Lætur ekki íslensk stjórnvöld stjórna lund sinni Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2020 14:05 Helgi segir að til tíðinda hafi dregið í Samherjamálinu í Namibíu í morgun en hann, ásamt Aðalsteini Kjartanssyni og Stefáni Drengssyni hlutu alþjóðlega viðurkenningu í dag fyrir umfjöllun sína um málið sem dregið hefur dilk á eftir sér. Í Namibíu en rólegra er yfir því hér á Íslandi. Blaðamennirnir Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson auk Stefáns Drengssonar framleiðanda hlutu nýverið sérstök heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi umfjöllun í máli sem á Íslandi hefur gengið undir nafninu Samherjaskjölin. Að auki hlaut Fisayo Soyombo, sem skrifar frá Namibíu, verðlaun af sama tilefni. Um er að ræða hin virtu WJP Anthony Lewis-verðlaun. Helgi Seljan, segir í samtali við Vísi, þetta afar ánægjulegt fyrir þá. „Fínn hópur að tilheyra. Svona verðlaun og viðurkenningar eru auðvitað óskaplegt hjóm, svona þar til maður fær þau sjálfur. Þá eru þau hvatning,“ segir Helgi. Namibísk yfirvöld óska eftir aðstoð Interpol Um er að ræða verðlaun sem veitt eru sérstaklega fyrir umfjöllun um lögfræðileg álitaefni. „Já eða málefni sem varða lögbrot og það að lögum æ fylgt,“ segir Helgi. En Lewis-verðlaunin snúa að umfjöllun um málefni sem varða lög í tengslum við mannréttindi, aðgengi að lögfræðilegri úrlausn í málum er varða spillingu stjórnvalda og sjálfstæði dómsstóla svo fátt eitt sé nefnt. Helgi og Aðalsteinn. Umfjöllun þeirra um umsvif Samherja í Namibíu hafa vakið mikla athygli og lof víða á bæjum.visir/vilhelm Verðlaunin verða hugsanlega til að stugga við því máli sem opnað var upp á gátt í umfjöllun um Samherjaskjölin af þeim Helga, Aðalsteini og Stefáni. En, það virðist reyndar sofnað svefninum langa. Eða hvað? „Það er auðvitað á sinni leið - í það minnsta í Namibíu,“ segir Helgi og bendir til að mynda á umfjöllun Informanté í Namibíu í morgun. Síðast í morgun var lausn sjömenninganna sem sitja þar inni, vegna ásakana um spillt viðskiptasamband sitt við Samherja, hafnað. Bréfið sem Helga barst þar sem tilkynnt var um að þeir félagar hlytu sérstök heiðursverðlaun fyrir umfjöllun sína. Þar kom ennfremur fram að namibísk yfirvöld hefðu óskað formlegrar atbeina Interpol að málinu, sem sagt er teygja sig til níu þjóðlanda. Hér er rannsóknin, eftir því sem mér skilst, í gangi, en skemur á veg komin.“ Réttlætinu úthlutað eftir torkennilegum leiðum En, fátt að frétta á Íslandi? „Það er svo alltaf fátt að frétta af svona rannsóknum, þar til dregur til tíðinda. Og það hlýtur að styttast í það.“ Nú má segja að tragedían í blaðamennsku sé sú að menn keppast við að afhjúpa skandala og svínarí samviskusamlega, leggja allt undir en svo gerist ekki neitt. Er þetta eitthvað sem þú hefur mátt eiga við, depurð sem fylgir slíkri stöðu? „Ég hef vissulega reglulega glímt við depurð. En aldrei verið svo illa fyrir mér komið að láta lund mína stjórnast af úthlutun íslenskra stjórnvalda á réttlæti, hvað þá því hvernig þessu réttlæti er úthlutað milli mismunandi manna. Svo nei.“ Fjölmiðlar Samherjaskjölin Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Sjá meira
Blaðamennirnir Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson auk Stefáns Drengssonar framleiðanda hlutu nýverið sérstök heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi umfjöllun í máli sem á Íslandi hefur gengið undir nafninu Samherjaskjölin. Að auki hlaut Fisayo Soyombo, sem skrifar frá Namibíu, verðlaun af sama tilefni. Um er að ræða hin virtu WJP Anthony Lewis-verðlaun. Helgi Seljan, segir í samtali við Vísi, þetta afar ánægjulegt fyrir þá. „Fínn hópur að tilheyra. Svona verðlaun og viðurkenningar eru auðvitað óskaplegt hjóm, svona þar til maður fær þau sjálfur. Þá eru þau hvatning,“ segir Helgi. Namibísk yfirvöld óska eftir aðstoð Interpol Um er að ræða verðlaun sem veitt eru sérstaklega fyrir umfjöllun um lögfræðileg álitaefni. „Já eða málefni sem varða lögbrot og það að lögum æ fylgt,“ segir Helgi. En Lewis-verðlaunin snúa að umfjöllun um málefni sem varða lög í tengslum við mannréttindi, aðgengi að lögfræðilegri úrlausn í málum er varða spillingu stjórnvalda og sjálfstæði dómsstóla svo fátt eitt sé nefnt. Helgi og Aðalsteinn. Umfjöllun þeirra um umsvif Samherja í Namibíu hafa vakið mikla athygli og lof víða á bæjum.visir/vilhelm Verðlaunin verða hugsanlega til að stugga við því máli sem opnað var upp á gátt í umfjöllun um Samherjaskjölin af þeim Helga, Aðalsteini og Stefáni. En, það virðist reyndar sofnað svefninum langa. Eða hvað? „Það er auðvitað á sinni leið - í það minnsta í Namibíu,“ segir Helgi og bendir til að mynda á umfjöllun Informanté í Namibíu í morgun. Síðast í morgun var lausn sjömenninganna sem sitja þar inni, vegna ásakana um spillt viðskiptasamband sitt við Samherja, hafnað. Bréfið sem Helga barst þar sem tilkynnt var um að þeir félagar hlytu sérstök heiðursverðlaun fyrir umfjöllun sína. Þar kom ennfremur fram að namibísk yfirvöld hefðu óskað formlegrar atbeina Interpol að málinu, sem sagt er teygja sig til níu þjóðlanda. Hér er rannsóknin, eftir því sem mér skilst, í gangi, en skemur á veg komin.“ Réttlætinu úthlutað eftir torkennilegum leiðum En, fátt að frétta á Íslandi? „Það er svo alltaf fátt að frétta af svona rannsóknum, þar til dregur til tíðinda. Og það hlýtur að styttast í það.“ Nú má segja að tragedían í blaðamennsku sé sú að menn keppast við að afhjúpa skandala og svínarí samviskusamlega, leggja allt undir en svo gerist ekki neitt. Er þetta eitthvað sem þú hefur mátt eiga við, depurð sem fylgir slíkri stöðu? „Ég hef vissulega reglulega glímt við depurð. En aldrei verið svo illa fyrir mér komið að láta lund mína stjórnast af úthlutun íslenskra stjórnvalda á réttlæti, hvað þá því hvernig þessu réttlæti er úthlutað milli mismunandi manna. Svo nei.“
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Sjá meira