Þriggja mánaða golfsvelti lýkur á fimmtudaginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2020 15:00 Efsti maður heimslistans, Rory McIlroy, þreytir frumraun sína á Charles Schwab Challenge mótinu. getty/Mike Ehrmann Eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins hefst keppni á PGA-mótaröðinni í golfi aftur á fimmtudaginn. Þá hefst Charles Schwab Challenge mótið í Forth Worth, Texas. Mótið átti að fara fram í lok maí en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Vegna hans verða engir áhorfendur á mótinu. Ekki hefur verið keppt síðan keppni á Players Championship var hætt eftir einn dag um miðjan mars. Fimm efstu menn heimslistans í golfi verða með á Charles Schwab Challenge. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1986 sem það gerist. Rory McIlroy, efsti maður heimslistans, keppir á Charles Schwab Challenge í fyrsta sinn á ferli sínum á PGA-mótaröðinni. Sömu sögu er að segja af Justin Thomas sem er í 4. sæti heimslistans. Tiger Woods verður ekki á meðal keppenda að þessu sinni. Sautján af 20 efstu mönnum á stigalista PGA-mótaraðarinnar verða með á Charles Schwab Challenge, þ.á.m. Bandaríkjamaðurinn Kevin Na sem vann mótið í fyrra. Hann lék þá á þrettán höggum undir pari og var fjórum höggum á undan landa sínum, Tony Finau. Im Sung-jae, 22 ára Suður-Kóreumaður, er efstur á stigalista PGA-mótaraðarinnar. Thomas er í 2. sæti og McIlroy í því þriðja. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf. Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi hefst klukkan 20:00 á fimmtudaginn. Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins hefst keppni á PGA-mótaröðinni í golfi aftur á fimmtudaginn. Þá hefst Charles Schwab Challenge mótið í Forth Worth, Texas. Mótið átti að fara fram í lok maí en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Vegna hans verða engir áhorfendur á mótinu. Ekki hefur verið keppt síðan keppni á Players Championship var hætt eftir einn dag um miðjan mars. Fimm efstu menn heimslistans í golfi verða með á Charles Schwab Challenge. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1986 sem það gerist. Rory McIlroy, efsti maður heimslistans, keppir á Charles Schwab Challenge í fyrsta sinn á ferli sínum á PGA-mótaröðinni. Sömu sögu er að segja af Justin Thomas sem er í 4. sæti heimslistans. Tiger Woods verður ekki á meðal keppenda að þessu sinni. Sautján af 20 efstu mönnum á stigalista PGA-mótaraðarinnar verða með á Charles Schwab Challenge, þ.á.m. Bandaríkjamaðurinn Kevin Na sem vann mótið í fyrra. Hann lék þá á þrettán höggum undir pari og var fjórum höggum á undan landa sínum, Tony Finau. Im Sung-jae, 22 ára Suður-Kóreumaður, er efstur á stigalista PGA-mótaraðarinnar. Thomas er í 2. sæti og McIlroy í því þriðja. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf. Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi hefst klukkan 20:00 á fimmtudaginn.
Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira