Segir aðferðirnar rangar og þær muni ekki standast lög Andri Eysteinsson skrifar 7. júní 2020 13:21 Stöðin hefur verið reist í Álfsnesi. Vísir/vilhelm Ekki verður hægt að treysta því að molta sem unnin er úr úrgangi í gas- og jarðgerðarstöð Sorpu verði nothæf vegna þeirra aðferða sem notaðar eru í stöðinni segir umhverfisstjórnunarfræðingur sem segir margt athugavert í því hvernig hugmyndin um gas- og jarðgerðarstöð hefur verið framkvæmd. „Það sem stingur mest í augun frá umhverfislegu sjónarmiði er það hvað menn ætla að taka inn í þessa stöð. Það hefur frá upphafi verið ætlun Sorpu að taka inn grófflokkaðan úrgang, þannig að heimilissorp fari á staðinn og þar sé flokkað úr því sem ekki má fara inn í stöðina með vélum,“ segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og bætir við að með þessari aðferð náist ekki fram jafn hreinn straumur og með öðrum aðferðum. Rafhlöður eða raftæki gætu fylgt með í moltugerðina. „Það er ekkert hægt að segja fyrir fram um hvernig afurðin verður þegar þessi leið er farin. Aðferðin hefur þó þann kost að með henni er hægt að ná í meira lífrænt efni en afurðin verður óhjákvæmilega lakari,“ segir Stefán og segir þetta vera stóra gallann við stöðina. Annar galli hafi þó bæst við sem er ekki bara galli af umhverfissjónarmiðum heldur einnig vegna lagalegra sjónarmiða. „Það að taka inn lítið flokkaðan úrgang það stangast á við löggjöf sem er um það bil að verða innleidd á Íslandi. Þetta eru tilskipanir sem Ísland verður að innleiða,“ sagði Stefán og benti á að í frumvarpi umhverfisráðherra sem ekki er komið fyrir þingið sé gengið lengra en gert er ráð fyrir tilskipunum frá Evrópusambandinu. „Til þess að aðferðin sem sveitarfélagið notar til þess að taka úrganginn frá þér uppfylli ákvæði tilskipunarinnar þarf að vera sérstök söfnun á lífrænum úrgangi. Það má velta fyrir sér hvernig megi framkvæma hana, hvort það þurfi að vera tunna við hvert heimili, hvort það megi vera á grenndarstöð en það liggur fyrir því að það má ekki koma með þetta óflokkað,“ sagði Stefán. Þá sé tilskipun, sem snýr að því að sé unnið úr úrgangi sem ekki hefur verið sérsafnaður teljist það ekki endurvinnsla í bígerð. Stefán segir það hafa áhrif á getu Íslands og Sveitarfélaganna á því að uppfylla markmið tilskipana um endurvinnsluhlutfall. „Það minnkar verulega líkurnar á því að menn uppfylli það ef þeir geta ekki talið svona framleiðslu eða framkvæmd með. Ákvörðun hefur verið tekin í Reykjavík að gera heimilum ekki skylt að flokka lífrænan úrgang sérstaklega og treysta frekar á vélræna flokkun. „Þessi vélræni háttur er að mínu mati eitthvað sem gengur ekki upp gagnvart löggjöfinni,“ segir Stefán. „Þetta eru engar nýjungar, þetta hefur legið fyrir í nokkur ár. Tilskipanirnar voru samþykktar árið 2018.“ „Ákvarðanir virðast byggðar á gömlum eða úreltum forsendum en það segir ekkert um ágæti stöðvarinnar en aðferðin er röng. Það er ekki bara mín skoðun heldur er það eitthvað sem stenst ekki lög innan skamms,“ sagði Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur á Sprengisandi í morgun. Umhverfismál Sprengisandur Sorpa Mest lesið Óttast um örlög farþega eftir árekstur flugvélar og þyrlu í Washington Erlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Innlent Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Innlent Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Erlent UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Erlent Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Innlent Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Innlent Gengur í storm með slyddu eða snjókomu Veður Tafir á Reykjanesbraut og víða óvissustig Innlent Fleiri fréttir Tafir á Reykjanesbraut og víða óvissustig Ráðgjafar loftslagsráðuneytis telja losunarskuldbindingar ekki nást Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Vegfarendur horfi upp og húseigendur fjarlægi grýlukertin „Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna“ Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Björn Ingi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Undrandi foreldrar og barnið sem fæddist í flugvél Býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara Samþykktu nýjar siðareglur kjörinna fulltrúa Skýringar konunnar haldi ekki vatni og pósturinn af kynferðislegum toga „Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér“ Hæstiréttur klofnaði í nauðgunarmáli Inga Vals Ísland ver mest Evrópuþjóða í leikskóla Leita vitna að árás hunds á konu Aðalmeðferð í máli foreldra gegn KÍ hefst klukkan 15 í dag „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Vill ræða við Trump í síma Spáir því að það gjósi eftir rúman mánuð Gult í kortunum Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Gekk út blóðugur með hendur á lofti og féll til jarðar Sjálfstæðisflokkur bætir mest við sig í nýrri könnun Býður sig fram til formanns VR Misstu stýrið og rak nálægt landi Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Sjá meira
Ekki verður hægt að treysta því að molta sem unnin er úr úrgangi í gas- og jarðgerðarstöð Sorpu verði nothæf vegna þeirra aðferða sem notaðar eru í stöðinni segir umhverfisstjórnunarfræðingur sem segir margt athugavert í því hvernig hugmyndin um gas- og jarðgerðarstöð hefur verið framkvæmd. „Það sem stingur mest í augun frá umhverfislegu sjónarmiði er það hvað menn ætla að taka inn í þessa stöð. Það hefur frá upphafi verið ætlun Sorpu að taka inn grófflokkaðan úrgang, þannig að heimilissorp fari á staðinn og þar sé flokkað úr því sem ekki má fara inn í stöðina með vélum,“ segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og bætir við að með þessari aðferð náist ekki fram jafn hreinn straumur og með öðrum aðferðum. Rafhlöður eða raftæki gætu fylgt með í moltugerðina. „Það er ekkert hægt að segja fyrir fram um hvernig afurðin verður þegar þessi leið er farin. Aðferðin hefur þó þann kost að með henni er hægt að ná í meira lífrænt efni en afurðin verður óhjákvæmilega lakari,“ segir Stefán og segir þetta vera stóra gallann við stöðina. Annar galli hafi þó bæst við sem er ekki bara galli af umhverfissjónarmiðum heldur einnig vegna lagalegra sjónarmiða. „Það að taka inn lítið flokkaðan úrgang það stangast á við löggjöf sem er um það bil að verða innleidd á Íslandi. Þetta eru tilskipanir sem Ísland verður að innleiða,“ sagði Stefán og benti á að í frumvarpi umhverfisráðherra sem ekki er komið fyrir þingið sé gengið lengra en gert er ráð fyrir tilskipunum frá Evrópusambandinu. „Til þess að aðferðin sem sveitarfélagið notar til þess að taka úrganginn frá þér uppfylli ákvæði tilskipunarinnar þarf að vera sérstök söfnun á lífrænum úrgangi. Það má velta fyrir sér hvernig megi framkvæma hana, hvort það þurfi að vera tunna við hvert heimili, hvort það megi vera á grenndarstöð en það liggur fyrir því að það má ekki koma með þetta óflokkað,“ sagði Stefán. Þá sé tilskipun, sem snýr að því að sé unnið úr úrgangi sem ekki hefur verið sérsafnaður teljist það ekki endurvinnsla í bígerð. Stefán segir það hafa áhrif á getu Íslands og Sveitarfélaganna á því að uppfylla markmið tilskipana um endurvinnsluhlutfall. „Það minnkar verulega líkurnar á því að menn uppfylli það ef þeir geta ekki talið svona framleiðslu eða framkvæmd með. Ákvörðun hefur verið tekin í Reykjavík að gera heimilum ekki skylt að flokka lífrænan úrgang sérstaklega og treysta frekar á vélræna flokkun. „Þessi vélræni háttur er að mínu mati eitthvað sem gengur ekki upp gagnvart löggjöfinni,“ segir Stefán. „Þetta eru engar nýjungar, þetta hefur legið fyrir í nokkur ár. Tilskipanirnar voru samþykktar árið 2018.“ „Ákvarðanir virðast byggðar á gömlum eða úreltum forsendum en það segir ekkert um ágæti stöðvarinnar en aðferðin er röng. Það er ekki bara mín skoðun heldur er það eitthvað sem stenst ekki lög innan skamms,“ sagði Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur á Sprengisandi í morgun.
Umhverfismál Sprengisandur Sorpa Mest lesið Óttast um örlög farþega eftir árekstur flugvélar og þyrlu í Washington Erlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Innlent Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Innlent Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Erlent UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Erlent Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Innlent Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Innlent Gengur í storm með slyddu eða snjókomu Veður Tafir á Reykjanesbraut og víða óvissustig Innlent Fleiri fréttir Tafir á Reykjanesbraut og víða óvissustig Ráðgjafar loftslagsráðuneytis telja losunarskuldbindingar ekki nást Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Vegfarendur horfi upp og húseigendur fjarlægi grýlukertin „Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna“ Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Björn Ingi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Undrandi foreldrar og barnið sem fæddist í flugvél Býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara Samþykktu nýjar siðareglur kjörinna fulltrúa Skýringar konunnar haldi ekki vatni og pósturinn af kynferðislegum toga „Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér“ Hæstiréttur klofnaði í nauðgunarmáli Inga Vals Ísland ver mest Evrópuþjóða í leikskóla Leita vitna að árás hunds á konu Aðalmeðferð í máli foreldra gegn KÍ hefst klukkan 15 í dag „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Vill ræða við Trump í síma Spáir því að það gjósi eftir rúman mánuð Gult í kortunum Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Gekk út blóðugur með hendur á lofti og féll til jarðar Sjálfstæðisflokkur bætir mest við sig í nýrri könnun Býður sig fram til formanns VR Misstu stýrið og rak nálægt landi Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Sjá meira