Borgarstjóri Washington nefndi torg til heiðurs Black Lives Matter Sylvía Hall skrifar 5. júní 2020 20:59 Á torginu stendur stórum stöfum að svört líf skipti máli og er það til heiðurs Black Lives Matter hreyfingarinnar. Vísir/Getty Muriel Bowser borgarstjóri Washington D.C. hefur breytt nafni torgs fyrir utan Hvíta húsið í Black Lives Matter torgið. Nafnið er sagt vera mótsvar borgarstjórans við viðbrögðum Donald Trump Bandaríkjaforseta við mótmælunum þar í landi. Þetta kemur fram á vef BBC en Bowser, sem er í Demókrataflokknum, tilkynnti nafn torgsins í dag þar sem stendur stórum stöfum „Black Lives Matter“ eða „svört líf skipta máli“. Slagorðið er málað með gulri málningu á götuna. #BlackLivesMatter pic.twitter.com/OQg6977n5r— Muriel Bowser #StayHomeDC (@MurielBowser) June 5, 2020 Torgið er þannig á milli Hvíta hússins og St. Johns kirkjunnar, en það vakti mikla athygli í vikunni þegar Trump fór í myndatöku við kirkjuna eftir ávarp sitt í Rósagarði Hvíta hússins þar sem hann tjáði sig um atburði síðastliðna daga. Til þess að forsetinn gæti stillt sér upp fyrir myndatöku fyrir utan kirkjuna með biblíu í hönd voru friðsamlegir mótmælendur beittir táragasi á torginu. Atvikið vakti mikla reiði meðal margra, enda höfðu engar óeirðir verið á svæðinu þar sem mótmælendurnir voru. Bowser sagði alla íbúa Washington vilja geta tekið þátt í friðsælum mótmælum og átt þannig samtal við ríkisstjórnina. Það væri réttur íbúa að krefjast breytinga þegar þeir upplifðu óréttlæti. Starfsmannastjóri Bowser segir ákvörðun hennar hafa komið til eftir ágreining um hver „ætti götuna“ og að hún vildi gera öllum ljóst að hún væri eign íbúa Washington. Með þessu væri hún að heiðra þá mótmælendur sem hefðu verið þar að mótmæla á mánudagskvöld. The section of 16th street in front of the White House is now officially “Black Lives Matter Plaza”. pic.twitter.com/bbJgAYE35b— Mayor Muriel Bowser (@MayorBowser) June 5, 2020 Borgarstjórinn hefur jafnframt biðlað til Trump að draga til baka allt herlið úr borginni og tekur fram að útgöngubanni hafi verið aflétt nú í morgun. Þá hafi verið dæmi um það að hermenn og lögreglumenn væru illa merktir og væru þannig ekki að starfa innan ramma laganna. „Það er mín skoðun að löggæslulið eigi að vera til staðar til þess að tryggja réttindi borgaranna, ekki takmarka þau,“ sagði borgarstjórinn í skilaboðum til forsetans. Black Lives Matter Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Víggirt Hvíta húsið deilir við ráðhúsið um yfirráð yfir Washington-borg Frá því á mánudagskvöld þegar mótmælendur voru hraktir frá Lafayettetorgi við Hvíta húsið, svo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gæti haldið myndatöku, hafa varnir við Hvíta húsið aukist gífurlega. 5. júní 2020 13:39 Aflétta útgöngubanni fyrr en áætlað var Borgaryfirvöld í bandarísku borginni Seattle í Washington-ríki hafa ákveðið að aflétta skyndilega útgöngubanni sem komið hafði verið á vegna mótmælaöldu sem farið hefur yfir stærstu borgir Bandaríkjanna, og snýr að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki. 4. júní 2020 06:49 Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Sjá meira
