Bjarni segir það í samræmi við sinn vilja að varað var við Þorvaldi Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2020 10:36 Bjarni segist bera á því fulla ábyrgð að varað var við Þorvaldi af hálfu fjármálaráðuneytisins. Hann segir að Þorvaldur hefði verið afar óheppilegur ritstjóri Nordic Economic Policy Review. Bjarni Benediktsson segist bera fulla ábyrgð á bréfaskrifum starfsmanns ráðuneytisins í Þorvaldarmáli. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra birti nú rétt í þessu pistil þar sem hann fer yfir mál Þorvaldar Gylfasonar prófessors og það að ráðuneytið hafi ekki viljað mæla með honum í stöðu ritstjóra norræns fræðirits - Nordic Economic Policy Review. Hann segist bera fulla ábyrgð á málinu þó ekki séu öll samskipti ráðuneytisins við utanaðkomandi aðila borin undir sig. En Vísir greindi frá því í gær að afstaða ráðuneytisins, þar sem lagst er gegn því að Þorvaldur fái starfið, hafi birst í bréfaskrifum Ólafs Heiðars Helgasonar sérfræðings á skrifstofu efnahagsmála. „Af þessu tilefni minni ég á að starfsmenn ráðuneyta starfa í umboði og á ábyrgð ráðherra. Þótt ekki séu öll samskipti borin undir mig ber ég á þeim ábyrgð og í þessu tilviki endurspeglast vilji minn um að tilnefna hvorki né samþykkja Þorvald Gylfason til þessara starfa. Reyndar hafði mér aldrei dottið í hug sá möguleiki og enginn nefnt hann við mig.“ Bjarni fer reyndar fremur háðuglegum orðum um málatilbúnaðinn allan. „Það er sennilega til vitnis um það að allt er að komast í sitt fyrra horf, þegar atvinnumál hagfræðings og fyrrverandi stjórnmálaforingja verða að stórfrétt. Ætli maður eigi ekki bara að vera þakklátur fyrir það.“ Bjarni telur Þorvald slæman kost sem ritstjóri Bjarni bendir á að Nordic Economic Policy Review sér rit um efnahagsmál, ekki óháð fræðirit heldur sé því ætlað að styðja við stefnumótun norrænu ríkjanna í efnahagsmálum. Hann segir umfjöllunina og fréttaflutning af málinu hlaðinn rangfærslum: „Nú eru sagðar fréttir af því að Þorvaldur Gylfason hafi ekki fengið að vera ritstjóri þessa blaðs. Ástæðan sé sú að starfsmaður íslenska fjármálaráðuneytisins hafi vakið athygli á þátttöku hans í pólitísku starfi og ráðuneytið hafi komið í veg fyrir að hann fengi vinnuna. Þetta eru megindrættirnir í fréttaflutningnum, sem hefur verið hlaðinn rangfærslum og starfsmaðurinn nafngreindur og settur í forgrunn á mjög ósmekklegan hátt vegna ákvörðunar sem var ekki á nokkurn hátt hans. Af þessu tilefni minni ég á að starfsmenn ráðuneyta starfa í umboði og á ábyrgð ráðherra. Þótt ekki séu öll samskipti borin undir mig ber ég á þeim ábyrgð og í þessu tilviki endurspeglast vilji minn um að tilnefna hvorki né samþykkja Þorvald Gylfason til þessara starfa. Reyndar hafði mér aldrei dottið í hug sá möguleiki og enginn nefnt hann við mig.“ Segir að ráðning Þorvaldar hafi ekki verið frágengin Bjarni leggur á það áherslu að ákvörðun um ráðningu er tekin samhljóða, krafist er samsinnis allra fyrir ráðningu. Ekkert slíkt samþykki lá fyrir þann 1. nóvember síðastliðinn þegar Þorvaldi á að hafa verið boðin vinnan, sem var áður en nafn hans hafði nokkurn tímann verið nefnt við fulltrúa fjármálaráðuneytisins. „Reyndar er það svo að þegar ég heyrði af þeirri uppástungu var ég afar skýr um að hann kæmi ekki til greina, enda tel ég að sýn og áherslur Þorvaldar Gylfasonar í efnahagsmálum geti engan veginn stutt við stefnumótun ráðuneytis sem ég stýri.“ Pistil Bjarna má finna hér neðar. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Hannes Hólmsteinn segir Þorvald bitran andstæðing Sjálfstæðisflokksins Hannes Hólmsteinn gefur lítið fyrir baráttu Þorvaldar. 11. júní 2020 10:00 Tjáir sig ekki um bréfin þar sem goldinn er varhugur við Þorvaldi Ólafur Heiðar Helgason sérfræðingur er sá sem stóð í umdeildum bréfaskriftum við norrænu ráðherranefndina. 10. júní 2020 14:42 Fer fram á að Bjarni mæti fyrir nefnd vegna afskipta ráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur farið fram á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra komi fyrir nefndina vegna afskipta fjármálaráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar. 9. júní 2020 23:47 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
Bjarni Benediktsson segist bera fulla ábyrgð á bréfaskrifum starfsmanns ráðuneytisins í Þorvaldarmáli. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra birti nú rétt í þessu pistil þar sem hann fer yfir mál Þorvaldar Gylfasonar prófessors og það að ráðuneytið hafi ekki viljað mæla með honum í stöðu ritstjóra norræns fræðirits - Nordic Economic Policy Review. Hann segist bera fulla ábyrgð á málinu þó ekki séu öll samskipti ráðuneytisins við utanaðkomandi aðila borin undir sig. En Vísir greindi frá því í gær að afstaða ráðuneytisins, þar sem lagst er gegn því að Þorvaldur fái starfið, hafi birst í bréfaskrifum Ólafs Heiðars Helgasonar sérfræðings á skrifstofu efnahagsmála. „Af þessu tilefni minni ég á að starfsmenn ráðuneyta starfa í umboði og á ábyrgð ráðherra. Þótt ekki séu öll samskipti borin undir mig ber ég á þeim ábyrgð og í þessu tilviki endurspeglast vilji minn um að tilnefna hvorki né samþykkja Þorvald Gylfason til þessara starfa. Reyndar hafði mér aldrei dottið í hug sá möguleiki og enginn nefnt hann við mig.“ Bjarni fer reyndar fremur háðuglegum orðum um málatilbúnaðinn allan. „Það er sennilega til vitnis um það að allt er að komast í sitt fyrra horf, þegar atvinnumál hagfræðings og fyrrverandi stjórnmálaforingja verða að stórfrétt. Ætli maður eigi ekki bara að vera þakklátur fyrir það.“ Bjarni telur Þorvald slæman kost sem ritstjóri Bjarni bendir á að Nordic Economic Policy Review sér rit um efnahagsmál, ekki óháð fræðirit heldur sé því ætlað að styðja við stefnumótun norrænu ríkjanna í efnahagsmálum. Hann segir umfjöllunina og fréttaflutning af málinu hlaðinn rangfærslum: „Nú eru sagðar fréttir af því að Þorvaldur Gylfason hafi ekki fengið að vera ritstjóri þessa blaðs. Ástæðan sé sú að starfsmaður íslenska fjármálaráðuneytisins hafi vakið athygli á þátttöku hans í pólitísku starfi og ráðuneytið hafi komið í veg fyrir að hann fengi vinnuna. Þetta eru megindrættirnir í fréttaflutningnum, sem hefur verið hlaðinn rangfærslum og starfsmaðurinn nafngreindur og settur í forgrunn á mjög ósmekklegan hátt vegna ákvörðunar sem var ekki á nokkurn hátt hans. Af þessu tilefni minni ég á að starfsmenn ráðuneyta starfa í umboði og á ábyrgð ráðherra. Þótt ekki séu öll samskipti borin undir mig ber ég á þeim ábyrgð og í þessu tilviki endurspeglast vilji minn um að tilnefna hvorki né samþykkja Þorvald Gylfason til þessara starfa. Reyndar hafði mér aldrei dottið í hug sá möguleiki og enginn nefnt hann við mig.“ Segir að ráðning Þorvaldar hafi ekki verið frágengin Bjarni leggur á það áherslu að ákvörðun um ráðningu er tekin samhljóða, krafist er samsinnis allra fyrir ráðningu. Ekkert slíkt samþykki lá fyrir þann 1. nóvember síðastliðinn þegar Þorvaldi á að hafa verið boðin vinnan, sem var áður en nafn hans hafði nokkurn tímann verið nefnt við fulltrúa fjármálaráðuneytisins. „Reyndar er það svo að þegar ég heyrði af þeirri uppástungu var ég afar skýr um að hann kæmi ekki til greina, enda tel ég að sýn og áherslur Þorvaldar Gylfasonar í efnahagsmálum geti engan veginn stutt við stefnumótun ráðuneytis sem ég stýri.“ Pistil Bjarna má finna hér neðar.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Hannes Hólmsteinn segir Þorvald bitran andstæðing Sjálfstæðisflokksins Hannes Hólmsteinn gefur lítið fyrir baráttu Þorvaldar. 11. júní 2020 10:00 Tjáir sig ekki um bréfin þar sem goldinn er varhugur við Þorvaldi Ólafur Heiðar Helgason sérfræðingur er sá sem stóð í umdeildum bréfaskriftum við norrænu ráðherranefndina. 10. júní 2020 14:42 Fer fram á að Bjarni mæti fyrir nefnd vegna afskipta ráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur farið fram á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra komi fyrir nefndina vegna afskipta fjármálaráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar. 9. júní 2020 23:47 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
Hannes Hólmsteinn segir Þorvald bitran andstæðing Sjálfstæðisflokksins Hannes Hólmsteinn gefur lítið fyrir baráttu Þorvaldar. 11. júní 2020 10:00
Tjáir sig ekki um bréfin þar sem goldinn er varhugur við Þorvaldi Ólafur Heiðar Helgason sérfræðingur er sá sem stóð í umdeildum bréfaskriftum við norrænu ráðherranefndina. 10. júní 2020 14:42
Fer fram á að Bjarni mæti fyrir nefnd vegna afskipta ráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur farið fram á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra komi fyrir nefndina vegna afskipta fjármálaráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar. 9. júní 2020 23:47