„Óábyrgt að lofa að bæta hag allra, bara ef þeir kjósa mig“ Andri Eysteinsson skrifar 10. júní 2020 17:16 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sækist eftir endurkjöri 27. júní. Vísir/Vilhelm Forseti Íslands fer ekki með fjárveitingarvald og það væri óábyrgt af þeim sem situr á Bessastöðum að lofa öllu fögru og segjast munu bæta hag allra bara ef þið kjósið mig,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands spurður um hlutverk forseta. „Ég myndi aldrei vanmeta óbein áhrif sem forseti hefur. Þótt menn geti ekki lofað öllu fögru þá geta þeir beitt sínum óbeinu áhrifum svo að ráðamenn, og almenningur allur kappkosti að bæta ráð allra í þessu landi“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sat fyrir svörum í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag og hringdu hlustendur inn með sínar vangaveltur og spurningar. Guðni mun brátt leggja land undir fót og kynna sig og sitt framboð á landsbyggðinni en um næstu helgi verður ferðinni heitið norður til Akureyrar. Guðni sem gegnt hefur embætti forseta í eitt kjörtímabil, eða frá árinu 2016, hvatti þjóðina til að kynna sér möguleikann á að kjósa utan kjörfundar. Forsetinn var spurður að því hve virkur forseti skyldi vera í embætti og var þá sérstaklega vísað til beitingu málskotsréttar forseta í 26. grein stjórnarskrár. Guðni sagði forsetann stjórnarskrá samkvæmt ekki eiga að standa á hinu pólitíska sviði frá degi til dags. Hann verði þó að geta beitt fyrir sig stjórnarskrárákvæðinu þegar þjóðin óskar þess líkt og forveri hans Ólafur Ragnar Grímsson gerði í þrígang á tuttugu ára valdatíð sinni. Guðni hefur lagt embættisbílnum og sinnir kosningabáráttunni á rafbíl.Vísir/Kristófer Áfram var vísað til stjórnarskrár Íslands þegar opnað var fyrir símann í hljóðveri Bylgjunnar og eftir að brösuglega hefði gengið að fá spurningar velti hlustandi fyrir sér vinnubrögðum forseta í kringum Landsréttarmálið. „Alþingismenn eru bundnir af sinni sannfæringu og stjórnarskrá og það var í þeirra höndum að haga atkvæðagreiðslu á þingi eftir eigin höfði. Það lá fyrir samkomulag fulltrúa allra þingflokka að haga atkvæðagreiðslunni með þessum hætti og þá er það ekki í verkahring forseta að grípa þar inn í, “ sagði Guðni Th. og bætti við „embætti Forseta Íslands er ekki stjórnlagadómstóll.“ Þá snerist næsta spurning að Orkupakkanum og ástæðum þess að Forseti beitti ekki málskotsrétti sínum og vísaði málinu til þjóðarinnar. „Þegar undirskriftir eru það margar að þunginn sé greinilegur [er málum vísað til þjóðarinnar]. Í þessu tilfelli bárust mér undirskriftir innan við 3% kjósenda og það segir sig sjálft. Svoleiðis fyrirkomulag viljum við tæplega hafa. „Forseti er forseti fram að og fram yfir kjördag“ Nefni Guðni því næst áskoranir sem bárust forseta í embættistíð Ólafs Ragnars Grímssonar sem ekki var mætt. „Frumvarp um breytingu á veiðigjöldum, 35 þúsund undirskriftir árið 2013. Öryrkjalög, Kárahnjúkavirkun og svo framvegis“, sagði forseti lýðveldisins. Sagði forseti það ekki hafa verið svo og muni ekki verða í hans stjórnartíð að undirskriftir innan við þriggja prósenta kjósenda leiði til þess að forseti beiti 26. grein stjórnarskrár og vísi málinu til þjóðarinnar. Þá var Guðni spurður út í afstöðu hans til þeirra hugmynda að forseti skuli draga sig frá embættisskyldum sínum þegar líður að kjördegi til þess að gæta jafnræðis í kosningabaráttunni. Guðni var ósammála þeim kenningum og talaði um hlutverk og skyldur forseta í embætti. „Forseti er Forseti Íslands fram að og fram yfir kjördag ef forsetaskipti verða. Forseti Íslands hefur skyldum að gegn gagnvart landi og þjóð og sinnir þeim eftir bestu samvisku,“ sagði Guðni. Sérstaklega var rædd þátttaka Guðna í verkefnum sem snúa að landkynningu eftir faraldur kórónuveirunnar, sagði forsetinn það liggja í augum uppi að innan verkahrings forseta væri að styðja við góð mál af þessu tagi. „Við erum í þeirri stöðu að ferðaþjónustan hlaut þungt högg, vægast sagt, vegna farsóttarinnar. Við ætlum að reyna eftir bestu getu að snúa vörn í sókn. Við ætlum að hvetja Íslendinga til þess að ferðast innanlands,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ætlar ekki að staðfesta lög um skerðingu réttinda öryrkja Guðmundur Franklín Jónsson ætlar ekki að staðfesta lög sem skerða réttindi öryrkja og eldri borgara komi þau á hans borð nái hann kjöri. Hann myndi beita málskotsrétti sparlega og fannst farið offari í umræðum þegar frumvarp um þungunarrof var samþykkt í fyrra. 9. júní 2020 12:10 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Forseti Íslands fer ekki með fjárveitingarvald og það væri óábyrgt af þeim sem situr á Bessastöðum að lofa öllu fögru og segjast munu bæta hag allra bara ef þið kjósið mig,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands spurður um hlutverk forseta. „Ég myndi aldrei vanmeta óbein áhrif sem forseti hefur. Þótt menn geti ekki lofað öllu fögru þá geta þeir beitt sínum óbeinu áhrifum svo að ráðamenn, og almenningur allur kappkosti að bæta ráð allra í þessu landi“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sat fyrir svörum í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag og hringdu hlustendur inn með sínar vangaveltur og spurningar. Guðni mun brátt leggja land undir fót og kynna sig og sitt framboð á landsbyggðinni en um næstu helgi verður ferðinni heitið norður til Akureyrar. Guðni sem gegnt hefur embætti forseta í eitt kjörtímabil, eða frá árinu 2016, hvatti þjóðina til að kynna sér möguleikann á að kjósa utan kjörfundar. Forsetinn var spurður að því hve virkur forseti skyldi vera í embætti og var þá sérstaklega vísað til beitingu málskotsréttar forseta í 26. grein stjórnarskrár. Guðni sagði forsetann stjórnarskrá samkvæmt ekki eiga að standa á hinu pólitíska sviði frá degi til dags. Hann verði þó að geta beitt fyrir sig stjórnarskrárákvæðinu þegar þjóðin óskar þess líkt og forveri hans Ólafur Ragnar Grímsson gerði í þrígang á tuttugu ára valdatíð sinni. Guðni hefur lagt embættisbílnum og sinnir kosningabáráttunni á rafbíl.Vísir/Kristófer Áfram var vísað til stjórnarskrár Íslands þegar opnað var fyrir símann í hljóðveri Bylgjunnar og eftir að brösuglega hefði gengið að fá spurningar velti hlustandi fyrir sér vinnubrögðum forseta í kringum Landsréttarmálið. „Alþingismenn eru bundnir af sinni sannfæringu og stjórnarskrá og það var í þeirra höndum að haga atkvæðagreiðslu á þingi eftir eigin höfði. Það lá fyrir samkomulag fulltrúa allra þingflokka að haga atkvæðagreiðslunni með þessum hætti og þá er það ekki í verkahring forseta að grípa þar inn í, “ sagði Guðni Th. og bætti við „embætti Forseta Íslands er ekki stjórnlagadómstóll.“ Þá snerist næsta spurning að Orkupakkanum og ástæðum þess að Forseti beitti ekki málskotsrétti sínum og vísaði málinu til þjóðarinnar. „Þegar undirskriftir eru það margar að þunginn sé greinilegur [er málum vísað til þjóðarinnar]. Í þessu tilfelli bárust mér undirskriftir innan við 3% kjósenda og það segir sig sjálft. Svoleiðis fyrirkomulag viljum við tæplega hafa. „Forseti er forseti fram að og fram yfir kjördag“ Nefni Guðni því næst áskoranir sem bárust forseta í embættistíð Ólafs Ragnars Grímssonar sem ekki var mætt. „Frumvarp um breytingu á veiðigjöldum, 35 þúsund undirskriftir árið 2013. Öryrkjalög, Kárahnjúkavirkun og svo framvegis“, sagði forseti lýðveldisins. Sagði forseti það ekki hafa verið svo og muni ekki verða í hans stjórnartíð að undirskriftir innan við þriggja prósenta kjósenda leiði til þess að forseti beiti 26. grein stjórnarskrár og vísi málinu til þjóðarinnar. Þá var Guðni spurður út í afstöðu hans til þeirra hugmynda að forseti skuli draga sig frá embættisskyldum sínum þegar líður að kjördegi til þess að gæta jafnræðis í kosningabaráttunni. Guðni var ósammála þeim kenningum og talaði um hlutverk og skyldur forseta í embætti. „Forseti er Forseti Íslands fram að og fram yfir kjördag ef forsetaskipti verða. Forseti Íslands hefur skyldum að gegn gagnvart landi og þjóð og sinnir þeim eftir bestu samvisku,“ sagði Guðni. Sérstaklega var rædd þátttaka Guðna í verkefnum sem snúa að landkynningu eftir faraldur kórónuveirunnar, sagði forsetinn það liggja í augum uppi að innan verkahrings forseta væri að styðja við góð mál af þessu tagi. „Við erum í þeirri stöðu að ferðaþjónustan hlaut þungt högg, vægast sagt, vegna farsóttarinnar. Við ætlum að reyna eftir bestu getu að snúa vörn í sókn. Við ætlum að hvetja Íslendinga til þess að ferðast innanlands,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson sjötti forseti lýðveldisins Íslands.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ætlar ekki að staðfesta lög um skerðingu réttinda öryrkja Guðmundur Franklín Jónsson ætlar ekki að staðfesta lög sem skerða réttindi öryrkja og eldri borgara komi þau á hans borð nái hann kjöri. Hann myndi beita málskotsrétti sparlega og fannst farið offari í umræðum þegar frumvarp um þungunarrof var samþykkt í fyrra. 9. júní 2020 12:10 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Ætlar ekki að staðfesta lög um skerðingu réttinda öryrkja Guðmundur Franklín Jónsson ætlar ekki að staðfesta lög sem skerða réttindi öryrkja og eldri borgara komi þau á hans borð nái hann kjöri. Hann myndi beita málskotsrétti sparlega og fannst farið offari í umræðum þegar frumvarp um þungunarrof var samþykkt í fyrra. 9. júní 2020 12:10