Ólafur William Hand sýknaður fyrir Landsrétti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2020 16:06 Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Vísir Ólafur William Hand, fyrrverandi upplýsingafulltrúi og forstöðumaður markaðsmála á alþjóðasviði Eimskips, var í dag sýknaður af kæru um ofbeldi í garð barnsmóður sinnar fyrir Landsrétti. Fram kemur í dómnum að sönnunargildi þeirra gagna sem voru tali styðja vitnisburð brotaþola hafi verið veikara en talið var af Héraðsdómi Reykjavíkur. Því hafi ekki verið komin fram næg sönnun fyrir sekt Ólafs svo að hafið væri yfir skynsamlegan vafa. Ólafur var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi í garð barnsmóður sinnar að viðstöddu barni þeirra í júlí 2016. Honum var einnig gert að greiða henni 400 þúsund krónur í bætur. Dómurinn var kveðinn upp í desember 2018. Ólafur var sakaður um að hafa tekið barnsmóður sína hálstaki, þrengt ítrekað að hálsi hennar og hrint henni þannig að hún féll í gólfið þegar barnsmóðir hans kom að heimili Ólafs í fylgd með sambýlismanni sínum og fulltrúa lögreglu sem fylgdist með. Ætluðu þau til útlanda með barn þeirra Ólafs sem hafði krafðist upplýsinga um fyrirhugað ferðalag. Fór barnsmóðirin í óleyfi inn á heimili Ólafs til að ná í barnið. Hann var einnig ákærður fyrir að hafa brotið barnaverndarlög þar sem barnið var talið hafa verið vitni að ofbeldinu en hann var sýknaður af því. Forsaga málsins er áralöng forræðisbarátta Ólafs við barnsmóður sína. Sagði hann sína hlið málsins í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 árið 2017 þar sem hann sakaði barnsmóður sína um tálmun. Var barnsmóðir Ólafs afar ósátt við viðtalið og kærði fréttastofu Stöðvar 2 til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Siðanefnd komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið um brot á siðareglum að ræða. Þó hefði barnsmóðurinni verið sýnd lítilsvirðing því símtölum og tölvupóstum hennar hefði ekki verið svarað. Dómsmál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Ólafur William Hand, fyrrverandi upplýsingafulltrúi og forstöðumaður markaðsmála á alþjóðasviði Eimskips, var í dag sýknaður af kæru um ofbeldi í garð barnsmóður sinnar fyrir Landsrétti. Fram kemur í dómnum að sönnunargildi þeirra gagna sem voru tali styðja vitnisburð brotaþola hafi verið veikara en talið var af Héraðsdómi Reykjavíkur. Því hafi ekki verið komin fram næg sönnun fyrir sekt Ólafs svo að hafið væri yfir skynsamlegan vafa. Ólafur var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi í garð barnsmóður sinnar að viðstöddu barni þeirra í júlí 2016. Honum var einnig gert að greiða henni 400 þúsund krónur í bætur. Dómurinn var kveðinn upp í desember 2018. Ólafur var sakaður um að hafa tekið barnsmóður sína hálstaki, þrengt ítrekað að hálsi hennar og hrint henni þannig að hún féll í gólfið þegar barnsmóðir hans kom að heimili Ólafs í fylgd með sambýlismanni sínum og fulltrúa lögreglu sem fylgdist með. Ætluðu þau til útlanda með barn þeirra Ólafs sem hafði krafðist upplýsinga um fyrirhugað ferðalag. Fór barnsmóðirin í óleyfi inn á heimili Ólafs til að ná í barnið. Hann var einnig ákærður fyrir að hafa brotið barnaverndarlög þar sem barnið var talið hafa verið vitni að ofbeldinu en hann var sýknaður af því. Forsaga málsins er áralöng forræðisbarátta Ólafs við barnsmóður sína. Sagði hann sína hlið málsins í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 árið 2017 þar sem hann sakaði barnsmóður sína um tálmun. Var barnsmóðir Ólafs afar ósátt við viðtalið og kærði fréttastofu Stöðvar 2 til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Siðanefnd komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið um brot á siðareglum að ræða. Þó hefði barnsmóðurinni verið sýnd lítilsvirðing því símtölum og tölvupóstum hennar hefði ekki verið svarað.
Dómsmál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira