Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2020 09:39 Jógvan Hansen með fyrsta laxinn úr Langá 2020 Mynd: Sigurjón Gunnlaugsson Veiði hófst í Langá á Mýrum í morgun og var eins og undanfarin ár opnað af sama genginu sem er valinkunnur hópur sem þekkir hana vel. Það tók ekki langan tíma að opna ánna með laxi en það var Jógvan Hansen sem gerði sér lítið fyrir og setti í lax á Breiðunni í þriðja kasti á Rauðan Frances. Addi Fannar sem er með honum við ánna setti í annan stuttu seinna sem koma líka á land og þriðji fiskurinn sem Sigurjón Gunnlaugsson setti í slapp af eftir harða baráttu. Fyrstu tímarnir í ánni hafa því verið mjög líflegir. Það er mikið vatn í ánni en ekkert sem gerir hana óveiðandi. Þetta er eins og vanir menn við Langá kalla bara flott júnívatn. Veiðistaðir á neðra svæðinu eins og Krókódíll verða nokkurn veginn óveiðandi í þessu vatni en þá koma inn staðir eins og Dyrfljót, Hornbreiða og Neðri Breiða sem einmitt gefa best við þessi skilyrði. Góðu fréttirnar við vatnsstöðuna eru þær að það er útlit fyrir frábært vatn í ánni sem og öðrum á á landinu þetta sumarið og ef göngurnar verða góðar stefnir bara í gott veiðisumar. Stangveiði Mest lesið Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Vond veiði í Veiðivötnum Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði
Veiði hófst í Langá á Mýrum í morgun og var eins og undanfarin ár opnað af sama genginu sem er valinkunnur hópur sem þekkir hana vel. Það tók ekki langan tíma að opna ánna með laxi en það var Jógvan Hansen sem gerði sér lítið fyrir og setti í lax á Breiðunni í þriðja kasti á Rauðan Frances. Addi Fannar sem er með honum við ánna setti í annan stuttu seinna sem koma líka á land og þriðji fiskurinn sem Sigurjón Gunnlaugsson setti í slapp af eftir harða baráttu. Fyrstu tímarnir í ánni hafa því verið mjög líflegir. Það er mikið vatn í ánni en ekkert sem gerir hana óveiðandi. Þetta er eins og vanir menn við Langá kalla bara flott júnívatn. Veiðistaðir á neðra svæðinu eins og Krókódíll verða nokkurn veginn óveiðandi í þessu vatni en þá koma inn staðir eins og Dyrfljót, Hornbreiða og Neðri Breiða sem einmitt gefa best við þessi skilyrði. Góðu fréttirnar við vatnsstöðuna eru þær að það er útlit fyrir frábært vatn í ánni sem og öðrum á á landinu þetta sumarið og ef göngurnar verða góðar stefnir bara í gott veiðisumar.
Stangveiði Mest lesið Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Vond veiði í Veiðivötnum Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði