Vegagerðin búin að opna fyrstu hálendisleiðir Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júní 2020 16:01 Við gatnamót Kaldadals og Uxahryggja ofan Þingvalla. Báðar þær leiðir hafa núna verið opnaðar. Mynd/Stöð 2. Fyrstu hálendisvegirnir hafa nú verið opnaðir umferð. Leiðirnir um Kaldadal og inn á Arnarvatnsheiði sunnanmegin opnuðust í gær og stutt er síðan Kjölur opnaði, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, G. Péturs Matthíassonar. „Þetta er allt í seinna lagi í ár,“ segir G. Pétur. Hálendiskort Vegagerðarinnar, sem birt var í gær, sýnir að Fjallabaksleið syðri hefur verið opnuð sem og Sprengisandsleið að sunnanverðu alla leið að Laugafelli norðan Hofsjökuls. Leiðir upp á Sprengisand að norðanverðu, úr Skagafirði, Eyjafirði og Bárðardal, eru allar lokaðar. Frá Sprengisandsleið. Hún er aðeins orðin fær að sunnanverðu.Vísir/Vilhelm. Einnig er orðið fært inn í Veiðivötn alla leið að Jökulheimum. Þá er búið að opna veginn að Lakagígum. Á Vestfjörðum eru búið að opna alla fjallvegi, þar á meðal Þorskafjarðarheiði, Kollafjarðarheiði og Steinadalsheiði. Á Norðurlandi má nefna að Öxarfjarðarheiði er orðin fær og á Austurlandi er búið að opna niður í Loðmundarfjörð frá Borgarfirði eystra. Hálendiskortið sem Vegagerðin birti í gær gildir frá 12. júní. Sjá má að Kjalvegur er orðinn fær. Ófært er hins vegar inn í Landmannalaugar og Fjallabaksleið nyrðri er lokuð.Kort. Vegagerðin. Í fyrrasumar opnuðust hálendisvegirnir óvenju snemma. Þannig voru þeir allir orðnir færir í byrjun júlímánaðar en í sumum árum þarf að bíða framundir verslunarmannahelgi eftir að þeir erfiðustu verði færir. Tekið skal fram að flestir hálendisvegir teljast jeppavegir og margir eru aðeins færir öflugum jeppum, þótt einstaka vegi megi komast með lagni á venjulegum fólksbílum. Samgöngur Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Fyrstu hálendisvegirnir hafa nú verið opnaðir umferð. Leiðirnir um Kaldadal og inn á Arnarvatnsheiði sunnanmegin opnuðust í gær og stutt er síðan Kjölur opnaði, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, G. Péturs Matthíassonar. „Þetta er allt í seinna lagi í ár,“ segir G. Pétur. Hálendiskort Vegagerðarinnar, sem birt var í gær, sýnir að Fjallabaksleið syðri hefur verið opnuð sem og Sprengisandsleið að sunnanverðu alla leið að Laugafelli norðan Hofsjökuls. Leiðir upp á Sprengisand að norðanverðu, úr Skagafirði, Eyjafirði og Bárðardal, eru allar lokaðar. Frá Sprengisandsleið. Hún er aðeins orðin fær að sunnanverðu.Vísir/Vilhelm. Einnig er orðið fært inn í Veiðivötn alla leið að Jökulheimum. Þá er búið að opna veginn að Lakagígum. Á Vestfjörðum eru búið að opna alla fjallvegi, þar á meðal Þorskafjarðarheiði, Kollafjarðarheiði og Steinadalsheiði. Á Norðurlandi má nefna að Öxarfjarðarheiði er orðin fær og á Austurlandi er búið að opna niður í Loðmundarfjörð frá Borgarfirði eystra. Hálendiskortið sem Vegagerðin birti í gær gildir frá 12. júní. Sjá má að Kjalvegur er orðinn fær. Ófært er hins vegar inn í Landmannalaugar og Fjallabaksleið nyrðri er lokuð.Kort. Vegagerðin. Í fyrrasumar opnuðust hálendisvegirnir óvenju snemma. Þannig voru þeir allir orðnir færir í byrjun júlímánaðar en í sumum árum þarf að bíða framundir verslunarmannahelgi eftir að þeir erfiðustu verði færir. Tekið skal fram að flestir hálendisvegir teljast jeppavegir og margir eru aðeins færir öflugum jeppum, þótt einstaka vegi megi komast með lagni á venjulegum fólksbílum.
Samgöngur Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira