Pepsi Max kvenna eftir 5 daga: Fjórar af fimm leikjahæstu konum sögunnar eru í Valsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2020 12:00 Dóra María Lárusdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir fagna saman Íslandsmeistaratitlinum í fyrra. Þær hafa báðar leikið yfir 236 leiki í efstu deild og hafa margoft orðið Íslandsmeistarar. Vísir/Daníel Þór Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 5 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Íslandsmeistarar Vals mæta með gríðarlega reynt lið til leiks í titilvörnina fyrstu titilvörn liðsins í tíu ár. Alls hafa fimm leikmenn liðsins spilað tvö hundruð leiki í efstu deild og fjórar þeirra eru meðal fimm leikjahæstu konum sögunnar í efstu deild á Íslandi. Þá vantar Hallberu Guðnýju Gísladóttur aðeins átta leiki upp á að verða sjötti leikmaður Valsliðsins með tvö hundruð leiki í efstu deild. Vinkona hennar Fanndís Friðriksdóttir lék sinn tvö hundraðasta leik í lokaumferðinni. Fjórar leikjahæstu leikmenn Valsliðsins á komandi tímabili eru aftur á móti allar á topp fimm yfir flesta deildarleiki frá upphafi og markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir er þar langfremst með 280 leiki og 28 leikja forskot á næstu konu. Dóra Mára Lárusdóttur og Málfríður Erna Sigurðardóttur vantar síðan fimmtán leiki til að verða leikjahæsti útispilarinn í sögu deildarinnar og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er bara einum leik á eftir þeim. Svo gæti vel farið að þær spili allar saman á sama tíma á miðju Valsliðsins sem væri magnað. Dóra Mára Lárusdóttur hefur spilað alla leiki sína fyrir Val og er sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki fyrir eitt félag í efstu deild kvenna. Málfríður Erna Sigurðardóttir er líka komin með yfir tvö hundruð leiki fyrir Val en spilaði í tvö tímabil með Breiðabliki. Svo gæti farið í seinni umferðinni í sumar að meirihluti byrjunarliðs Vals verði með meira en tvö hundruð leikja reynslu á bakinu. Þá er það reyndar undir Pétri Péturssyni komið hvort að hann byrjar inn á með þær Söndru, Dóru Maríu, Málfríði Ernu, Ásgerði Stefaníu, Fanndísi og Hallberu. Flestir leikir í efstu deild kvenna frá upphafi: 1. Sandra Sigurðardóttir 280 2. Harpa Þorsteinsdóttir 252 3. Dóra Mára Lárusdóttir 237 3. Málfríður Erna Sigurðardóttir 237 5. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir 236 6. Sigurlín Jónsdóttir 233 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 5 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Íslandsmeistarar Vals mæta með gríðarlega reynt lið til leiks í titilvörnina fyrstu titilvörn liðsins í tíu ár. Alls hafa fimm leikmenn liðsins spilað tvö hundruð leiki í efstu deild og fjórar þeirra eru meðal fimm leikjahæstu konum sögunnar í efstu deild á Íslandi. Þá vantar Hallberu Guðnýju Gísladóttur aðeins átta leiki upp á að verða sjötti leikmaður Valsliðsins með tvö hundruð leiki í efstu deild. Vinkona hennar Fanndís Friðriksdóttir lék sinn tvö hundraðasta leik í lokaumferðinni. Fjórar leikjahæstu leikmenn Valsliðsins á komandi tímabili eru aftur á móti allar á topp fimm yfir flesta deildarleiki frá upphafi og markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir er þar langfremst með 280 leiki og 28 leikja forskot á næstu konu. Dóra Mára Lárusdóttur og Málfríður Erna Sigurðardóttur vantar síðan fimmtán leiki til að verða leikjahæsti útispilarinn í sögu deildarinnar og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er bara einum leik á eftir þeim. Svo gæti vel farið að þær spili allar saman á sama tíma á miðju Valsliðsins sem væri magnað. Dóra Mára Lárusdóttur hefur spilað alla leiki sína fyrir Val og er sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki fyrir eitt félag í efstu deild kvenna. Málfríður Erna Sigurðardóttir er líka komin með yfir tvö hundruð leiki fyrir Val en spilaði í tvö tímabil með Breiðabliki. Svo gæti farið í seinni umferðinni í sumar að meirihluti byrjunarliðs Vals verði með meira en tvö hundruð leikja reynslu á bakinu. Þá er það reyndar undir Pétri Péturssyni komið hvort að hann byrjar inn á með þær Söndru, Dóru Maríu, Málfríði Ernu, Ásgerði Stefaníu, Fanndísi og Hallberu. Flestir leikir í efstu deild kvenna frá upphafi: 1. Sandra Sigurðardóttir 280 2. Harpa Þorsteinsdóttir 252 3. Dóra Mára Lárusdóttir 237 3. Málfríður Erna Sigurðardóttir 237 5. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir 236 6. Sigurlín Jónsdóttir 233
Flestir leikir í efstu deild kvenna frá upphafi: 1. Sandra Sigurðardóttir 280 2. Harpa Þorsteinsdóttir 252 3. Dóra Mára Lárusdóttir 237 3. Málfríður Erna Sigurðardóttir 237 5. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir 236 6. Sigurlín Jónsdóttir 233
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira