Lífið

Smáhýsi þar sem hvert smáatriði er útpælt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá Kim færa sjónvarpið úr svefnherberginu yfir í stofuna með einu handtaki. 
Hér má sjá Kim færa sjónvarpið úr svefnherberginu yfir í stofuna með einu handtaki. 

Það er ávallt að verða vinsælla að búa í smáhýsum og þá sérstaklega erlendis þar sem fasteignaverð og gríðarlega hátt.

Kanadamennirnir James og Kim eiga smáhýsi á hjólum sem hægt er að stækka upp í 32 fermetra hús með aðeins einum takka.

Hver einasti fermetri er nýttur til hins ítrasta og hönnunin frábær. Þar er meðal annars hægt að færa sjónvarpið úr svefnherberginu yfir í stofuna á mjög auðveldan máta. Þvottavélin hefur verið komið fyrir undir vaskinum inni á baðherbergi og hjónarúmið er vel falið.

Hér að neðan má sjá yfirferð um þetta fallega smáhýsi.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×