Muriel Bowser borgarstjóri Washington D.C. hefur breytt nafni torgs fyrir utan Hvíta húsið í Black Lives Matter torgið. Nafnið er sagt vera mótsvar borgarstjórans við viðbrögðum Donald Trump Bandaríkjaforseta við mótmælunum þar í landi. Þetta kemur fram á vef BBC en Bowser, sem er í Demókrataflokknum, tilkynnti nafn torgsins í dag þar sem stendur stórum stöfum „Black Lives Matter“ eða „svört líf skipta máli“. Slagorðið er málað með gulri málningu á götuna. #BlackLivesMatter pic.twitter.com/OQg6977n5r— Muriel Bowser #StayHomeDC (@MurielBowser) June 5, 2020 Torgið er þannig á milli Hvíta hússins og St. Johns kirkjunnar, en það vakti mikla athygli í vikunni þegar Trump fór í myndatöku við kirkjuna eftir ávarp sitt í Rósagarði Hvíta hússins þar sem hann tjáði sig um atburði síðastliðna daga. Til þess að forsetinn gæti stillt sér upp fyrir myndatöku fyrir utan kirkjuna með biblíu í hönd voru friðsamlegir mótmælendur beittir táragasi á torginu. Atvikið vakti mikla reiði meðal margra, enda höfðu engar óeirðir verið á svæðinu þar sem mótmælendurnir voru. Bowser sagði alla íbúa Washington vilja geta tekið þátt í friðsælum mótmælum og átt þannig samtal við ríkisstjórnina. Það væri réttur íbúa að krefjast breytinga þegar þeir upplifðu óréttlæti. Starfsmannastjóri Bowser segir ákvörðun hennar hafa komið til eftir ágreining um hver „ætti götuna“ og að hún vildi gera öllum ljóst að hún væri eign íbúa Washington. Með þessu væri hún að heiðra þá mótmælendur sem hefðu verið þar að mótmæla á mánudagskvöld. The section of 16th street in front of the White House is now officially “Black Lives Matter Plaza”. pic.twitter.com/bbJgAYE35b— Mayor Muriel Bowser (@MayorBowser) June 5, 2020 Borgarstjórinn hefur jafnframt biðlað til Trump að draga til baka allt herlið úr borginni og tekur fram að útgöngubanni hafi verið aflétt nú í morgun. Þá hafi verið dæmi um það að hermenn og lögreglumenn væru illa merktir og væru þannig ekki að starfa innan ramma laganna. „Það er mín skoðun að löggæslulið eigi að vera til staðar til þess að tryggja réttindi borgaranna, ekki takmarka þau,“ sagði borgarstjórinn í skilaboðum til forsetans.
Black Lives Matter Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Víggirt Hvíta húsið deilir við ráðhúsið um yfirráð yfir Washington-borg Frá því á mánudagskvöld þegar mótmælendur voru hraktir frá Lafayettetorgi við Hvíta húsið, svo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gæti haldið myndatöku, hafa varnir við Hvíta húsið aukist gífurlega. 5. júní 2020 13:39 Aflétta útgöngubanni fyrr en áætlað var Borgaryfirvöld í bandarísku borginni Seattle í Washington-ríki hafa ákveðið að aflétta skyndilega útgöngubanni sem komið hafði verið á vegna mótmælaöldu sem farið hefur yfir stærstu borgir Bandaríkjanna, og snýr að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki. 4. júní 2020 06:49 Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Sjá meira
Víggirt Hvíta húsið deilir við ráðhúsið um yfirráð yfir Washington-borg Frá því á mánudagskvöld þegar mótmælendur voru hraktir frá Lafayettetorgi við Hvíta húsið, svo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gæti haldið myndatöku, hafa varnir við Hvíta húsið aukist gífurlega. 5. júní 2020 13:39
Aflétta útgöngubanni fyrr en áætlað var Borgaryfirvöld í bandarísku borginni Seattle í Washington-ríki hafa ákveðið að aflétta skyndilega útgöngubanni sem komið hafði verið á vegna mótmælaöldu sem farið hefur yfir stærstu borgir Bandaríkjanna, og snýr að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki. 4. júní 2020 06:49
Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58