Þriggja mánaða golfsvelti lýkur á fimmtudaginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2020 15:00 Efsti maður heimslistans, Rory McIlroy, þreytir frumraun sína á Charles Schwab Challenge mótinu. getty/Mike Ehrmann Eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins hefst keppni á PGA-mótaröðinni í golfi aftur á fimmtudaginn. Þá hefst Charles Schwab Challenge mótið í Forth Worth, Texas. Mótið átti að fara fram í lok maí en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Vegna hans verða engir áhorfendur á mótinu. Ekki hefur verið keppt síðan keppni á Players Championship var hætt eftir einn dag um miðjan mars. Fimm efstu menn heimslistans í golfi verða með á Charles Schwab Challenge. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1986 sem það gerist. Rory McIlroy, efsti maður heimslistans, keppir á Charles Schwab Challenge í fyrsta sinn á ferli sínum á PGA-mótaröðinni. Sömu sögu er að segja af Justin Thomas sem er í 4. sæti heimslistans. Tiger Woods verður ekki á meðal keppenda að þessu sinni. Sautján af 20 efstu mönnum á stigalista PGA-mótaraðarinnar verða með á Charles Schwab Challenge, þ.á.m. Bandaríkjamaðurinn Kevin Na sem vann mótið í fyrra. Hann lék þá á þrettán höggum undir pari og var fjórum höggum á undan landa sínum, Tony Finau. Im Sung-jae, 22 ára Suður-Kóreumaður, er efstur á stigalista PGA-mótaraðarinnar. Thomas er í 2. sæti og McIlroy í því þriðja. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf. Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi hefst klukkan 20:00 á fimmtudaginn. Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins hefst keppni á PGA-mótaröðinni í golfi aftur á fimmtudaginn. Þá hefst Charles Schwab Challenge mótið í Forth Worth, Texas. Mótið átti að fara fram í lok maí en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Vegna hans verða engir áhorfendur á mótinu. Ekki hefur verið keppt síðan keppni á Players Championship var hætt eftir einn dag um miðjan mars. Fimm efstu menn heimslistans í golfi verða með á Charles Schwab Challenge. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1986 sem það gerist. Rory McIlroy, efsti maður heimslistans, keppir á Charles Schwab Challenge í fyrsta sinn á ferli sínum á PGA-mótaröðinni. Sömu sögu er að segja af Justin Thomas sem er í 4. sæti heimslistans. Tiger Woods verður ekki á meðal keppenda að þessu sinni. Sautján af 20 efstu mönnum á stigalista PGA-mótaraðarinnar verða með á Charles Schwab Challenge, þ.á.m. Bandaríkjamaðurinn Kevin Na sem vann mótið í fyrra. Hann lék þá á þrettán höggum undir pari og var fjórum höggum á undan landa sínum, Tony Finau. Im Sung-jae, 22 ára Suður-Kóreumaður, er efstur á stigalista PGA-mótaraðarinnar. Thomas er í 2. sæti og McIlroy í því þriðja. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf. Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi hefst klukkan 20:00 á fimmtudaginn.
Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira