikilvægt að hafa þessa heimild ef að vísbendingar eða annað slíkt koma upp við eftirlitið sem benda til þess að þetta sé gert að þá sé hægt að gera þetta strax en ekki að fara í langt ferli þar sem margir aðilar verða þá í mikilli óvissu,“ sagði Víðir. Hann var þá í framhaldinu spurður að því hvort að hann hefði áhyggjur af því að ef heimildinni yrði beitt, hvort sá möguleiki væri fyrir hendi að einhvers konar geðþóttaákvörðun byggð á litarhafti eða þjóðerni þess sem yrði vísað frá myndi spila inn í ákvörðunina. Víðir sagði ekkert benda til þess að til þess gæti komið. „Það er aldrei einn einstaklingur sem framkvæmir svona hættumat. Það eru nokkuð margir sem koma að því. Ég hef ekki áhyggjur af því, ekki neina reynslu eða vísbendingar um að slíkt geti gerst.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Sjá meira
Engum hefur verið vísað frá landi á grundvelli heimildar lögreglu til að vísa frá landi einstaklingum sem teljast líklegir til þess að brjóta gegn sóttvarnarráðstöfunum. Mat um slíka frávísun byggir að mestu leyti á huglægu mati en Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn óttast ekki að fordómar kunni að spila inn í komi til þess að heimildinni verði beitt, þar sem margir aðilar komi að gerð hættumats. Þetta kom fram í máli Víðis á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þar var hann sérstaklega spurður út í þessa heimild og hvort henni hafi verið beitt frá því að skimanir á landamærum Íslands hófust. „Nei, það hefur engum verið vísað fá landi á grundvelli þessarar heimildar,“ sagði Víðir. Þá var hann spurður í hvort einhverjir verkferlar væru til í tengslum við þessa heimild. Sagði Víðir að ferlið væri ekki alveg niðurnegld, engu að síður fylgdi lögreglan á Keflavíkurflugvelli ákveðnu ferli í tengslum við gerð hættumats. „Þetta er að mjög stóru leyti huglægt mat nema aðrar sérstakar aðstæður séu. Eins og fram hefur komið erum við búin að taka sjö þúsund inn og það hefur engum verið vísað frá á þessum grundvelli,“ sagði Víðir. Bætti hann við að ef þessari heimild yrði beitt yrði það gert af mikilli varfærni. „Vegna þess að á bak við hana liggur þetta huglæga mat sem þarf þá að minnsta kosti að geta staðið mjög vel,“ sagði Víðir. Hann sagðist þó vera ánægður með að þessi heimild væri til staðar. „Það er mjög mikilvægt að hafa þessa heimild ef að vísbendingar eða annað slíkt koma upp við eftirlitið sem benda til þess að þetta sé gert að þá sé hægt að gera þetta strax en ekki að fara í langt ferli þar sem margir aðilar verða þá í mikilli óvissu,“ sagði Víðir. Hann var þá í framhaldinu spurður að því hvort að hann hefði áhyggjur af því að ef heimildinni yrði beitt, hvort sá möguleiki væri fyrir hendi að einhvers konar geðþóttaákvörðun byggð á litarhafti eða þjóðerni þess sem yrði vísað frá myndi spila inn í ákvörðunina. Víðir sagði ekkert benda til þess að til þess gæti komið. „Það er aldrei einn einstaklingur sem framkvæmir svona hættumat. Það eru nokkuð margir sem koma að því. Ég hef ekki áhyggjur af því, ekki neina reynslu eða vísbendingar um að slíkt geti gerst.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Sjá meira