Mikill hugur og kraftur í íslenskum garðyrkjubændum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. júní 2020 12:55 Sveinn Sæland, sem er garðyrkjubóndi á Espiflöt en þar eru ræktuð afskorin blóm. Sveinn og hans fjölskylda er að fara að stækka stöðina eins og fleiri garðyrkjubændur í Reykholti. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Mikill hugur og kraftur er í íslenskum garðyrkjubændum, sem margir hverjir eru að stækka stöðvarnar sínar vegna mikillar eftirspurnar eftir íslensku grænmeti og blómum. Um 140 garðyrkjubændur eru í landinu og þar með í Sambandi garðyrkjubænda, sem vinnur að sameiginlegum hagsmunum félagsmanna og íslenskrar garðyrkju. Félagsmenn rækta og vinna margvíslegar afurðir s.s. afskorin blóm, pottablóm, kartöflur, grænmeti, rófur, garðplöntur, kryddjurtir, trjáplöntur, ávexti og ber. Í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð eru mikið ræktað af tómötum, gúrkum, jarðarberjum og afskornum blómum. Þar eru þrír garðyrkjubændur að fara að stækka stöðvarnar sínar. Sveinn Sæland á Espiflöt, sem ræktar afskorin blóm er einn af þessum bændum. „Það sem er að gerast núna er mjög gaman því að þegar ég horfi út um stofugluggann þá sé ég níu þúsund fermetra af gróðurhúsum rísa beint fyrir framan augun á mér og eftir þessa stækkun, sem verður komin í notkun í haust þá verður hér í Reykholti stærsta gúrkuræktun í landinu, stærsta tómataræktun í landinu, blómaræktun og jarðarberjaræktun,“ segir Sveinn og bætir við, „Þetta er svolítið sérstakt að þetta skuli gerast í þessu litla þorpi hér þar sem búa ekki nema um 300 íbúar. Það er eitthvað í umhverfinu sem veldur því að menn velja að byggja hér.“ Sala á afskornum blómum og íslensku grænmeti hefur verið mjög mikil á tímum kórónuveirunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sveinn segir að stækkun garðyrkjustöðvanna þriggja munu skapa mörg ný störf en garðyrkjustöðvarnar sem um ræðir eru Friðheimar, Gufuhlíð og Espiflöt. „Þetta kemur til með að skapa á milli fimmtán og tuttugu ný störf í þessu litla þorpi og umhverfi. Hér á Espiflöt erum við með fjórtán, fimmtán manns í vinnu og við sækjum starfskrafta úr nærumhverfinu alfarið.“ Sveinn segir garðyrkjubændur finna mjög vel fyrir mjög vaxandi eftirspurn eftir íslensku grænmeti og blómum og því sé ekkert hik á þeim garðyrkjubændum, sem hafa ákveðið að stækka stöðvarnar sínar. Salan hafa t.d. verið mjög góð á tímum kórónuveirunnar. „Framtíðin leggst mjög vel í okkur og það er sérstaklega gaman hvað neysla blóma jókst á þessu tímabili og það sýnir svolítið hugsanabreytingu hjá fólki þegar að kreppir og blómin tikka vel inn í það,“ segir Sveinn Sæland, garðyrkjubóndi á Espiflöt í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Garðyrkja Bláskógabyggð Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Mikill hugur og kraftur er í íslenskum garðyrkjubændum, sem margir hverjir eru að stækka stöðvarnar sínar vegna mikillar eftirspurnar eftir íslensku grænmeti og blómum. Um 140 garðyrkjubændur eru í landinu og þar með í Sambandi garðyrkjubænda, sem vinnur að sameiginlegum hagsmunum félagsmanna og íslenskrar garðyrkju. Félagsmenn rækta og vinna margvíslegar afurðir s.s. afskorin blóm, pottablóm, kartöflur, grænmeti, rófur, garðplöntur, kryddjurtir, trjáplöntur, ávexti og ber. Í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð eru mikið ræktað af tómötum, gúrkum, jarðarberjum og afskornum blómum. Þar eru þrír garðyrkjubændur að fara að stækka stöðvarnar sínar. Sveinn Sæland á Espiflöt, sem ræktar afskorin blóm er einn af þessum bændum. „Það sem er að gerast núna er mjög gaman því að þegar ég horfi út um stofugluggann þá sé ég níu þúsund fermetra af gróðurhúsum rísa beint fyrir framan augun á mér og eftir þessa stækkun, sem verður komin í notkun í haust þá verður hér í Reykholti stærsta gúrkuræktun í landinu, stærsta tómataræktun í landinu, blómaræktun og jarðarberjaræktun,“ segir Sveinn og bætir við, „Þetta er svolítið sérstakt að þetta skuli gerast í þessu litla þorpi hér þar sem búa ekki nema um 300 íbúar. Það er eitthvað í umhverfinu sem veldur því að menn velja að byggja hér.“ Sala á afskornum blómum og íslensku grænmeti hefur verið mjög mikil á tímum kórónuveirunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sveinn segir að stækkun garðyrkjustöðvanna þriggja munu skapa mörg ný störf en garðyrkjustöðvarnar sem um ræðir eru Friðheimar, Gufuhlíð og Espiflöt. „Þetta kemur til með að skapa á milli fimmtán og tuttugu ný störf í þessu litla þorpi og umhverfi. Hér á Espiflöt erum við með fjórtán, fimmtán manns í vinnu og við sækjum starfskrafta úr nærumhverfinu alfarið.“ Sveinn segir garðyrkjubændur finna mjög vel fyrir mjög vaxandi eftirspurn eftir íslensku grænmeti og blómum og því sé ekkert hik á þeim garðyrkjubændum, sem hafa ákveðið að stækka stöðvarnar sínar. Salan hafa t.d. verið mjög góð á tímum kórónuveirunnar. „Framtíðin leggst mjög vel í okkur og það er sérstaklega gaman hvað neysla blóma jókst á þessu tímabili og það sýnir svolítið hugsanabreytingu hjá fólki þegar að kreppir og blómin tikka vel inn í það,“ segir Sveinn Sæland, garðyrkjubóndi á Espiflöt í Biskupstungum í Bláskógabyggð.
Garðyrkja Bláskógabyggð Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira