Stuðningsmenn Guðna gætu reynst værukærari og munurinn minnkað Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. júní 2020 13:28 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands eiga inni mjög öruggan sigur í komandi kosningum. samsett mynd Sökum yfirburðarstöðu sitjandi forseta í könnunum gætu stuðningsmenn hans reynst værukærari og síður mætt á kjörstað, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Það sé eitt það helsta sem gæti hnikað til stöðunni á kjördag. Hann segir mótframboðið tengjast þjóðernispopúlisma sem njóti vaxandi fylgis víða um heim. Sjónvarpskappræður Guðna Th. Jóhannessonar forseta og frambjóðandans Guðmundar Franklíns Jónssonar fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi. Gafst þeim meðal annars kostur á að spyrja hvorn annan tveggja spurninga og kom til nokkuð harðra orðaskipta. Samkvæmt nýrri könnun sem kynnt var í þættinum ynni Guðni öruggan sigur ef gengið yrði til kosninga í dag. Fengi hann 92,4 prósent atkvæða en Guðmundur Franklín 7,6 prósent. Guðmundur Franklín Jónsson sækir fylgi sitt helst til eldra fólks, kjósenda Miðflokksins og karla fremur en kvenna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir muninn svo mikinn að niðurstaða kosninga liggi nokkuð ljós fyrir. Fylgið gæti breyst að einhverju leyti. „Kjósendur Guðna gætu vegna þessa gríðarlega munar og yfirburðarstöðu í könnunum reynst værukærari og talið sig eiga síður erindi á kjörstað en staðfastir kjósendur Guðmundar, þrátt fyrir að þeir séu miklu færri. Niðurstaðan gæti því á endanum verið sú að munurinn verði eitthvað minni," segir Eiríkur. Guðmundur nefndi þriðja orkupakkann þegar hann talaði um beitingu synjunarvalds forseta.Vísir/Sigurjón Kosningaþátttaka gæti þannig orðið dræmari en í síðustu kosningum. „Hins vegar eru íslenskir kjósendur þannig að þeir taka hlutverk sitt alvarlega og kjörsókn er töluvert há í samanburði við nágrannalöndin. Maður sér kjörsóknina því ekki hríðfalla þó hún gæti orðið eitthvað dræmari en til að mynda síðast þegar spenna var í kjörinu," segir Eiríkur. Kosningarnar nú séu hefðbundnar miðað við aðrar sambærilegar; þar sem nokkuð óumdeildur sitjandi forseti tekur þátt og virðist eiga sigurinn vísan. „Það sem er kannski sérstakt núna er að þessi áskorun sem kemur fram tengist þessari tegund stjórnmála sem við höfum verið að sjá rísa upp í löndunum í kringum okkur og er stundum kölluð þjóðernispopúlismi," segir Eiríkur. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Tengdar fréttir „Þetta var í senn skemmtilegt og sorglegt” Grétar Þór Eyþórsson, professor við Háskólann á Akureyri, segir forsetaframbjóðandann Guðmundur Franklín Jónsson ekki hafa komið málefnanlega frá sjónvarpskappræðunum á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 22:15 „Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ „Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 21:58 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Sökum yfirburðarstöðu sitjandi forseta í könnunum gætu stuðningsmenn hans reynst værukærari og síður mætt á kjörstað, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Það sé eitt það helsta sem gæti hnikað til stöðunni á kjördag. Hann segir mótframboðið tengjast þjóðernispopúlisma sem njóti vaxandi fylgis víða um heim. Sjónvarpskappræður Guðna Th. Jóhannessonar forseta og frambjóðandans Guðmundar Franklíns Jónssonar fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi. Gafst þeim meðal annars kostur á að spyrja hvorn annan tveggja spurninga og kom til nokkuð harðra orðaskipta. Samkvæmt nýrri könnun sem kynnt var í þættinum ynni Guðni öruggan sigur ef gengið yrði til kosninga í dag. Fengi hann 92,4 prósent atkvæða en Guðmundur Franklín 7,6 prósent. Guðmundur Franklín Jónsson sækir fylgi sitt helst til eldra fólks, kjósenda Miðflokksins og karla fremur en kvenna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir muninn svo mikinn að niðurstaða kosninga liggi nokkuð ljós fyrir. Fylgið gæti breyst að einhverju leyti. „Kjósendur Guðna gætu vegna þessa gríðarlega munar og yfirburðarstöðu í könnunum reynst værukærari og talið sig eiga síður erindi á kjörstað en staðfastir kjósendur Guðmundar, þrátt fyrir að þeir séu miklu færri. Niðurstaðan gæti því á endanum verið sú að munurinn verði eitthvað minni," segir Eiríkur. Guðmundur nefndi þriðja orkupakkann þegar hann talaði um beitingu synjunarvalds forseta.Vísir/Sigurjón Kosningaþátttaka gæti þannig orðið dræmari en í síðustu kosningum. „Hins vegar eru íslenskir kjósendur þannig að þeir taka hlutverk sitt alvarlega og kjörsókn er töluvert há í samanburði við nágrannalöndin. Maður sér kjörsóknina því ekki hríðfalla þó hún gæti orðið eitthvað dræmari en til að mynda síðast þegar spenna var í kjörinu," segir Eiríkur. Kosningarnar nú séu hefðbundnar miðað við aðrar sambærilegar; þar sem nokkuð óumdeildur sitjandi forseti tekur þátt og virðist eiga sigurinn vísan. „Það sem er kannski sérstakt núna er að þessi áskorun sem kemur fram tengist þessari tegund stjórnmála sem við höfum verið að sjá rísa upp í löndunum í kringum okkur og er stundum kölluð þjóðernispopúlismi," segir Eiríkur.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Tengdar fréttir „Þetta var í senn skemmtilegt og sorglegt” Grétar Þór Eyþórsson, professor við Háskólann á Akureyri, segir forsetaframbjóðandann Guðmundur Franklín Jónsson ekki hafa komið málefnanlega frá sjónvarpskappræðunum á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 22:15 „Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ „Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 21:58 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
„Þetta var í senn skemmtilegt og sorglegt” Grétar Þór Eyþórsson, professor við Háskólann á Akureyri, segir forsetaframbjóðandann Guðmundur Franklín Jónsson ekki hafa komið málefnanlega frá sjónvarpskappræðunum á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 22:15
„Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ „Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 21:58