Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júní 2020 19:31 Horft úr brú Dettifoss á Súesskurðinn á siglingunni í gær. Sextán Íslendingar eru í áhöfn skipsins. Mynd/Eimskip. Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. Klukka, sem sjá má neðst vinstramegin á myndbandinu, sýnir að það var um klukkan 5.30 um morguninn sem Dettifoss sigldi inn í suðurmynni skurðsins við borgina Súes við Rauðahafið. Síðdegis sama dag, um klukkan 15.30, sigldi hann svo út úr norðurmynni skurðsins við borgina Port Said og út á Miðjarðarhaf. Dettifoss er stærsta skip í eigu Íslendinga, 180 metra langt og 31 metra breitt.Mynd/TLS SHIPPING & TRADING. Skipið var nú síðdegis á siglingu á milli Grikklands og Líbíu, sunnan við eyjuna Krít og var hraðinn um sextán hnútar, að því er sjá mátti á siglingasíðunni marinetraffic.com. Áætlað er að Dettifoss komi til Íslands þann 13. júlí, samkvæmt upplýsingum frá Eddu Rut Björnsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs- og samskiptasviðs Eimskips. Dettifoss er eitt af þremur skipum sem tekur þátt í samsiglingum Eimskips og grænlenska skipafélagsins Royal Arctic Line sem hefjast á morgun, 12. júní. Dettifoss nálgast Suez Canal-brúna í borginni Port Said. Brúin hefur raunar mörg nöfn, þar á meðal Mubarak-friðarbrúin, Egypsk-japanska friðarbrúin, Al Salam-friðarbrúin og einfaldlega Friðarbrúin. Afríka telst vera vestan megin en Asía austan megin.Mynd/Eimskip. Súesskurðurinn er ein mikilvægasta skipaleið heims. Opnun hans árið 1869 hafði gríðarleg áhrif á heimsviðskipti enda stytti skurðurinn siglingaleiðina milli Evrópu og Asíu um yfir 8.200 kílómetra. Áður þurfti að sigla fyrir syðsta odda Afríku. Tíu ár tók að grafa skurðinn undir forystu Frakkans Ferdinands de Lesseps. Frakkar og Bretar fóru lengst af með yfirráðin í gegnum félagið Suez Canal Company, allt þar til Nasser Egyptalandsforseti þjóðnýtti skurðinn árið 1956. Súesskurðurinn hefur í gegnum 150 ára sögu sína ítrekað orðið tilefni átaka og styrjalda. Það lýsir vel þýðingu hans fyrir jarðarbúa að almennt er orðið viðurkennt að skurðurinn marki skilin milli Afríku og Asíu. Sérstakur alþjóðasáttmáli gildir um skurðinn sem heimilar skipum allra þjóða að nota hann, jafnt á friðar- sem stríðstímum, og má engan greinarmun gera á þjóðerni þeirra sem mega fara um hann. Í þessu myndbandi frá Eimskip má upplifa hvernig er að sigla í gegnum þetta heimssögulega mannvirki á 4 mínútum og 29 sekúndum: Skipaflutningar Egyptaland Súesskurðurinn Tengdar fréttir Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kín Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. Klukka, sem sjá má neðst vinstramegin á myndbandinu, sýnir að það var um klukkan 5.30 um morguninn sem Dettifoss sigldi inn í suðurmynni skurðsins við borgina Súes við Rauðahafið. Síðdegis sama dag, um klukkan 15.30, sigldi hann svo út úr norðurmynni skurðsins við borgina Port Said og út á Miðjarðarhaf. Dettifoss er stærsta skip í eigu Íslendinga, 180 metra langt og 31 metra breitt.Mynd/TLS SHIPPING & TRADING. Skipið var nú síðdegis á siglingu á milli Grikklands og Líbíu, sunnan við eyjuna Krít og var hraðinn um sextán hnútar, að því er sjá mátti á siglingasíðunni marinetraffic.com. Áætlað er að Dettifoss komi til Íslands þann 13. júlí, samkvæmt upplýsingum frá Eddu Rut Björnsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs- og samskiptasviðs Eimskips. Dettifoss er eitt af þremur skipum sem tekur þátt í samsiglingum Eimskips og grænlenska skipafélagsins Royal Arctic Line sem hefjast á morgun, 12. júní. Dettifoss nálgast Suez Canal-brúna í borginni Port Said. Brúin hefur raunar mörg nöfn, þar á meðal Mubarak-friðarbrúin, Egypsk-japanska friðarbrúin, Al Salam-friðarbrúin og einfaldlega Friðarbrúin. Afríka telst vera vestan megin en Asía austan megin.Mynd/Eimskip. Súesskurðurinn er ein mikilvægasta skipaleið heims. Opnun hans árið 1869 hafði gríðarleg áhrif á heimsviðskipti enda stytti skurðurinn siglingaleiðina milli Evrópu og Asíu um yfir 8.200 kílómetra. Áður þurfti að sigla fyrir syðsta odda Afríku. Tíu ár tók að grafa skurðinn undir forystu Frakkans Ferdinands de Lesseps. Frakkar og Bretar fóru lengst af með yfirráðin í gegnum félagið Suez Canal Company, allt þar til Nasser Egyptalandsforseti þjóðnýtti skurðinn árið 1956. Súesskurðurinn hefur í gegnum 150 ára sögu sína ítrekað orðið tilefni átaka og styrjalda. Það lýsir vel þýðingu hans fyrir jarðarbúa að almennt er orðið viðurkennt að skurðurinn marki skilin milli Afríku og Asíu. Sérstakur alþjóðasáttmáli gildir um skurðinn sem heimilar skipum allra þjóða að nota hann, jafnt á friðar- sem stríðstímum, og má engan greinarmun gera á þjóðerni þeirra sem mega fara um hann. Í þessu myndbandi frá Eimskip má upplifa hvernig er að sigla í gegnum þetta heimssögulega mannvirki á 4 mínútum og 29 sekúndum:
Skipaflutningar Egyptaland Súesskurðurinn Tengdar fréttir Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kín Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kín Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28