Ingibjörg nýr formaður Félags eldri borgara Andri Eysteinsson skrifar 16. júní 2020 20:59 Aðalfundurinn var haldinn í Súlnasal Hótels Sögu. Samsett/Vilhelm Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni var Ingibjörg Sverrisdóttir kjörin nýr formaður FEB en framboð Ingibjargar hlaut 62% greiddra atkvæða í formannskjöri. Aðalfundur FEB var haldinn í dag í Súlnasal Hótels Sögu en fráfarandi formaður FEB, Ellert B. Schram gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Þrjú voru í framboði til formanns en auk Ingibjargar voru þeir Haukur Arnþórsson og Borgþór Kjærnested í framboði. Alls greiddu 423 fundargestir atkvæði og skiptust þau svo að Ingibjörg hlaut 262 atkvæði eða 62%, Haukur Arnþórsson hlaut 30% atkvæða eða 131 en Borgþór Kjærnested rak lestina með 29 atkvæði sem jafngildir 6,8% kosningu. „Hópur eldri borgara býr svo sannarlega ekki við góð kjör. Kjaramál og skerðingar taka mikið rými í umræðunni og sérlega þessa dagana vegna uppgjörs frá Tryggingastofnun ríkisins sem barst um sl. mánaðamót. Þetta þekkið þið flest, sem eruð hér inni. Mín áherslumál snúa að skerðingum og kjaramálum, húsnæðismálum, hjúkrunarheimilum og heimilisaðstoð,“ sagði Ingibjörg í framboðsræðu sinni. Ingibjörg er Reykvíkingur sem ólst að hluta til upp í Vestmannaeyjum, hún hefur stundað tungumálanám erlendis auk náms í ferðamálafræðum við Háskóla Íslands. Áður en hún fór á eftirlaun starfaði Ingibjörg hjá Air Atlanta. Í aðalstjórn voru kjörnir: Ingibjörg Óskarsdóttir Kári Jónasson Viðar Eggertsson Sigurbjörg Gísladóttir Í varastjórn voru kjörnir: Finnur Birgisson Sverrir Örn Kaaber Haukur Arnþórsson Eldri borgarar Vistaskipti Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni var Ingibjörg Sverrisdóttir kjörin nýr formaður FEB en framboð Ingibjargar hlaut 62% greiddra atkvæða í formannskjöri. Aðalfundur FEB var haldinn í dag í Súlnasal Hótels Sögu en fráfarandi formaður FEB, Ellert B. Schram gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Þrjú voru í framboði til formanns en auk Ingibjargar voru þeir Haukur Arnþórsson og Borgþór Kjærnested í framboði. Alls greiddu 423 fundargestir atkvæði og skiptust þau svo að Ingibjörg hlaut 262 atkvæði eða 62%, Haukur Arnþórsson hlaut 30% atkvæða eða 131 en Borgþór Kjærnested rak lestina með 29 atkvæði sem jafngildir 6,8% kosningu. „Hópur eldri borgara býr svo sannarlega ekki við góð kjör. Kjaramál og skerðingar taka mikið rými í umræðunni og sérlega þessa dagana vegna uppgjörs frá Tryggingastofnun ríkisins sem barst um sl. mánaðamót. Þetta þekkið þið flest, sem eruð hér inni. Mín áherslumál snúa að skerðingum og kjaramálum, húsnæðismálum, hjúkrunarheimilum og heimilisaðstoð,“ sagði Ingibjörg í framboðsræðu sinni. Ingibjörg er Reykvíkingur sem ólst að hluta til upp í Vestmannaeyjum, hún hefur stundað tungumálanám erlendis auk náms í ferðamálafræðum við Háskóla Íslands. Áður en hún fór á eftirlaun starfaði Ingibjörg hjá Air Atlanta. Í aðalstjórn voru kjörnir: Ingibjörg Óskarsdóttir Kári Jónasson Viðar Eggertsson Sigurbjörg Gísladóttir Í varastjórn voru kjörnir: Finnur Birgisson Sverrir Örn Kaaber Haukur Arnþórsson
Eldri borgarar Vistaskipti Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira