Vegagerðin búin að opna fyrstu hálendisleiðir Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júní 2020 16:01 Við gatnamót Kaldadals og Uxahryggja ofan Þingvalla. Báðar þær leiðir hafa núna verið opnaðar. Mynd/Stöð 2. Fyrstu hálendisvegirnir hafa nú verið opnaðir umferð. Leiðirnir um Kaldadal og inn á Arnarvatnsheiði sunnanmegin opnuðust í gær og stutt er síðan Kjölur opnaði, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, G. Péturs Matthíassonar. „Þetta er allt í seinna lagi í ár,“ segir G. Pétur. Hálendiskort Vegagerðarinnar, sem birt var í gær, sýnir að Fjallabaksleið syðri hefur verið opnuð sem og Sprengisandsleið að sunnanverðu alla leið að Laugafelli norðan Hofsjökuls. Leiðir upp á Sprengisand að norðanverðu, úr Skagafirði, Eyjafirði og Bárðardal, eru allar lokaðar. Frá Sprengisandsleið. Hún er aðeins orðin fær að sunnanverðu.Vísir/Vilhelm. Einnig er orðið fært inn í Veiðivötn alla leið að Jökulheimum. Þá er búið að opna veginn að Lakagígum. Á Vestfjörðum eru búið að opna alla fjallvegi, þar á meðal Þorskafjarðarheiði, Kollafjarðarheiði og Steinadalsheiði. Á Norðurlandi má nefna að Öxarfjarðarheiði er orðin fær og á Austurlandi er búið að opna niður í Loðmundarfjörð frá Borgarfirði eystra. Hálendiskortið sem Vegagerðin birti í gær gildir frá 12. júní. Sjá má að Kjalvegur er orðinn fær. Ófært er hins vegar inn í Landmannalaugar og Fjallabaksleið nyrðri er lokuð.Kort. Vegagerðin. Í fyrrasumar opnuðust hálendisvegirnir óvenju snemma. Þannig voru þeir allir orðnir færir í byrjun júlímánaðar en í sumum árum þarf að bíða framundir verslunarmannahelgi eftir að þeir erfiðustu verði færir. Tekið skal fram að flestir hálendisvegir teljast jeppavegir og margir eru aðeins færir öflugum jeppum, þótt einstaka vegi megi komast með lagni á venjulegum fólksbílum. Samgöngur Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Fyrstu hálendisvegirnir hafa nú verið opnaðir umferð. Leiðirnir um Kaldadal og inn á Arnarvatnsheiði sunnanmegin opnuðust í gær og stutt er síðan Kjölur opnaði, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, G. Péturs Matthíassonar. „Þetta er allt í seinna lagi í ár,“ segir G. Pétur. Hálendiskort Vegagerðarinnar, sem birt var í gær, sýnir að Fjallabaksleið syðri hefur verið opnuð sem og Sprengisandsleið að sunnanverðu alla leið að Laugafelli norðan Hofsjökuls. Leiðir upp á Sprengisand að norðanverðu, úr Skagafirði, Eyjafirði og Bárðardal, eru allar lokaðar. Frá Sprengisandsleið. Hún er aðeins orðin fær að sunnanverðu.Vísir/Vilhelm. Einnig er orðið fært inn í Veiðivötn alla leið að Jökulheimum. Þá er búið að opna veginn að Lakagígum. Á Vestfjörðum eru búið að opna alla fjallvegi, þar á meðal Þorskafjarðarheiði, Kollafjarðarheiði og Steinadalsheiði. Á Norðurlandi má nefna að Öxarfjarðarheiði er orðin fær og á Austurlandi er búið að opna niður í Loðmundarfjörð frá Borgarfirði eystra. Hálendiskortið sem Vegagerðin birti í gær gildir frá 12. júní. Sjá má að Kjalvegur er orðinn fær. Ófært er hins vegar inn í Landmannalaugar og Fjallabaksleið nyrðri er lokuð.Kort. Vegagerðin. Í fyrrasumar opnuðust hálendisvegirnir óvenju snemma. Þannig voru þeir allir orðnir færir í byrjun júlímánaðar en í sumum árum þarf að bíða framundir verslunarmannahelgi eftir að þeir erfiðustu verði færir. Tekið skal fram að flestir hálendisvegir teljast jeppavegir og margir eru aðeins færir öflugum jeppum, þótt einstaka vegi megi komast með lagni á venjulegum fólksbílum.
Samgöngur Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira