Vilja hækka grunnatvinnuleysisbætur og lengja tekjutengda tímabilið Sylvía Hall skrifar 8. júní 2020 13:27 ASÍ hefur í nokkurn tíma lagt áherslu á að lögin um atvinnuleysistryggingar verði endurskoðuð í heild sinni. Vísir/Vilhelm Alþýðusamband Íslands lagði í síðustu viku fram umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar. Sambandið hefur í nokkurn tíma lagt áherslu á að lögin um atvinnuleysistryggingar verði endurskoðuð í heild sinni og jafnframt lagt ríka áherslu á að atvinnuleysisbætur verði þegar í stað hækkaðar og tekjutengda tímabilið lengt. Það frumvarp sem nú er til umfjöllunar í velferðarnefnd Alþingis tekur á hvorugum þessara þátta að sögn sambandsins. Í umsögninni er því lögð fram tillaga um hækkun bæði grunnbóta og tekjutengdra bóta, um 9,9 prósent, þannig að grunnatvinnuleyisbætur verði nálægt því sem lágmarks tekjutengingin er í dag. „Grundvallaratriðin eru þessi að við erum að leggja til að grunnatvinnuleysisbæturnar verði mjög nálægt því sem lágmarkstekjutryggingin er í dag. Við erum að leggja til að tekjutengingin, þar veðri hámarkið hækkað, þeir sem eru á lægstu laununum að þeir njóti tekjutengingar að fullu og síðan að tekjutengda tímabilið verði lengt úr þremur mánuðum í sex,“ segir Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Hann segir að varði stóran hóp fólks. „Það eru 15 þúsund manns sem reiða sig á þessa framfærslu og við óttumst að sá hópur eigi mögulega eftir að stækka á næstu vikum og mánuðum og það er ljóst að ef það verður ekkert gert í þessu erum við að kalla yfir þennan hóp stöðu varðandi framfærslu sem gerir þeim með öllu ófært að standa undir skuldbindingum sínum og njóta einhverja lágmarks lífskjara,“ segir Halldór. Á árunum 2009 og 2010 voru atvinnuleysisbætur í kringum 95% af lágmarks tekjutengingunni eins og lagt er til að þær verði nú. „En það hefur gefið eftir á síðustu árum þannig að atvinnuleysisbæturnar eru núna eins og ég segi miðað við lágmarkstekjur nærri því að vera í sögulegu lágmarki.“ Hafið þið von til að stjórnvöld líti jákvætt á þessar tillögur? „Við bara gefum okkur það,“ segir Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Kjaramál Alþingi Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Alþýðusamband Íslands lagði í síðustu viku fram umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar. Sambandið hefur í nokkurn tíma lagt áherslu á að lögin um atvinnuleysistryggingar verði endurskoðuð í heild sinni og jafnframt lagt ríka áherslu á að atvinnuleysisbætur verði þegar í stað hækkaðar og tekjutengda tímabilið lengt. Það frumvarp sem nú er til umfjöllunar í velferðarnefnd Alþingis tekur á hvorugum þessara þátta að sögn sambandsins. Í umsögninni er því lögð fram tillaga um hækkun bæði grunnbóta og tekjutengdra bóta, um 9,9 prósent, þannig að grunnatvinnuleyisbætur verði nálægt því sem lágmarks tekjutengingin er í dag. „Grundvallaratriðin eru þessi að við erum að leggja til að grunnatvinnuleysisbæturnar verði mjög nálægt því sem lágmarkstekjutryggingin er í dag. Við erum að leggja til að tekjutengingin, þar veðri hámarkið hækkað, þeir sem eru á lægstu laununum að þeir njóti tekjutengingar að fullu og síðan að tekjutengda tímabilið verði lengt úr þremur mánuðum í sex,“ segir Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Hann segir að varði stóran hóp fólks. „Það eru 15 þúsund manns sem reiða sig á þessa framfærslu og við óttumst að sá hópur eigi mögulega eftir að stækka á næstu vikum og mánuðum og það er ljóst að ef það verður ekkert gert í þessu erum við að kalla yfir þennan hóp stöðu varðandi framfærslu sem gerir þeim með öllu ófært að standa undir skuldbindingum sínum og njóta einhverja lágmarks lífskjara,“ segir Halldór. Á árunum 2009 og 2010 voru atvinnuleysisbætur í kringum 95% af lágmarks tekjutengingunni eins og lagt er til að þær verði nú. „En það hefur gefið eftir á síðustu árum þannig að atvinnuleysisbæturnar eru núna eins og ég segi miðað við lágmarkstekjur nærri því að vera í sögulegu lágmarki.“ Hafið þið von til að stjórnvöld líti jákvætt á þessar tillögur? „Við bara gefum okkur það,“ segir Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ.
Kjaramál Alþingi Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira