Segir framgöngu lögreglunnar í Bandaríkjunum hræðilegt mál Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júní 2020 17:58 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/EPA „Þetta er auðvitað hræðilegt mál. Að ganga þannig fram gagnvart þessum manni á sér engar eðlilegar skýringar enda er niðurstaðan sú að þeir drepa hann þarna og hann deyr við þessar aðstæður,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um dauða George Floyd í fimmtánda þætti Pólitíkurinnar, hlaðvarps Sjálfstæðisflokksins, sem birtur var í dag. „Hins vegar liggur alveg fyrir að þetta er ekki bara þetta. Það er eitthvað undirliggjandi og fólk hefur upplifað misrétti,“ sagði Guðlaugur. Hann sagði mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að nýta rödd okkar, tala gegn misrétti og mannréttindabrotum og nýta okkur okkar stöðu. „Það er okkar skylda, sem erum svo lánsöm að búa við þessi sjálfsögðu gildi, að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til þess að aðrir jarðarbúar geti fengið að njóta þess.“ „Við Íslendingar erum ekkert að fara að breyta hlutunum í grundvallaratriðum. Við getum ekki beitt neina þvingunum eða neitt slík en við getum hins vegar látið rödd okkar heyrast. Gengið á undan með góðu fordæmi og þetta er eitthvað sem okkur finnst sjálfsagt en er ekkert svo sjálfsagt.“ Hann sagði ljóst að hlutirnir hafi miðast í rétta átt en eitthvað í Bandarísku þjóðfélagi sé til staðar undir niðri sem þurfi að taka á. „Við skulum ekki halda það að fólk sé ekki að láta lífið út af atgöngu lögreglumanna eða yfirvalda út um allan heim. Og reyndar er það þannig að við Íslendingar ásamt þeim löndum sem við berum okkur helst saman við, við erum í minnihluta jarðarbúa sem búum við réttindin sem okkur finnst vera alveg sjálfsögð.“ „Það sem verst er er að hlutirnir að mörgu leyti eru að fara í ranga átt.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Dauði George Floyd Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Lögreglustjórar landsins fá fræðslu um fordóma í lögreglustarfinu Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. 11. júní 2020 12:36 Íslenskum lögreglumönnum kennt að setja aldrei þrýsting á háls við handtöku Íslenskir lögreglumenn hvorki beita þeim aðferðum við handtöku sem beitt var gegn George Floyd, né eru þeim kenndar slíkar aðferðir í þjálfun eða námi hér á landi. Þetta kemur fram í svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. 11. júní 2020 07:39 Mæta Bæjurum í „Black Lives Matter“ treyjum Leikmenn Eintracht Frankfurt spila í sérstökum keppnistreyjum í kvöld þegar liðið sækir Bayern München heims í undanúrslitum þýska bikarsins. 10. júní 2020 17:00 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira
„Þetta er auðvitað hræðilegt mál. Að ganga þannig fram gagnvart þessum manni á sér engar eðlilegar skýringar enda er niðurstaðan sú að þeir drepa hann þarna og hann deyr við þessar aðstæður,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um dauða George Floyd í fimmtánda þætti Pólitíkurinnar, hlaðvarps Sjálfstæðisflokksins, sem birtur var í dag. „Hins vegar liggur alveg fyrir að þetta er ekki bara þetta. Það er eitthvað undirliggjandi og fólk hefur upplifað misrétti,“ sagði Guðlaugur. Hann sagði mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að nýta rödd okkar, tala gegn misrétti og mannréttindabrotum og nýta okkur okkar stöðu. „Það er okkar skylda, sem erum svo lánsöm að búa við þessi sjálfsögðu gildi, að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til þess að aðrir jarðarbúar geti fengið að njóta þess.“ „Við Íslendingar erum ekkert að fara að breyta hlutunum í grundvallaratriðum. Við getum ekki beitt neina þvingunum eða neitt slík en við getum hins vegar látið rödd okkar heyrast. Gengið á undan með góðu fordæmi og þetta er eitthvað sem okkur finnst sjálfsagt en er ekkert svo sjálfsagt.“ Hann sagði ljóst að hlutirnir hafi miðast í rétta átt en eitthvað í Bandarísku þjóðfélagi sé til staðar undir niðri sem þurfi að taka á. „Við skulum ekki halda það að fólk sé ekki að láta lífið út af atgöngu lögreglumanna eða yfirvalda út um allan heim. Og reyndar er það þannig að við Íslendingar ásamt þeim löndum sem við berum okkur helst saman við, við erum í minnihluta jarðarbúa sem búum við réttindin sem okkur finnst vera alveg sjálfsögð.“ „Það sem verst er er að hlutirnir að mörgu leyti eru að fara í ranga átt.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Dauði George Floyd Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Lögreglustjórar landsins fá fræðslu um fordóma í lögreglustarfinu Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. 11. júní 2020 12:36 Íslenskum lögreglumönnum kennt að setja aldrei þrýsting á háls við handtöku Íslenskir lögreglumenn hvorki beita þeim aðferðum við handtöku sem beitt var gegn George Floyd, né eru þeim kenndar slíkar aðferðir í þjálfun eða námi hér á landi. Þetta kemur fram í svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. 11. júní 2020 07:39 Mæta Bæjurum í „Black Lives Matter“ treyjum Leikmenn Eintracht Frankfurt spila í sérstökum keppnistreyjum í kvöld þegar liðið sækir Bayern München heims í undanúrslitum þýska bikarsins. 10. júní 2020 17:00 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira
Lögreglustjórar landsins fá fræðslu um fordóma í lögreglustarfinu Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. 11. júní 2020 12:36
Íslenskum lögreglumönnum kennt að setja aldrei þrýsting á háls við handtöku Íslenskir lögreglumenn hvorki beita þeim aðferðum við handtöku sem beitt var gegn George Floyd, né eru þeim kenndar slíkar aðferðir í þjálfun eða námi hér á landi. Þetta kemur fram í svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. 11. júní 2020 07:39
Mæta Bæjurum í „Black Lives Matter“ treyjum Leikmenn Eintracht Frankfurt spila í sérstökum keppnistreyjum í kvöld þegar liðið sækir Bayern München heims í undanúrslitum þýska bikarsins. 10. júní 2020 17:00