„Eins og að vera á toppi allra toppa“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júní 2020 12:37 Hraundrangi er eitt þekktasta kennileyti Norðurlands. Garpur Elísabetarson og Jónas G. Sigurðsson skelltu sér upp á topp um helguna. Mynd/Garpur Elísabetarson Ævintýramaðurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Garpur Elísabetarson gerði sér lítið fyrir um helgina og skellti sér upp á Hraundranga í Öxnadal ásamt félaga sínum. Að standa uppi á toppi drangans er eins og að vera á toppi allra toppa að sögn Garps. Myndband af ferðinni má sjá hér í fréttinni. Garpur ræddi við þá félaga Heimir Karls og Gulla Helga í Bítinu í morgun um klifurferðina upp á hinn 1.075 metra háa fjallstind á Drangafjalli í Öxnadal. Dranginn er afskaplega þekkt kennileyti á leiðinni til Akureyrar, margir sem hafa séð hann frá þjóðvegi 1 sem liggur um dalinn. Fáum dettur þó í hug að brölta upp, en Garpur og félagi hans Jónas G. Sigurðsson hafa haft hug á því að klífa drangann frá því að þeir sáu hann í Flyover Iceland á síðasta ári. „Svo hringdi hann á fimmtudaginn. Veðrið er gott á sunnudaginn, við erum að fara að skella okkur,“ segir Garpur að skilaboðin hafi verið frá Jónasi. Þeir héldu norður á leið og hófu fjallgönguna á sunnudaginn. „Svo þegar við mættum á svæðið á sunnudeginum og stoppuðum bílinn og kíktum á drangann, snjór í hlíðunum og svona. Þá stóð mér ekki alveg á sama,“ sagði Garpur, sem skrásetur ævintýri sín samviskusamlega á Instagram. Hann segir þó að ferðin upp hafi ekkert verið sérstaklega erfið líkamlega, enda þeir báðir vanir fjallamenn. Ferðin er þó ekki án áskorana. Garpur og Jónas, sáttir með að vera á toppi Hraundranga.Mynd/Garpur Elísabetarson „Það er erfitt fyrir hausinn á þér. Þetta er svo rosalega nakið. Þú sérð mikið, þú sérð svo mikið og þó þú sért í línu. Það er kannski það sem mér fannst erfiðast, og ég er ekki lofthræddur venjulega, en maður sér niður í allar áttir og þetta verður alltaf hærra og hærra. Tæknilega klifurslega er þetta ekkert þannig erfitt,“ sagði Garpur. Og þegar á toppinn er komið er þetta allt þess virði. „Tilfinningin er að vera á þessum topp er eins og að vera á toppi allra toppa. Þegar maður er lítill þá teiknar maður fjöll eins og enginn geti staðið upp á þeim. Þegar ég var lítill þá hugsaði ég alltaf hvernig fólk stendur upp á fjöllum að því að þetta gengur ekki upp, þetta er bara einhver oddur. Svo ertu upp á fjalli og það er bara eins og barn hafi teiknað þetta,“ sagði Garður aðspurður um hvernig tilfinning það er að standa þarna uppi á þessum nokkurra fermetra breiða oddi. Dranginn er hrikalegur.Mynd/Garpur Elísabetarson Og útsýnið er ekki af verri endanum, yfir Öxnadal, Hörgárdal og víðar. „Það er geggjað. Ég vildi bara vera þarna. Við vorum þarna í einn og hálfan tíma að fljúga drónanum og taka myndir. Jonni vinur minn var mun minna lofthræddur en ég. Hann dró mig út á ystu nöf. Hann sagði að ég þyrfti að koma út á eina tánna til að sjá, þú sérð niður í báða dalina og alveg niður þessa þúsund metra. Ég bað hann bara um að halda í höndina á mér og við áttum þarna góða stund.“ Myndband af ferðinni má sjá hér að ofan, hér að neðan má hlusta á viðtalið við Garp. Hörgársveit Fjallamennska Bítið Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Ævintýramaðurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Garpur Elísabetarson gerði sér lítið fyrir um helgina og skellti sér upp á Hraundranga í Öxnadal ásamt félaga sínum. Að standa uppi á toppi drangans er eins og að vera á toppi allra toppa að sögn Garps. Myndband af ferðinni má sjá hér í fréttinni. Garpur ræddi við þá félaga Heimir Karls og Gulla Helga í Bítinu í morgun um klifurferðina upp á hinn 1.075 metra háa fjallstind á Drangafjalli í Öxnadal. Dranginn er afskaplega þekkt kennileyti á leiðinni til Akureyrar, margir sem hafa séð hann frá þjóðvegi 1 sem liggur um dalinn. Fáum dettur þó í hug að brölta upp, en Garpur og félagi hans Jónas G. Sigurðsson hafa haft hug á því að klífa drangann frá því að þeir sáu hann í Flyover Iceland á síðasta ári. „Svo hringdi hann á fimmtudaginn. Veðrið er gott á sunnudaginn, við erum að fara að skella okkur,“ segir Garpur að skilaboðin hafi verið frá Jónasi. Þeir héldu norður á leið og hófu fjallgönguna á sunnudaginn. „Svo þegar við mættum á svæðið á sunnudeginum og stoppuðum bílinn og kíktum á drangann, snjór í hlíðunum og svona. Þá stóð mér ekki alveg á sama,“ sagði Garpur, sem skrásetur ævintýri sín samviskusamlega á Instagram. Hann segir þó að ferðin upp hafi ekkert verið sérstaklega erfið líkamlega, enda þeir báðir vanir fjallamenn. Ferðin er þó ekki án áskorana. Garpur og Jónas, sáttir með að vera á toppi Hraundranga.Mynd/Garpur Elísabetarson „Það er erfitt fyrir hausinn á þér. Þetta er svo rosalega nakið. Þú sérð mikið, þú sérð svo mikið og þó þú sért í línu. Það er kannski það sem mér fannst erfiðast, og ég er ekki lofthræddur venjulega, en maður sér niður í allar áttir og þetta verður alltaf hærra og hærra. Tæknilega klifurslega er þetta ekkert þannig erfitt,“ sagði Garpur. Og þegar á toppinn er komið er þetta allt þess virði. „Tilfinningin er að vera á þessum topp er eins og að vera á toppi allra toppa. Þegar maður er lítill þá teiknar maður fjöll eins og enginn geti staðið upp á þeim. Þegar ég var lítill þá hugsaði ég alltaf hvernig fólk stendur upp á fjöllum að því að þetta gengur ekki upp, þetta er bara einhver oddur. Svo ertu upp á fjalli og það er bara eins og barn hafi teiknað þetta,“ sagði Garður aðspurður um hvernig tilfinning það er að standa þarna uppi á þessum nokkurra fermetra breiða oddi. Dranginn er hrikalegur.Mynd/Garpur Elísabetarson Og útsýnið er ekki af verri endanum, yfir Öxnadal, Hörgárdal og víðar. „Það er geggjað. Ég vildi bara vera þarna. Við vorum þarna í einn og hálfan tíma að fljúga drónanum og taka myndir. Jonni vinur minn var mun minna lofthræddur en ég. Hann dró mig út á ystu nöf. Hann sagði að ég þyrfti að koma út á eina tánna til að sjá, þú sérð niður í báða dalina og alveg niður þessa þúsund metra. Ég bað hann bara um að halda í höndina á mér og við áttum þarna góða stund.“ Myndband af ferðinni má sjá hér að ofan, hér að neðan má hlusta á viðtalið við Garp.
Hörgársveit Fjallamennska Bítið Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira