Syngja saman á sautján einbreiðum brúm Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júní 2020 12:11 Konurnar í kórnum munu byrja á að syngja á austustu einbreiðu brú sýslunnar í Lóni snemma morguns laugardaginn 13. júní og síðan munu þær syngja sig í vesturátt og enda á vestustu brúnni í Öræfum. Stjórnandi kórsins er Heiðar Sigurðsson. Úr einkasafni kórsins. Um fjörutíu konur á Hornafirði þeysast nú á milli þeirra sautján einbreiðu brúa, sem eru í Austur-Skaftafellssýslu og prófa að syngja á þeim áður en formlegir tónleikar verða haldnir á öllum brúnum um næstu helgi, eða laugardaginn 13. júní. Hér eru við að tala um hressar og skemmtilegar konur í Kvennakór Hornafjarðar, 22 ára gömlum kór þar sem Heiðar Sigurðsson er stjórnandi kórsins. Konurnar ætla að slá botninn í vetrarstarfið, sem var mjög óvenjulegt vegna kórónuveirunnar með því að syngja á öllum einbreiðum brúum í Austur Skaftafellsýslu laugardaginn 13. júní en brýrnar eru 17 talsins. Með söngnum vilja þær líka vekja athygli á nauðsyn þess að fækka einbreiðum brúm í sýslunni. Guðbjörg Garðarsdóttir er í undirbúningsnefnd fyrri verkefnið. „Já, sýslan okkar er með lang flestum einbreiðum brúm á Íslandi og það er árið 2020, þannig að við ætlum að vekja athygli á því og okkur í leiðinni.“ En dugar einn dagur í að syngja á sautján brúm? „Það er varla, þetta er rosalega strembið, við erum búnar að vera að taka tíma, hvað tekur langan tíma að keyra á milli og hvað það tekur 30 til 40 konur langan tíma og ganga úr og í rútu og hvað við megum stoppa lengi á hverri brú,“ segir Guðbjörg og bætir því við að það verði mjög mismunandi eftir brúm hvaða lög verða sungin hverju sinni. Það er mikil tilhlökkun hjá konunum í Kvennakór Hornafjarðar að taka þátt í brúarsöngnum laugardaginn 13. júní 2020.Úr einkasafni kórsins. Framtak kórsins hefur vakið mikla athygli. „Já, þetta er mjög skemmtilegt og við erum að fá mjög góð viðbrögð við uppátækinu. Við erum aðallega að gera þetta til að skemmta okkur og hittast eftir samkomubann, við erum bara mjög spenntar, vonandi koma einhverjir og hlusta á okkur,“ segir Guðbjörg og hlær. Hornafjörður Menning Kórar Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Um fjörutíu konur á Hornafirði þeysast nú á milli þeirra sautján einbreiðu brúa, sem eru í Austur-Skaftafellssýslu og prófa að syngja á þeim áður en formlegir tónleikar verða haldnir á öllum brúnum um næstu helgi, eða laugardaginn 13. júní. Hér eru við að tala um hressar og skemmtilegar konur í Kvennakór Hornafjarðar, 22 ára gömlum kór þar sem Heiðar Sigurðsson er stjórnandi kórsins. Konurnar ætla að slá botninn í vetrarstarfið, sem var mjög óvenjulegt vegna kórónuveirunnar með því að syngja á öllum einbreiðum brúum í Austur Skaftafellsýslu laugardaginn 13. júní en brýrnar eru 17 talsins. Með söngnum vilja þær líka vekja athygli á nauðsyn þess að fækka einbreiðum brúm í sýslunni. Guðbjörg Garðarsdóttir er í undirbúningsnefnd fyrri verkefnið. „Já, sýslan okkar er með lang flestum einbreiðum brúm á Íslandi og það er árið 2020, þannig að við ætlum að vekja athygli á því og okkur í leiðinni.“ En dugar einn dagur í að syngja á sautján brúm? „Það er varla, þetta er rosalega strembið, við erum búnar að vera að taka tíma, hvað tekur langan tíma að keyra á milli og hvað það tekur 30 til 40 konur langan tíma og ganga úr og í rútu og hvað við megum stoppa lengi á hverri brú,“ segir Guðbjörg og bætir því við að það verði mjög mismunandi eftir brúm hvaða lög verða sungin hverju sinni. Það er mikil tilhlökkun hjá konunum í Kvennakór Hornafjarðar að taka þátt í brúarsöngnum laugardaginn 13. júní 2020.Úr einkasafni kórsins. Framtak kórsins hefur vakið mikla athygli. „Já, þetta er mjög skemmtilegt og við erum að fá mjög góð viðbrögð við uppátækinu. Við erum aðallega að gera þetta til að skemmta okkur og hittast eftir samkomubann, við erum bara mjög spenntar, vonandi koma einhverjir og hlusta á okkur,“ segir Guðbjörg og hlær.
Hornafjörður Menning Kórar Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira