„Held að rafíþróttir verði stærri en handbolti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júní 2020 12:30 Bjarni Þór Guðmundsson og Eðvarð Þór Heimisson eru klárir í úrslitaleik Stórmeistaramóts Vodafone-deildarinnar í CS:GO. Þar mætir Fylkir FH. Fylkir og FH eigast við í úrslitaleik Stórmeistaramóts Vodafone-deildarinnar í CS:GO á sunnudaginn. Fylkismennirnir Bjarni Þór Guðmundsson og Eðvarð Þór Heimisson, sem spila undir nöfnunum Bjarni og EddezeNN, segja að umhverfið í íslenskum rafíþróttum hafi breyst mikið á undanförnum mánuðum. „Ég hef ekki spilað í nema í fimm ár en bara á síðasta ári hef ég tekið eftir rosalegum breytingum. Þetta er orðið svo miklu meira atvinnumannalegt. Maður getur ekki gert það sem mann langar til lengur, það þarf allt að vera gert rétt og eftir reglum. Miklu meira eins og ég ímynda mér alvöru íþróttir,“ sagði Bjarni. Eðvarð segir að ramminn utan um rafíþróttaiðkun sé orðinn mun skýrari en hann var. „Sportið er að þroskast og æfingarnar að breytast. Það koma bara svo miklu betri hlutir þegar menn eru farnir að vera í sjónvarpi og læti. Það er eitthvað sem ég gat ekki ímyndað mér þegar ég byrjaði að spila tíu ára gamall. Í dag sjá krakkarnir okkur spila og hafa eitthvað til að stefna að og geta byrjað bara strax að æfa rétt,“ sagði Eðvarð. Vilja vera á toppnum Fylkir hefur barist á toppi Vodafone-deildarinnar síðan hún var sett á laggirnar. Strákarnir vilja ná langt. „Ég set pressu á sjálfan mig um að halda áfram að keppa um toppsæti,“ sagði Eðvarð. Bjarni tók í sama streng. „Mig langar bara að vera á toppnum en Fylkir setur enga pressu þeir hafa verið duglegir að reyna að halda okkur í jafnvægi. En ég geri allt sem ég get til þess að vera þar sem við erum núna. Þegar þú ert búinn að prufa að vinna þá langar þig ekkert að fara tapa.“ Stundum pirrandi að geta ekki gert allt sem maður vill En hvað hafa þessi stóru hefðbundnu íþróttafélag fram að færa í rafíþróttum? „Það er ýmislegt við fáum kort í World Class og förum saman á líkamlegar æfingar í staðinn fyrir að bara vera að spila. Svo hafa verið hópfundir þar sem við förum yfir okkar markmið og vinnum í andlega þættinum,“ sagði Bjarni. „Þannig að það er alveg margt mjög jákvætt en það er alveg pirrandi stundum að geta ekki gert hvað sem maður vill hvenær sem er. En það er klárlega betra að tilheyra einhverju formlegu félagi en eins og þetta var þegar maður var krakki og ef einhver fór í fýlu þá hætti hann bara í liðinu. Við verðum að tala meira saman núna sem er gott.“ Eðvarð segir að þónokkur tími fari í að ræða leikáætlanir og skipulag. „Þeir hvetja mann líka til að spila meira markvisst, ekki bara spila til að spila mikið. Við ræðum rosa mikið saman líka um leikinn og taktík í staðin fyrir að spila bara endalaust.“ Stöðvaðir í skólanum af ókunnugum Strákarnir segja að rafíþróttir séu í stöðugri sókn og muni velta rótgrónum íþróttum af stalli sínum áður eftir eitt ár. „Við verðum örugglega á sama stað og handbolti á Íslandi í dag. Senan er að vaxa, við finnum áhugann og það er mergjað hversu margir eru að horfa á okkur spila. Ókunnugir eru farnir að stöðva mann í skólanum til að ræða leikinn sem maður var að spila,“ sagði Bjarni. „Ég held að við verðum stærri en handbolti! Það eru svo ótrúlega margir sem horfa nú þegar á rafíþróttir, svo mikið af fólki og svo margir mismunandi leikir líka til að fylgjast með, svo það eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi.“ Brjálaður að missa af deildarmeistaratitlinum Fylkir varð af deildarmeistaratitlinum í síðasta leik tímabilsins. Strákarnir nota það til brýningar. „Þetta var ákveðið spark í rassinn. Þetta minnti okkur á það að það eru allir að bæta sig á fullu og við megum alls ekki slaka á,“ sagði Eðvarð. „Ég var bara brjálaður, ég vissi að við gátum betur en við bara mættum ekki með fulla einbeitingu. Ég var bara virkilega sár og reiður en með góðu spjalli við liðið eftir leikinn þá gat ég nýtt þessa orku yfir í að ætla okkur að vinna Stórmeistaramótið. Liðið okkar er frábært og við hjálpum hvor öðrum þegar við pirrumst eða missum einbeitinguna.“ Eigum að taka FH í níu af tíu skiptum FH-ingar búa yfir meiri reynslu en Fylkismenn og hafa sýnt gamla takta á tímabilinu. „Spilastíllinn þeirra hentar okkur betur en Dusty, það er erfitt að lesa í Dusty en FH eru taktískir og við fílum að mæta þannig andstæðingum,“ sagði Eðvarð. „Ég er svolítið svekktur að fá ekki loksins að vinna Dusty í úrslitaleik en ég held að við eigum að taka FH í níu af tíu skiptum. Þetta eru strákar sem maður leit upp til í gamla daga en ég held bara að við séum búnir að taka fram úr þeim og ég býst við að við vinnum.“ Úrslitaleikur Fylkis og FH verður í opinni dagskrá á Stöð 2 eSport klukkan 17:00 á sunnudaginn. Rafíþróttir Vodafone-deildin Fylkir Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn
Fylkir og FH eigast við í úrslitaleik Stórmeistaramóts Vodafone-deildarinnar í CS:GO á sunnudaginn. Fylkismennirnir Bjarni Þór Guðmundsson og Eðvarð Þór Heimisson, sem spila undir nöfnunum Bjarni og EddezeNN, segja að umhverfið í íslenskum rafíþróttum hafi breyst mikið á undanförnum mánuðum. „Ég hef ekki spilað í nema í fimm ár en bara á síðasta ári hef ég tekið eftir rosalegum breytingum. Þetta er orðið svo miklu meira atvinnumannalegt. Maður getur ekki gert það sem mann langar til lengur, það þarf allt að vera gert rétt og eftir reglum. Miklu meira eins og ég ímynda mér alvöru íþróttir,“ sagði Bjarni. Eðvarð segir að ramminn utan um rafíþróttaiðkun sé orðinn mun skýrari en hann var. „Sportið er að þroskast og æfingarnar að breytast. Það koma bara svo miklu betri hlutir þegar menn eru farnir að vera í sjónvarpi og læti. Það er eitthvað sem ég gat ekki ímyndað mér þegar ég byrjaði að spila tíu ára gamall. Í dag sjá krakkarnir okkur spila og hafa eitthvað til að stefna að og geta byrjað bara strax að æfa rétt,“ sagði Eðvarð. Vilja vera á toppnum Fylkir hefur barist á toppi Vodafone-deildarinnar síðan hún var sett á laggirnar. Strákarnir vilja ná langt. „Ég set pressu á sjálfan mig um að halda áfram að keppa um toppsæti,“ sagði Eðvarð. Bjarni tók í sama streng. „Mig langar bara að vera á toppnum en Fylkir setur enga pressu þeir hafa verið duglegir að reyna að halda okkur í jafnvægi. En ég geri allt sem ég get til þess að vera þar sem við erum núna. Þegar þú ert búinn að prufa að vinna þá langar þig ekkert að fara tapa.“ Stundum pirrandi að geta ekki gert allt sem maður vill En hvað hafa þessi stóru hefðbundnu íþróttafélag fram að færa í rafíþróttum? „Það er ýmislegt við fáum kort í World Class og förum saman á líkamlegar æfingar í staðinn fyrir að bara vera að spila. Svo hafa verið hópfundir þar sem við förum yfir okkar markmið og vinnum í andlega þættinum,“ sagði Bjarni. „Þannig að það er alveg margt mjög jákvætt en það er alveg pirrandi stundum að geta ekki gert hvað sem maður vill hvenær sem er. En það er klárlega betra að tilheyra einhverju formlegu félagi en eins og þetta var þegar maður var krakki og ef einhver fór í fýlu þá hætti hann bara í liðinu. Við verðum að tala meira saman núna sem er gott.“ Eðvarð segir að þónokkur tími fari í að ræða leikáætlanir og skipulag. „Þeir hvetja mann líka til að spila meira markvisst, ekki bara spila til að spila mikið. Við ræðum rosa mikið saman líka um leikinn og taktík í staðin fyrir að spila bara endalaust.“ Stöðvaðir í skólanum af ókunnugum Strákarnir segja að rafíþróttir séu í stöðugri sókn og muni velta rótgrónum íþróttum af stalli sínum áður eftir eitt ár. „Við verðum örugglega á sama stað og handbolti á Íslandi í dag. Senan er að vaxa, við finnum áhugann og það er mergjað hversu margir eru að horfa á okkur spila. Ókunnugir eru farnir að stöðva mann í skólanum til að ræða leikinn sem maður var að spila,“ sagði Bjarni. „Ég held að við verðum stærri en handbolti! Það eru svo ótrúlega margir sem horfa nú þegar á rafíþróttir, svo mikið af fólki og svo margir mismunandi leikir líka til að fylgjast með, svo það eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi.“ Brjálaður að missa af deildarmeistaratitlinum Fylkir varð af deildarmeistaratitlinum í síðasta leik tímabilsins. Strákarnir nota það til brýningar. „Þetta var ákveðið spark í rassinn. Þetta minnti okkur á það að það eru allir að bæta sig á fullu og við megum alls ekki slaka á,“ sagði Eðvarð. „Ég var bara brjálaður, ég vissi að við gátum betur en við bara mættum ekki með fulla einbeitingu. Ég var bara virkilega sár og reiður en með góðu spjalli við liðið eftir leikinn þá gat ég nýtt þessa orku yfir í að ætla okkur að vinna Stórmeistaramótið. Liðið okkar er frábært og við hjálpum hvor öðrum þegar við pirrumst eða missum einbeitinguna.“ Eigum að taka FH í níu af tíu skiptum FH-ingar búa yfir meiri reynslu en Fylkismenn og hafa sýnt gamla takta á tímabilinu. „Spilastíllinn þeirra hentar okkur betur en Dusty, það er erfitt að lesa í Dusty en FH eru taktískir og við fílum að mæta þannig andstæðingum,“ sagði Eðvarð. „Ég er svolítið svekktur að fá ekki loksins að vinna Dusty í úrslitaleik en ég held að við eigum að taka FH í níu af tíu skiptum. Þetta eru strákar sem maður leit upp til í gamla daga en ég held bara að við séum búnir að taka fram úr þeim og ég býst við að við vinnum.“ Úrslitaleikur Fylkis og FH verður í opinni dagskrá á Stöð 2 eSport klukkan 17:00 á sunnudaginn.
Rafíþróttir Vodafone-deildin Fylkir Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn