Sýknuð í meiðyrðamáli sem foreldrar ráku fyrir hönd látins sonar síns Sylvía Hall skrifar 5. júní 2020 08:00 Dómur var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjaness í fyrradag. Vísir/Vilhelm Kona var í fyrradag sýknuð í héraðsdómi Reykjaness af miskabótakröfu sem foreldrar látins manns kröfðust fyrir hönd dánarbús sonar síns. Var konan sökuð um ærumeiðandi ummæli og ólögmæta meingerð með því að hafa tvívegis fullyrt að maðurinn hefði brotið á sér kynferðislega. Konan hafði kynnst manninum árið 2014 þegar þau stunduðu bæði nám við Háskóla Íslands og fóru þau á stefnumót í byrjun sumars 2015. Maðurinn hafði svo tjáð henni að hann vildi ekki binda sig og sleit sambandi þeirra, en þau höfðu stundað kynlíf saman skömmu fyrir það. Mánuði seinna hittust þau svo fyrir tilviljun og stunduðu kynlíf en í bæði skiptin þótti konunni það vera harkalegt og gróft. Þá segir konan manninn hafa verið undir áhrifum amfetamíns í seinna skiptið. Tæpum tveimur árum síðan bað konan manninn um að hitta sig aftur þar sem hún sagði honum að hann hefði beitt sig kynferðislegu ofbeldi sem hefði lagt líf hennar í rúst. Vildu hún að maðurinn myndi viðurkenna framkomu sína en hann neitaði því og taldi enga ástæðu til þess að biðjast afsökunar. Leitaði til fagráðsins vegna nærveru hans á háskólasvæðinu Haustið 2018 hóf maðurinn nám að nýju við háskólann og sagðist konan hafa orðið áþreifanlega vör við nærveru hans á háskólasvæðinu. Henni þótti það óþægilegt og sendi formanni fagráðs Háskóla Íslands um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi tölvupóst þar sem hún óskaði eftir viðtalstíma. Á fundi fagráðsins sagði hún manninn hafa farið algjörlega yfir sín mörk, tekið sig hálstaki og sýnt henni mikla heift. Hún hafi beðið hann að hætta án árangurs og orðið hrædd, enda hafi hún talið sig ekki „hafa neitt í hann“. Þá hafi hann veið harkalegur þannig að blæddi úr kynfærum hennar. Sagðist konan hafa upplifað mikla vanlíðan daginn eftir og liti svo á að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi. Fagráðið boðaði manninn á fund til sín þar sem maðurinn sagðist ekki kannast við lýsingar hennar á kynlífinu. Hann væri tilbúin að hitta hana ef hún vildi þar sem hann vildi ekki hafa málið hangandi yfir sér. Því hafnaði konan og var ósátt við afstöðu mannsins. Meðferð fagráðsins lauk með því að því þótti ekki unnt að komast að niðurstöðu en lagði þó til að aðilar málsins myndu hittast og reyna að leysa vandann. Konan leitaði til fagráðs Háskóla Íslands vegna málsins.Vísir/Vilhelm Lést í miðjum málarekstri Í júnímánuði árið 2019 sendi lögmaður mannsins konunni bréf, bað hana um afsökunarbeiðni og krafðist tveggja milljóna í miskabætur innan fjórtán daga frá dagsetningu bréfsins ella yrði höfðað mál. Í júlí á síðasta ári kærði konan manninn fyrir kynferðisbrot. Maðurinn lést á meðan málið var í ferli en í vottorði sálfræðings frá því í nóvember á síðasta ári kemur fram að hann hafði upplifað mikla vanlíðan vegna málsins hjá fagráðinu og ásakanirnar hefðu leitt til persónubreytinga. Hann upplifði mikla depurð og áhyggjur vegna þess. Hann sagði „alla vita“ um ásakanirnar um kynferðisbrot og það hafi leitt til þess að hann einangraðist. Niðurstöður sálfræðingsins voru þær að hann sýndi einkenni þunglyndis, en hann ætti sögu um slíkt frá yngri árum. Í apríl á þessu ári fengu foreldrar mannsins leyfi til einkaskipta á dánarbúinu og kusu þeir að halda málinu til streitu. Héldu þau því fram að ummælin fælu í sér grófa árás á persónu mannsins og æru og væru jafnframt til þess fallin að hafa neikvæð áhrif á mannorð hans bæði innan og utan háskólans. Leitaði til fagráðsins í góðri trú Dómurinn taldi ágreiningslaust að konan hefði látið ummælin falla á fundinum. Þó hafi það verið gert á lokuðum fundi þar sem aðeins þrír fulltrúar fagráðs voru staddir og voru þeir allir bundnir þagmælsku um það sem fram fór á fundinum. Jafnframt hafi ekkert legið fyrir í málinu að kvörtunin hafi þannig borist til fleiri aðila en fulltrúa fagráðsins og ósannað að konan hafi upplýst aðra en sína allra nánustu um kvörtunina og efni hennar. Konan hafi leitað til fagráðsins í góðri trú um að það væri réttur vettvangur fyrir málið og ráðið gæti aðstoðað hana í samskiptum við manninn. Ekki þótti sannað að konan hefði valdið manninum álitsspjöllum með saknæmum og ólögmætum hætti og skorti því skilyrði fyrir bótaábyrgð hennar. Konan var því sýknuð af miskabótakröfu dánarbúsins. Dómsmál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Kona var í fyrradag sýknuð í héraðsdómi Reykjaness af miskabótakröfu sem foreldrar látins manns kröfðust fyrir hönd dánarbús sonar síns. Var konan sökuð um ærumeiðandi ummæli og ólögmæta meingerð með því að hafa tvívegis fullyrt að maðurinn hefði brotið á sér kynferðislega. Konan hafði kynnst manninum árið 2014 þegar þau stunduðu bæði nám við Háskóla Íslands og fóru þau á stefnumót í byrjun sumars 2015. Maðurinn hafði svo tjáð henni að hann vildi ekki binda sig og sleit sambandi þeirra, en þau höfðu stundað kynlíf saman skömmu fyrir það. Mánuði seinna hittust þau svo fyrir tilviljun og stunduðu kynlíf en í bæði skiptin þótti konunni það vera harkalegt og gróft. Þá segir konan manninn hafa verið undir áhrifum amfetamíns í seinna skiptið. Tæpum tveimur árum síðan bað konan manninn um að hitta sig aftur þar sem hún sagði honum að hann hefði beitt sig kynferðislegu ofbeldi sem hefði lagt líf hennar í rúst. Vildu hún að maðurinn myndi viðurkenna framkomu sína en hann neitaði því og taldi enga ástæðu til þess að biðjast afsökunar. Leitaði til fagráðsins vegna nærveru hans á háskólasvæðinu Haustið 2018 hóf maðurinn nám að nýju við háskólann og sagðist konan hafa orðið áþreifanlega vör við nærveru hans á háskólasvæðinu. Henni þótti það óþægilegt og sendi formanni fagráðs Háskóla Íslands um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi tölvupóst þar sem hún óskaði eftir viðtalstíma. Á fundi fagráðsins sagði hún manninn hafa farið algjörlega yfir sín mörk, tekið sig hálstaki og sýnt henni mikla heift. Hún hafi beðið hann að hætta án árangurs og orðið hrædd, enda hafi hún talið sig ekki „hafa neitt í hann“. Þá hafi hann veið harkalegur þannig að blæddi úr kynfærum hennar. Sagðist konan hafa upplifað mikla vanlíðan daginn eftir og liti svo á að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi. Fagráðið boðaði manninn á fund til sín þar sem maðurinn sagðist ekki kannast við lýsingar hennar á kynlífinu. Hann væri tilbúin að hitta hana ef hún vildi þar sem hann vildi ekki hafa málið hangandi yfir sér. Því hafnaði konan og var ósátt við afstöðu mannsins. Meðferð fagráðsins lauk með því að því þótti ekki unnt að komast að niðurstöðu en lagði þó til að aðilar málsins myndu hittast og reyna að leysa vandann. Konan leitaði til fagráðs Háskóla Íslands vegna málsins.Vísir/Vilhelm Lést í miðjum málarekstri Í júnímánuði árið 2019 sendi lögmaður mannsins konunni bréf, bað hana um afsökunarbeiðni og krafðist tveggja milljóna í miskabætur innan fjórtán daga frá dagsetningu bréfsins ella yrði höfðað mál. Í júlí á síðasta ári kærði konan manninn fyrir kynferðisbrot. Maðurinn lést á meðan málið var í ferli en í vottorði sálfræðings frá því í nóvember á síðasta ári kemur fram að hann hafði upplifað mikla vanlíðan vegna málsins hjá fagráðinu og ásakanirnar hefðu leitt til persónubreytinga. Hann upplifði mikla depurð og áhyggjur vegna þess. Hann sagði „alla vita“ um ásakanirnar um kynferðisbrot og það hafi leitt til þess að hann einangraðist. Niðurstöður sálfræðingsins voru þær að hann sýndi einkenni þunglyndis, en hann ætti sögu um slíkt frá yngri árum. Í apríl á þessu ári fengu foreldrar mannsins leyfi til einkaskipta á dánarbúinu og kusu þeir að halda málinu til streitu. Héldu þau því fram að ummælin fælu í sér grófa árás á persónu mannsins og æru og væru jafnframt til þess fallin að hafa neikvæð áhrif á mannorð hans bæði innan og utan háskólans. Leitaði til fagráðsins í góðri trú Dómurinn taldi ágreiningslaust að konan hefði látið ummælin falla á fundinum. Þó hafi það verið gert á lokuðum fundi þar sem aðeins þrír fulltrúar fagráðs voru staddir og voru þeir allir bundnir þagmælsku um það sem fram fór á fundinum. Jafnframt hafi ekkert legið fyrir í málinu að kvörtunin hafi þannig borist til fleiri aðila en fulltrúa fagráðsins og ósannað að konan hafi upplýst aðra en sína allra nánustu um kvörtunina og efni hennar. Konan hafi leitað til fagráðsins í góðri trú um að það væri réttur vettvangur fyrir málið og ráðið gæti aðstoðað hana í samskiptum við manninn. Ekki þótti sannað að konan hefði valdið manninum álitsspjöllum með saknæmum og ólögmætum hætti og skorti því skilyrði fyrir bótaábyrgð hennar. Konan var því sýknuð af miskabótakröfu dánarbúsins.
Dómsmál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira