Guðmundur Franklín gersigraði Guðna að mati hlustenda Útvarps Sögu Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2020 13:53 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Guðmundur Franklín Jónsson mótframbjóðandi hans tókust á í umræðuþætti á Stöð 2 í gærkvöld. Að mati hlustenda Útvarps Sögu kom Guðmundur þar talsvert betur fyrir. Vísir/Sigurjón Mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun sem Útvarp Saga efndi til í kjölfar kappræðna sem Stöð 2 bauð uppá í gær milli forsetaframbjóðendanna Guðmundar Franklín Jónssonar og Guðna Th. Jóhannssonar, telur að þar hafi Guðmundur Franklín staðið sig betur. Spurningin var einfaldlega: Hvor stóð sig betur í kappræðunum á Stöð 2? Niðurstaðan liggur nú fyrir, afgerandi en þeir sem segja Guðmundur Franklín eru 64,6% en þeir sem segja Guðni Th. Jóhannesson eru 35,5%. Þetta gæti komið þeim á óvart sem tjáðu sig um þennan sama þátt á Twitter en þar fær Guðmundur Franklín heldur nöturlega útreið. Og samkvæmt skoðanakönnun sem kynnt var í þætti Stöðvar 2 hefur Guðni mikla yfirburði þegar litið er til fylgis. Vart ætti að þurfa að nefna að netkannanir sem þessar þykja ekki mjög áreiðanlegar þó þær kunni með fyrirvörum að mæla baramóterinn innan tiltekinna hópa. En vert er að gera sér grein fyrir einmitt því en og hafa fyrirvara á að slíkar kannanir mæli stöðu mála almennt og yfirleitt. Þannig kom það flatt upp á Sturlu Jónsson vörubílsstjóra og stuðningsmenn hans þegar talið var uppúr kössunum þá er Sturla bauð sig fram til forseta, en þeir höfðu einkum litið til sambærilegra kannana og hér er fjallað um. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ „Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 21:58 „Þetta var í senn skemmtilegt og sorglegt” Grétar Þór Eyþórsson, professor við Háskólann á Akureyri, segir forsetaframbjóðandann Guðmundur Franklín Jónsson ekki hafa komið málefnanlega frá sjónvarpskappræðunum á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 22:15 Twitter um kappræðurnar: „Gæinn er sjálfstætt starfandi meme-verksmiðja“ Kappræður forsetaframbjóðendanna Guðna Th. Jóhannessonar og Guðmundar Franklíns Jónssonar hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 12. júní 2020 11:04 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun sem Útvarp Saga efndi til í kjölfar kappræðna sem Stöð 2 bauð uppá í gær milli forsetaframbjóðendanna Guðmundar Franklín Jónssonar og Guðna Th. Jóhannssonar, telur að þar hafi Guðmundur Franklín staðið sig betur. Spurningin var einfaldlega: Hvor stóð sig betur í kappræðunum á Stöð 2? Niðurstaðan liggur nú fyrir, afgerandi en þeir sem segja Guðmundur Franklín eru 64,6% en þeir sem segja Guðni Th. Jóhannesson eru 35,5%. Þetta gæti komið þeim á óvart sem tjáðu sig um þennan sama þátt á Twitter en þar fær Guðmundur Franklín heldur nöturlega útreið. Og samkvæmt skoðanakönnun sem kynnt var í þætti Stöðvar 2 hefur Guðni mikla yfirburði þegar litið er til fylgis. Vart ætti að þurfa að nefna að netkannanir sem þessar þykja ekki mjög áreiðanlegar þó þær kunni með fyrirvörum að mæla baramóterinn innan tiltekinna hópa. En vert er að gera sér grein fyrir einmitt því en og hafa fyrirvara á að slíkar kannanir mæli stöðu mála almennt og yfirleitt. Þannig kom það flatt upp á Sturlu Jónsson vörubílsstjóra og stuðningsmenn hans þegar talið var uppúr kössunum þá er Sturla bauð sig fram til forseta, en þeir höfðu einkum litið til sambærilegra kannana og hér er fjallað um.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ „Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 21:58 „Þetta var í senn skemmtilegt og sorglegt” Grétar Þór Eyþórsson, professor við Háskólann á Akureyri, segir forsetaframbjóðandann Guðmundur Franklín Jónsson ekki hafa komið málefnanlega frá sjónvarpskappræðunum á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 22:15 Twitter um kappræðurnar: „Gæinn er sjálfstætt starfandi meme-verksmiðja“ Kappræður forsetaframbjóðendanna Guðna Th. Jóhannessonar og Guðmundar Franklíns Jónssonar hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 12. júní 2020 11:04 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
„Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ „Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 21:58
„Þetta var í senn skemmtilegt og sorglegt” Grétar Þór Eyþórsson, professor við Háskólann á Akureyri, segir forsetaframbjóðandann Guðmundur Franklín Jónsson ekki hafa komið málefnanlega frá sjónvarpskappræðunum á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 22:15
Twitter um kappræðurnar: „Gæinn er sjálfstætt starfandi meme-verksmiðja“ Kappræður forsetaframbjóðendanna Guðna Th. Jóhannessonar og Guðmundar Franklíns Jónssonar hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 12. júní 2020 11:04