Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júní 2020 19:31 Horft úr brú Dettifoss á Súesskurðinn á siglingunni í gær. Sextán Íslendingar eru í áhöfn skipsins. Mynd/Eimskip. Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. Klukka, sem sjá má neðst vinstramegin á myndbandinu, sýnir að það var um klukkan 5.30 um morguninn sem Dettifoss sigldi inn í suðurmynni skurðsins við borgina Súes við Rauðahafið. Síðdegis sama dag, um klukkan 15.30, sigldi hann svo út úr norðurmynni skurðsins við borgina Port Said og út á Miðjarðarhaf. Dettifoss er stærsta skip í eigu Íslendinga, 180 metra langt og 31 metra breitt.Mynd/TLS SHIPPING & TRADING. Skipið var nú síðdegis á siglingu á milli Grikklands og Líbíu, sunnan við eyjuna Krít og var hraðinn um sextán hnútar, að því er sjá mátti á siglingasíðunni marinetraffic.com. Áætlað er að Dettifoss komi til Íslands þann 13. júlí, samkvæmt upplýsingum frá Eddu Rut Björnsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs- og samskiptasviðs Eimskips. Dettifoss er eitt af þremur skipum sem tekur þátt í samsiglingum Eimskips og grænlenska skipafélagsins Royal Arctic Line sem hefjast á morgun, 12. júní. Dettifoss nálgast Suez Canal-brúna í borginni Port Said. Brúin hefur raunar mörg nöfn, þar á meðal Mubarak-friðarbrúin, Egypsk-japanska friðarbrúin, Al Salam-friðarbrúin og einfaldlega Friðarbrúin. Afríka telst vera vestan megin en Asía austan megin.Mynd/Eimskip. Súesskurðurinn er ein mikilvægasta skipaleið heims. Opnun hans árið 1869 hafði gríðarleg áhrif á heimsviðskipti enda stytti skurðurinn siglingaleiðina milli Evrópu og Asíu um yfir 8.200 kílómetra. Áður þurfti að sigla fyrir syðsta odda Afríku. Tíu ár tók að grafa skurðinn undir forystu Frakkans Ferdinands de Lesseps. Frakkar og Bretar fóru lengst af með yfirráðin í gegnum félagið Suez Canal Company, allt þar til Nasser Egyptalandsforseti þjóðnýtti skurðinn árið 1956. Súesskurðurinn hefur í gegnum 150 ára sögu sína ítrekað orðið tilefni átaka og styrjalda. Það lýsir vel þýðingu hans fyrir jarðarbúa að almennt er orðið viðurkennt að skurðurinn marki skilin milli Afríku og Asíu. Sérstakur alþjóðasáttmáli gildir um skurðinn sem heimilar skipum allra þjóða að nota hann, jafnt á friðar- sem stríðstímum, og má engan greinarmun gera á þjóðerni þeirra sem mega fara um hann. Í þessu myndbandi frá Eimskip má upplifa hvernig er að sigla í gegnum þetta heimssögulega mannvirki á 4 mínútum og 29 sekúndum: Skipaflutningar Egyptaland Súesskurðurinn Tengdar fréttir Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kín Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. Klukka, sem sjá má neðst vinstramegin á myndbandinu, sýnir að það var um klukkan 5.30 um morguninn sem Dettifoss sigldi inn í suðurmynni skurðsins við borgina Súes við Rauðahafið. Síðdegis sama dag, um klukkan 15.30, sigldi hann svo út úr norðurmynni skurðsins við borgina Port Said og út á Miðjarðarhaf. Dettifoss er stærsta skip í eigu Íslendinga, 180 metra langt og 31 metra breitt.Mynd/TLS SHIPPING & TRADING. Skipið var nú síðdegis á siglingu á milli Grikklands og Líbíu, sunnan við eyjuna Krít og var hraðinn um sextán hnútar, að því er sjá mátti á siglingasíðunni marinetraffic.com. Áætlað er að Dettifoss komi til Íslands þann 13. júlí, samkvæmt upplýsingum frá Eddu Rut Björnsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs- og samskiptasviðs Eimskips. Dettifoss er eitt af þremur skipum sem tekur þátt í samsiglingum Eimskips og grænlenska skipafélagsins Royal Arctic Line sem hefjast á morgun, 12. júní. Dettifoss nálgast Suez Canal-brúna í borginni Port Said. Brúin hefur raunar mörg nöfn, þar á meðal Mubarak-friðarbrúin, Egypsk-japanska friðarbrúin, Al Salam-friðarbrúin og einfaldlega Friðarbrúin. Afríka telst vera vestan megin en Asía austan megin.Mynd/Eimskip. Súesskurðurinn er ein mikilvægasta skipaleið heims. Opnun hans árið 1869 hafði gríðarleg áhrif á heimsviðskipti enda stytti skurðurinn siglingaleiðina milli Evrópu og Asíu um yfir 8.200 kílómetra. Áður þurfti að sigla fyrir syðsta odda Afríku. Tíu ár tók að grafa skurðinn undir forystu Frakkans Ferdinands de Lesseps. Frakkar og Bretar fóru lengst af með yfirráðin í gegnum félagið Suez Canal Company, allt þar til Nasser Egyptalandsforseti þjóðnýtti skurðinn árið 1956. Súesskurðurinn hefur í gegnum 150 ára sögu sína ítrekað orðið tilefni átaka og styrjalda. Það lýsir vel þýðingu hans fyrir jarðarbúa að almennt er orðið viðurkennt að skurðurinn marki skilin milli Afríku og Asíu. Sérstakur alþjóðasáttmáli gildir um skurðinn sem heimilar skipum allra þjóða að nota hann, jafnt á friðar- sem stríðstímum, og má engan greinarmun gera á þjóðerni þeirra sem mega fara um hann. Í þessu myndbandi frá Eimskip má upplifa hvernig er að sigla í gegnum þetta heimssögulega mannvirki á 4 mínútum og 29 sekúndum:
Skipaflutningar Egyptaland Súesskurðurinn Tengdar fréttir Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kín Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kín Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28