„Þetta verður bylting fyrir Selfoss“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júní 2020 19:23 Forsetahjónin kynntu sér nýja miðbæinn á Selfossi í vikunni og sýndu verkefninu mikinn áhuga. Vísir/Magnús Hlynur Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar á að byggja 35 sögufrægar byggingar frá ýmsum stöðum á landinu á sex hektara svæði. Fyrsti áfanginn verður tekin í notkun eftir ár með þrettán húsum. Nýi miðbærinn er að rísa beint á móti Ölfusárbrú þegar komið er á Selfoss. Það er Sigtún Þróunarfélag sem byggir með þá Leó Árnason og Guðjón Arngrímsson, fremsta í flokki. JÁVERK á Selfossi byggir húsinu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Elisa Reid, forsetafrú fengu kynningu á miðbænum í vikunni, ásamt forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja, sem ætla að vera í miðbænum, auk þess var bæjarfulltrúum í Árborg boðið, ásamt öðrum góðum gestum. „Staðan er bara eins og áætlanir gera ráð fyrir og við gerum ráð fyrir að opna fyrsta áfanga í nýjum miðbæ, sem telur þrettán hús eftir ár. Hér verður eftir mikið af verslunum og veitingastöðum og íbúðum. Þetta verður lifandi mannlíf og skemmtilegur miðbær,“ segir Leó og bætir við. „Þetta eru allt hús, sem eiga sér sögulegar fyrirmyndir. Við erum í rauninni að byggja sögustað, hús sem stóðu einhvern tímann á Íslandi og eru núna að rísa í nýjum miðbæ. Að mörgu leyti erum við að endurbyggja söguna og útkoman verður þessi klassíski íslenski stíll sem að allir þekkja, elska og finnst notalegur.“ Leó segir að frægasta húsið verði án vafa gamla Mjólkurbú Flóamanna, hús sem að Guðjón Samúelsson teiknaði og var byggt 1929 og síðan rifið. Það hús verður andlit nýja miðbæjarins. Líkan af nýja miðbænum á Selfossi þar sem gamla húsnæði Mjólkurbús Flóamanna verður "andlit" nýja bæjarsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta verður bylting fyrir Selfoss og algjör bylting fyrir samfélagið hér og ég vona að þessi nýi miðbær verði uppspretta tækifæra, ekki eingöngu hér í miðbænum, heldur styrki stoðir undir fjölbreytta starfsemi, fjölbreytt fyrirtæki og fjölbreytt mannlíf,“ segir Leó. Árborg Forseti Íslands Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar á að byggja 35 sögufrægar byggingar frá ýmsum stöðum á landinu á sex hektara svæði. Fyrsti áfanginn verður tekin í notkun eftir ár með þrettán húsum. Nýi miðbærinn er að rísa beint á móti Ölfusárbrú þegar komið er á Selfoss. Það er Sigtún Þróunarfélag sem byggir með þá Leó Árnason og Guðjón Arngrímsson, fremsta í flokki. JÁVERK á Selfossi byggir húsinu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Elisa Reid, forsetafrú fengu kynningu á miðbænum í vikunni, ásamt forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja, sem ætla að vera í miðbænum, auk þess var bæjarfulltrúum í Árborg boðið, ásamt öðrum góðum gestum. „Staðan er bara eins og áætlanir gera ráð fyrir og við gerum ráð fyrir að opna fyrsta áfanga í nýjum miðbæ, sem telur þrettán hús eftir ár. Hér verður eftir mikið af verslunum og veitingastöðum og íbúðum. Þetta verður lifandi mannlíf og skemmtilegur miðbær,“ segir Leó og bætir við. „Þetta eru allt hús, sem eiga sér sögulegar fyrirmyndir. Við erum í rauninni að byggja sögustað, hús sem stóðu einhvern tímann á Íslandi og eru núna að rísa í nýjum miðbæ. Að mörgu leyti erum við að endurbyggja söguna og útkoman verður þessi klassíski íslenski stíll sem að allir þekkja, elska og finnst notalegur.“ Leó segir að frægasta húsið verði án vafa gamla Mjólkurbú Flóamanna, hús sem að Guðjón Samúelsson teiknaði og var byggt 1929 og síðan rifið. Það hús verður andlit nýja miðbæjarins. Líkan af nýja miðbænum á Selfossi þar sem gamla húsnæði Mjólkurbús Flóamanna verður "andlit" nýja bæjarsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta verður bylting fyrir Selfoss og algjör bylting fyrir samfélagið hér og ég vona að þessi nýi miðbær verði uppspretta tækifæra, ekki eingöngu hér í miðbænum, heldur styrki stoðir undir fjölbreytta starfsemi, fjölbreytt fyrirtæki og fjölbreytt mannlíf,“ segir Leó.
Árborg Forseti Íslands Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent