Elliðaárnar opnuðu með athöfn í morgun Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2020 09:00 Þorvaldur Daníelsson með fyrsta laxinn og leiðsögumanninn Ásgeir Heiðar sér við hlið. Mynd: SVFR Elliðaárnar opnuðu í morgun fyrir hátíðlega athöfn sem fyrr og að venju er það Reykvíkingur ársins sem opnar ánna. Reykvíkingur ársins að þessu sinni er Þorvaldur Daníelsson forssvarsmaður Hjólakrafts og það tók hann ekki langann tíma að setja í fyrsta laxinn. Ólíkt venjunni var byrjað í Teljarastreng og skýrist það að öllu leiti að því að veiði með maðk er ekki lengur leyfð í ánni heldur aðeins fluga og öllum laxi skal sleppt. Það er þess vegna ekkert skrítið að taka fyrstu köstin í Teljarastreng sem er einn af sterkustu veiðistöðunum á neðri part Elliðaánna. „Það tók lax hjá honum í fimmta kasti og það var flugan Lof eða Lord of Flies sem laxinn tók" sagði Jón Þór Ólason Formaður SVFR í samtali við Veiðivísi rétt í þessu."Það er mikil hreyfing greinilega á laxinum því það fór 51 lax í gegnum teljarann í nótt og ég man ekki hvenær svo mikið gekk í gegn jafn snemma eins og núna" bætti Jón við. Dagur B. Eggertsson Borgarstjóri tók nokkur köst í Teljarastreng á eftir Þorvaldi og í fimm skipti kom lax á eftir smáflugum eða hitch án þess þó að festa sig. Greinilega mikið líf í Elliðaánum þennan morguninn. Nýr teljari í ánni með fullkominni myndavél Nýr laxateljari frá fyrirtækinu Vaki ehf var settur í Elliðaárnar og er sá mun fullkomnari þar sem það má sjá myndbönd af löxunum ganga í gegnum teljarann. Á síðunni Riverwatcher Daily er hægt að sjá ýmsar upplýsingar um göngu laxsins í ánna sem og í aðrar ár eins og Gljúfurá, Kálfá, Korpu og Krossá. Þú getur skoðað vefsíðunna um teljarann í Elliðaánum hér. Stangveiði Mest lesið Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði Hörkuveiði í Ytri Rangá Veiði Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði Sjávarfossinn gaf yfir 200 laxa Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn Veiði Bjarni Júlíussson og Eyrin í Norðurá Veiði Fjórar ár komnar yfir 1000 laxa Veiði
Elliðaárnar opnuðu í morgun fyrir hátíðlega athöfn sem fyrr og að venju er það Reykvíkingur ársins sem opnar ánna. Reykvíkingur ársins að þessu sinni er Þorvaldur Daníelsson forssvarsmaður Hjólakrafts og það tók hann ekki langann tíma að setja í fyrsta laxinn. Ólíkt venjunni var byrjað í Teljarastreng og skýrist það að öllu leiti að því að veiði með maðk er ekki lengur leyfð í ánni heldur aðeins fluga og öllum laxi skal sleppt. Það er þess vegna ekkert skrítið að taka fyrstu köstin í Teljarastreng sem er einn af sterkustu veiðistöðunum á neðri part Elliðaánna. „Það tók lax hjá honum í fimmta kasti og það var flugan Lof eða Lord of Flies sem laxinn tók" sagði Jón Þór Ólason Formaður SVFR í samtali við Veiðivísi rétt í þessu."Það er mikil hreyfing greinilega á laxinum því það fór 51 lax í gegnum teljarann í nótt og ég man ekki hvenær svo mikið gekk í gegn jafn snemma eins og núna" bætti Jón við. Dagur B. Eggertsson Borgarstjóri tók nokkur köst í Teljarastreng á eftir Þorvaldi og í fimm skipti kom lax á eftir smáflugum eða hitch án þess þó að festa sig. Greinilega mikið líf í Elliðaánum þennan morguninn. Nýr teljari í ánni með fullkominni myndavél Nýr laxateljari frá fyrirtækinu Vaki ehf var settur í Elliðaárnar og er sá mun fullkomnari þar sem það má sjá myndbönd af löxunum ganga í gegnum teljarann. Á síðunni Riverwatcher Daily er hægt að sjá ýmsar upplýsingar um göngu laxsins í ánna sem og í aðrar ár eins og Gljúfurá, Kálfá, Korpu og Krossá. Þú getur skoðað vefsíðunna um teljarann í Elliðaánum hér.
Stangveiði Mest lesið Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði Hörkuveiði í Ytri Rangá Veiði Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði Sjávarfossinn gaf yfir 200 laxa Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn Veiði Bjarni Júlíussson og Eyrin í Norðurá Veiði Fjórar ár komnar yfir 1000 laxa Veiði