Íslenskir ferðamenn út um allt í uppsveitum Árnessýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júní 2020 13:20 Ásborg Arnþórsdóttir er ferðamálafulltrúi sveitarfélaganna fjögurra í uppsveitum Árnessýslu. Magnús Hlynur Mikill hugur er í þeim sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu við að taka á móti þeim Íslendingum sem ætla að ferðast um svæðið í sumar. Mikil aðsókn hefur verið á svæðið síðustu helgar og fólk er miklu duglegra að nota sumarbústaðina sína eftir að kórónuveiran kom til sögunnar. Margar af helstu náttúruperlum landsins eru í uppsveitum Árnessýslu eins og Gullfoss og Geysir, Þingvellir, Þjórsárdalur, Kerið, Brúarhlöð og Skálholt svo einhverjir staðir séu nefndir. Ásborg Arnþórsdóttir er ferðamálafulltrúi sveitarfélaganna fjögurra í uppsveitum Árnessýslu. „Góðu fréttirnar eru þær að undanfarnar helgar þá hefur verið mjög mikið af fólki hérna á ferðinni og við sjáum fram á að það haldi áfram. Fólk er að nota bústaðina sína miklu meira heldur en áður og fólk er að fara í bíltúr til að skoða náttúruperlurnar okkar og njóta eftir alla inniveruna, menn voru farnir að þrá það að komast aðeins út í sveitina“. Ásborg Arnþórsdóttir, sem er ferðamálafulltrúi sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu en það eru Grímsnes og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur.aðsend En eru þeir sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitunum tilbúnir til að taka á móti Íslendingum í sumar? „Já, fólkið er mjög tilbúið og margir búnir að breyta hlutunum aðeins hjá sér og sveigja sig í áttina að því. Maður heyrir líka að Íslendingar margir hverjir eru að uppgötva landið sitt, það eru ekkert allir sem hafa verið að ferðast mikið innanlands, þeir stukku alltaf til útlanda og þetta varð einhvern veginn eftir,“ segir Ásborg. En hvað heldur Ásborg með 15. júní þegar við opnum landið á ný, heldur hún að útlendingar verið duglegir að koma til Íslands í sumar? „Það er stóra óvissan, ég er ekki mjög bjartsýn á það, ég held að heimurinn sé allur í þeirri óvissu að menn fari sér hægt. Við eigum eftir að sjá ferðamenn aftur, það er engin hætta á öðru á Íslandi en það á eftir að taka svolítinn tíma að fá fólk til að ferðast aftur um heiminn en þegar þar að kemur, þá er ég viss um að Ísland verður ofarlega á lista út af öryggi, hreinleika og öllu því, menn eiga eftir að vanda valið hvert þeir fara“, segir Ásborg. Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Mikill hugur er í þeim sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu við að taka á móti þeim Íslendingum sem ætla að ferðast um svæðið í sumar. Mikil aðsókn hefur verið á svæðið síðustu helgar og fólk er miklu duglegra að nota sumarbústaðina sína eftir að kórónuveiran kom til sögunnar. Margar af helstu náttúruperlum landsins eru í uppsveitum Árnessýslu eins og Gullfoss og Geysir, Þingvellir, Þjórsárdalur, Kerið, Brúarhlöð og Skálholt svo einhverjir staðir séu nefndir. Ásborg Arnþórsdóttir er ferðamálafulltrúi sveitarfélaganna fjögurra í uppsveitum Árnessýslu. „Góðu fréttirnar eru þær að undanfarnar helgar þá hefur verið mjög mikið af fólki hérna á ferðinni og við sjáum fram á að það haldi áfram. Fólk er að nota bústaðina sína miklu meira heldur en áður og fólk er að fara í bíltúr til að skoða náttúruperlurnar okkar og njóta eftir alla inniveruna, menn voru farnir að þrá það að komast aðeins út í sveitina“. Ásborg Arnþórsdóttir, sem er ferðamálafulltrúi sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu en það eru Grímsnes og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur.aðsend En eru þeir sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitunum tilbúnir til að taka á móti Íslendingum í sumar? „Já, fólkið er mjög tilbúið og margir búnir að breyta hlutunum aðeins hjá sér og sveigja sig í áttina að því. Maður heyrir líka að Íslendingar margir hverjir eru að uppgötva landið sitt, það eru ekkert allir sem hafa verið að ferðast mikið innanlands, þeir stukku alltaf til útlanda og þetta varð einhvern veginn eftir,“ segir Ásborg. En hvað heldur Ásborg með 15. júní þegar við opnum landið á ný, heldur hún að útlendingar verið duglegir að koma til Íslands í sumar? „Það er stóra óvissan, ég er ekki mjög bjartsýn á það, ég held að heimurinn sé allur í þeirri óvissu að menn fari sér hægt. Við eigum eftir að sjá ferðamenn aftur, það er engin hætta á öðru á Íslandi en það á eftir að taka svolítinn tíma að fá fólk til að ferðast aftur um heiminn en þegar þar að kemur, þá er ég viss um að Ísland verður ofarlega á lista út af öryggi, hreinleika og öllu því, menn eiga eftir að vanda valið hvert þeir fara“, segir Ásborg.
Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira