7 dagar í Pepsi Max: Silfur-Blikar hafa beðið í áratug eftir gullinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2020 10:00 Bikar fagna marki á móti Val í Pepsi Max deild karla í fyrrasumar. Vísir/Bára Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 7 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Breiðablik hefur unnið fjögur silfurverðlaun á Íslandsmóti karla undanfarin átta tímabil en Íslandsmeistaratitilinn hefur látið bíða eftir sér í Smáranum í heilan áratug. Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina skiptið undir stjórn Ólafs Kristjánssonar sumarið 2010. Blikar urðu í öðru sæti í deildinni 2012, 2015 og svo á síðustu tveimur tímabilum undir stjórn Ágúst Þórs Gylfasonar. Ágúst fékk ekki að halda áfram með Kópavogsliðið sem mætir nú til leiks undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Blikar hafa verið mjög langt á eftir Íslandsmeisturunum á tveimur þessar fjögurra tímabila. Þeir voru þrettán stigum á eftir FH 2012 og svo fjórtán stigum á eftir Íslandsmeisturum KR síðasta haust. Það munaði mun minna á þeim og Íslandsmeisturunum á hinum silfursumrunum því Blikar voru tveimur stigum á eftir bæði Íslandsmeisturum FH 2015 og meisturum Vals 2018. Síðasta lið til að vinna tvö silfur í röð og fylgja því eftir með Íslandsmeistaratitli var lið FH sumarið 2015. FH hafði þá endaði í öðru sæti á eftir KR (2013) og Stjörnunni (2014) tímabilin á undan en varð Íslandsmeistari haustið 2015. FH endurtók þá leikinn frá 2012 þegar liðið fylgdi eftir silfurtímabilum 2010 og 2011 með Íslandsmeistaratitli. Stjörnumenn unnu tvö silfurverðlaun í röð 2016 og 2017 en tókst ekki að fylgja því eftir og hefur dottið niður um eitt sæti á síðustu tveimur leiktíðum. Stjarnan varð í 3. sæti 2018 og svo í fjórða sætinu í fyrra. Flest silfurverðlaun á síðustu átta tímabilum 4 - Breiðablik (2012, 2015, 2018, 2019) 2 - Stjarnan (2016, 2017) 2 - FH (2013, 2014) Þriðja tímabilið eftir tvö silfurverðlaun í röð: (Í nútíma bolta frá 1977-2019) Breiðablik 2020 - ??. sæti Stjarnan 2018 - 3. sæti FH 2015 - Íslandsmeistari FH 2012 - Íslandsmeistari KR 1997 - 5. sæti FH 1995 - 9. sæti og fall Fram 1982 - 9. sæti og fall ÍA 1980 - 3. sæti Fram 1977 - 8. sæti Breiðablik Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 7 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Breiðablik hefur unnið fjögur silfurverðlaun á Íslandsmóti karla undanfarin átta tímabil en Íslandsmeistaratitilinn hefur látið bíða eftir sér í Smáranum í heilan áratug. Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina skiptið undir stjórn Ólafs Kristjánssonar sumarið 2010. Blikar urðu í öðru sæti í deildinni 2012, 2015 og svo á síðustu tveimur tímabilum undir stjórn Ágúst Þórs Gylfasonar. Ágúst fékk ekki að halda áfram með Kópavogsliðið sem mætir nú til leiks undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Blikar hafa verið mjög langt á eftir Íslandsmeisturunum á tveimur þessar fjögurra tímabila. Þeir voru þrettán stigum á eftir FH 2012 og svo fjórtán stigum á eftir Íslandsmeisturum KR síðasta haust. Það munaði mun minna á þeim og Íslandsmeisturunum á hinum silfursumrunum því Blikar voru tveimur stigum á eftir bæði Íslandsmeisturum FH 2015 og meisturum Vals 2018. Síðasta lið til að vinna tvö silfur í röð og fylgja því eftir með Íslandsmeistaratitli var lið FH sumarið 2015. FH hafði þá endaði í öðru sæti á eftir KR (2013) og Stjörnunni (2014) tímabilin á undan en varð Íslandsmeistari haustið 2015. FH endurtók þá leikinn frá 2012 þegar liðið fylgdi eftir silfurtímabilum 2010 og 2011 með Íslandsmeistaratitli. Stjörnumenn unnu tvö silfurverðlaun í röð 2016 og 2017 en tókst ekki að fylgja því eftir og hefur dottið niður um eitt sæti á síðustu tveimur leiktíðum. Stjarnan varð í 3. sæti 2018 og svo í fjórða sætinu í fyrra. Flest silfurverðlaun á síðustu átta tímabilum 4 - Breiðablik (2012, 2015, 2018, 2019) 2 - Stjarnan (2016, 2017) 2 - FH (2013, 2014) Þriðja tímabilið eftir tvö silfurverðlaun í röð: (Í nútíma bolta frá 1977-2019) Breiðablik 2020 - ??. sæti Stjarnan 2018 - 3. sæti FH 2015 - Íslandsmeistari FH 2012 - Íslandsmeistari KR 1997 - 5. sæti FH 1995 - 9. sæti og fall Fram 1982 - 9. sæti og fall ÍA 1980 - 3. sæti Fram 1977 - 8. sæti
Flest silfurverðlaun á síðustu átta tímabilum 4 - Breiðablik (2012, 2015, 2018, 2019) 2 - Stjarnan (2016, 2017) 2 - FH (2013, 2014) Þriðja tímabilið eftir tvö silfurverðlaun í röð: (Í nútíma bolta frá 1977-2019) Breiðablik 2020 - ??. sæti Stjarnan 2018 - 3. sæti FH 2015 - Íslandsmeistari FH 2012 - Íslandsmeistari KR 1997 - 5. sæti FH 1995 - 9. sæti og fall Fram 1982 - 9. sæti og fall ÍA 1980 - 3. sæti Fram 1977 - 8. sæti
Breiðablik Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira