Innlent

Bera saman skjálfta­hrinuna núna við hrinurnar 2012 og 2013

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Samanburður á skjálftahrinunni síðustu tveggja sólarhringa og hrinunum 2012 og 2013.
Samanburður á skjálftahrinunni síðustu tveggja sólarhringa og hrinunum 2012 og 2013. Veðurstofa Íslands

Jarðskjálftahrinan sem riðið hefur yfir Norðurland síðustu tvo sólarhringa er enn frekar staðbundin en þó er greinilegt að að minnsta kosti tvær sprungur eru enn virkar segir í færslu Veðurstofu Íslands á Facebook.

Bryndís Brandsdóttir hjá Jarðvísindastofnun gerði kort sem sýnir afstöðu skjálftahrinunnar nú miðað við hrinurnar sem urðu 2012 og 2013. Þar sér að fyrri skjálftahrinurnar voru mun dreifðari en sú sem gengur yfir núna.

Þá segir í færslunni að virknin tengist landrekshreyfingum en að á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu safnist upp spenna vegna flekahreyfinga. Frá því að skjálftahrinan hófst á hádegi á föstudag hafa meira en 2000 skjálftar mælst í sjálfvirku jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar.

Þar af hafa yfir 600 riðið yfir frá miðnætti í dag. Stærsti skjálftinn mældist klukkan hálf átta í gærkvöldi en hann var af stærðinni 5,6 og bárust tilkynningar um að hann hafi fundist alla leið til Ísafjarðar. Þá hefur almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálftanna.


Tengdar fréttir

Ekkert lát á jarð­skjálfta­hrinunni

Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst um hádegisbil á föstudag á Norðurlandi. Sjálfvirka jarðskjálftakerfi Veðurstofu Íslands hefur mælt tæplega 2000 skjálfta á svæðinu og þar af eru rúmlega 600 sem hafa riðið yfir frá miðnætti.

Skjálftahrinan gæti staðið yfir í nokkra daga

„Svona öflugar hrinur eiga það til að standa yfir í dálítið langan tíma, alveg þess vegna í nokkra daga,“ segir sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirkni sem gætt hefur á Norðurlandi síðasta sólarhringinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×