Guðmundur Franklín sækir fylgi til Miðflokksins, eldra fólks og karla Heimir Már Pétursson skrifar 11. júní 2020 18:37 Guðni Th. Jóhannesson ynni öruggan sigur ef kosið yrði um forseta Íslands í dag samkvæmt könnun Maskínu fyrir Stöð 2. Guðmundur Franklín Jónsson sækir fylgi sitt helst til eldra fólks og kjósenda flokka til hægri. Guðmundur Franklín Jónsson fengi 7,6 prósent atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Maskínu fyrir Stöð 2.Stöð 2/Arnar Hall Könnunin var gerð dagana 3. til 10. júní með slembiúrtaki fólks af öllu landinu sem náð hefur átján ára aldri. Guðni Th. Jóhannesson nýtur mesta fylgis á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem rétt tæplega 99 prósent kjósenda ætla að veita honum atkvæði sitt.Vísir/Vilhelm Vísir/Grafík Guðni fengi 92,4 prósent atkvæða samkvæmt könnun Maskínu og Stöðvar tvö og Guðmundur Franklín 7,6 prósent. Karlar eru mun líklegri til að kjósa hann en konur eða 12,5 prósent karla en einungis 2,6 prósent kvenna myndu kjósa Guðmund Franklín. Vísir/Grafík Guðni nýtur mesta fylgis yngstu kjósendanna eða 98,4 prósenta í þeirra hópi. Forsetinn er með yfir nítíu prósenta fylgi í öllum aldurshópum nema hjá sextíu ára og eldri þar sem 16,1 prósent segjast ætla að kjósa Guðmund Franklín en 83,9 prósent Guðna. Vísir/Grafík Forsetinn nýtur mesta fylgis á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem nærri 99 prósent hyggjast kjósa Guðna. Sterkasti landsfjórðungur Guðmundar Franklín er Norðurland þar sem 13,3 prósent segjast styðja hann. Eins og í nýlegri könnun Gallup sækir Guðmundur Franklín fylgi sitt helst til þeirra sem myndu kjósa Miðflokkinn í alþingsikosningum. Þar hefur fylgi hans þó dalað töluvert frá könnun Gallup og mælist nú 39,6 prósent en 60,4 prósent Miðflokkskjósenda myndu kjósa Guðna. Þá nýtur Guðmundur Franklín einnig tveggja stafa stuðnings frá kjósendum Flokks fólksins, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Fylgið er aftur á móti í eins stafs tölum meðal kjósenda annarra flokka. Vísir/Grafík Samkvæmt þessu er Guðni nú að mælast með svipað fylgi og þegar boðið var fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur eftir að hún hafði setið í tvö kjörtímabil árið 1988. Fylgið er öllu meira en Ólafur Ragnar Grímsson fékk þegar fyrst var skorað á hann í forsetastóli árið 2004 en þá fékk hann 85,6 prósent atkvæða. Úrslit allra forsetakosninga á Íslandi frá 1952 til 2016.Vísir/Grafík Aldrei áður hefur verið skorað á forseta í kosningum eftir aðeins eitt kjörtímabil. Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson mætast í fyrsta sinn í sjónvarpi í þættinum Baráttan um Bessastaði sem hefst á Stöð 2 klukkan 18:55. Þátturinn er í beinni útsendingu og opinni dagskrá. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Baráttan um Bessastaði: Guðni Th. og Guðmundur Franklín mætast í beinni útsendingu í kvöld Þetta verða fyrstu sjónvarpskappræður frambjóðendanna tveggja fyrir forsetakosningarnar sem fram fara laugardaginn 27. júní. 11. júní 2020 15:00 Guðni með yfirburðarfylgi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands nýtur 90,4 prósenta fylgis ef marka má nýjasta þjóðarpúls Gallup. Mótframbjóðandi hans, Guðmundur Franklin Jónsson er með öllu minna fylgi eða 9,6 prósent. 3. júní 2020 18:17 Guðmundur Franklín skilar inn framboði sínu til forseta Framboðsfrestur rennur út á miðnætti en fyrr í dag skilaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, framboði sínu til ráðuneytisins. 22. maí 2020 15:23 Forsetinn skilar inn framboði sínu til forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti í dómsmálaráðuneytið klukkan 13:30 í dag til þess að skila inn framboði sínu til forseta. 22. maí 2020 13:36 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson ynni öruggan sigur ef kosið yrði um forseta Íslands í dag samkvæmt könnun Maskínu fyrir Stöð 2. Guðmundur Franklín Jónsson sækir fylgi sitt helst til eldra fólks og kjósenda flokka til hægri. Guðmundur Franklín Jónsson fengi 7,6 prósent atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Maskínu fyrir Stöð 2.Stöð 2/Arnar Hall Könnunin var gerð dagana 3. til 10. júní með slembiúrtaki fólks af öllu landinu sem náð hefur átján ára aldri. Guðni Th. Jóhannesson nýtur mesta fylgis á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem rétt tæplega 99 prósent kjósenda ætla að veita honum atkvæði sitt.Vísir/Vilhelm Vísir/Grafík Guðni fengi 92,4 prósent atkvæða samkvæmt könnun Maskínu og Stöðvar tvö og Guðmundur Franklín 7,6 prósent. Karlar eru mun líklegri til að kjósa hann en konur eða 12,5 prósent karla en einungis 2,6 prósent kvenna myndu kjósa Guðmund Franklín. Vísir/Grafík Guðni nýtur mesta fylgis yngstu kjósendanna eða 98,4 prósenta í þeirra hópi. Forsetinn er með yfir nítíu prósenta fylgi í öllum aldurshópum nema hjá sextíu ára og eldri þar sem 16,1 prósent segjast ætla að kjósa Guðmund Franklín en 83,9 prósent Guðna. Vísir/Grafík Forsetinn nýtur mesta fylgis á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem nærri 99 prósent hyggjast kjósa Guðna. Sterkasti landsfjórðungur Guðmundar Franklín er Norðurland þar sem 13,3 prósent segjast styðja hann. Eins og í nýlegri könnun Gallup sækir Guðmundur Franklín fylgi sitt helst til þeirra sem myndu kjósa Miðflokkinn í alþingsikosningum. Þar hefur fylgi hans þó dalað töluvert frá könnun Gallup og mælist nú 39,6 prósent en 60,4 prósent Miðflokkskjósenda myndu kjósa Guðna. Þá nýtur Guðmundur Franklín einnig tveggja stafa stuðnings frá kjósendum Flokks fólksins, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Fylgið er aftur á móti í eins stafs tölum meðal kjósenda annarra flokka. Vísir/Grafík Samkvæmt þessu er Guðni nú að mælast með svipað fylgi og þegar boðið var fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur eftir að hún hafði setið í tvö kjörtímabil árið 1988. Fylgið er öllu meira en Ólafur Ragnar Grímsson fékk þegar fyrst var skorað á hann í forsetastóli árið 2004 en þá fékk hann 85,6 prósent atkvæða. Úrslit allra forsetakosninga á Íslandi frá 1952 til 2016.Vísir/Grafík Aldrei áður hefur verið skorað á forseta í kosningum eftir aðeins eitt kjörtímabil. Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson mætast í fyrsta sinn í sjónvarpi í þættinum Baráttan um Bessastaði sem hefst á Stöð 2 klukkan 18:55. Þátturinn er í beinni útsendingu og opinni dagskrá.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Baráttan um Bessastaði: Guðni Th. og Guðmundur Franklín mætast í beinni útsendingu í kvöld Þetta verða fyrstu sjónvarpskappræður frambjóðendanna tveggja fyrir forsetakosningarnar sem fram fara laugardaginn 27. júní. 11. júní 2020 15:00 Guðni með yfirburðarfylgi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands nýtur 90,4 prósenta fylgis ef marka má nýjasta þjóðarpúls Gallup. Mótframbjóðandi hans, Guðmundur Franklin Jónsson er með öllu minna fylgi eða 9,6 prósent. 3. júní 2020 18:17 Guðmundur Franklín skilar inn framboði sínu til forseta Framboðsfrestur rennur út á miðnætti en fyrr í dag skilaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, framboði sínu til ráðuneytisins. 22. maí 2020 15:23 Forsetinn skilar inn framboði sínu til forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti í dómsmálaráðuneytið klukkan 13:30 í dag til þess að skila inn framboði sínu til forseta. 22. maí 2020 13:36 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Baráttan um Bessastaði: Guðni Th. og Guðmundur Franklín mætast í beinni útsendingu í kvöld Þetta verða fyrstu sjónvarpskappræður frambjóðendanna tveggja fyrir forsetakosningarnar sem fram fara laugardaginn 27. júní. 11. júní 2020 15:00
Guðni með yfirburðarfylgi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands nýtur 90,4 prósenta fylgis ef marka má nýjasta þjóðarpúls Gallup. Mótframbjóðandi hans, Guðmundur Franklin Jónsson er með öllu minna fylgi eða 9,6 prósent. 3. júní 2020 18:17
Guðmundur Franklín skilar inn framboði sínu til forseta Framboðsfrestur rennur út á miðnætti en fyrr í dag skilaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, framboði sínu til ráðuneytisins. 22. maí 2020 15:23
Forsetinn skilar inn framboði sínu til forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti í dómsmálaráðuneytið klukkan 13:30 í dag til þess að skila inn framboði sínu til forseta. 22. maí 2020 13:36