Tækifæri til að læra af þeim bestu Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 12. júní 2020 16:00 Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir býður upp á golfkennslu á sunnudaginn ásamt öðrum íslenskum atvinnukylfingum. mynd/gsí Íslenskum kylfingum býðst tækifæri á að æfa golf með atvinnukylfingum landsins. Í tilefni þess að allir atvinnukylfingar okkar eru staddir hér á landi ætla þeir að bjóða uppá þriggja tíma æfingu á sunnudaginn 14. júní hjá Golfklúbbi GKG. Aðeins 40 sæti eru í boði og geta þátttakendur fengið persónulega golfkennslu til að styrkja sinn leik fyrir sumarið en það verða að hámarki fjórir þátttakendur fyrir hvern atvinnukylfing. „Þetta er einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja koma og bæta sig og fá kennslu frá okkur,“ sagði Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Auk hennar taka atvinnukylfingarnir Andri Þór Björnsson, Axel Bóasson, Berglind Björnsdóttir, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Ólafur Björn Loftsson, Ragnar Már Garðarsson og Rúnar Arnórsson. Þeim sem vilja fá frekari upplýsingar er bent á að senda tölvupóst á akaskraning@gmail.com. Klippa: Gefst tækifæri til að læra af atvinnukylfingunum Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Íslenskum kylfingum býðst tækifæri á að æfa golf með atvinnukylfingum landsins. Í tilefni þess að allir atvinnukylfingar okkar eru staddir hér á landi ætla þeir að bjóða uppá þriggja tíma æfingu á sunnudaginn 14. júní hjá Golfklúbbi GKG. Aðeins 40 sæti eru í boði og geta þátttakendur fengið persónulega golfkennslu til að styrkja sinn leik fyrir sumarið en það verða að hámarki fjórir þátttakendur fyrir hvern atvinnukylfing. „Þetta er einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja koma og bæta sig og fá kennslu frá okkur,“ sagði Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Auk hennar taka atvinnukylfingarnir Andri Þór Björnsson, Axel Bóasson, Berglind Björnsdóttir, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Ólafur Björn Loftsson, Ragnar Már Garðarsson og Rúnar Arnórsson. Þeim sem vilja fá frekari upplýsingar er bent á að senda tölvupóst á akaskraning@gmail.com. Klippa: Gefst tækifæri til að læra af atvinnukylfingunum
Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira