Lætur ekki íslensk stjórnvöld stjórna lund sinni Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2020 14:05 Helgi segir að til tíðinda hafi dregið í Samherjamálinu í Namibíu í morgun en hann, ásamt Aðalsteini Kjartanssyni og Stefáni Drengssyni hlutu alþjóðlega viðurkenningu í dag fyrir umfjöllun sína um málið sem dregið hefur dilk á eftir sér. Í Namibíu en rólegra er yfir því hér á Íslandi. Blaðamennirnir Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson auk Stefáns Drengssonar framleiðanda hlutu nýverið sérstök heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi umfjöllun í máli sem á Íslandi hefur gengið undir nafninu Samherjaskjölin. Að auki hlaut Fisayo Soyombo, sem skrifar frá Namibíu, verðlaun af sama tilefni. Um er að ræða hin virtu WJP Anthony Lewis-verðlaun. Helgi Seljan, segir í samtali við Vísi, þetta afar ánægjulegt fyrir þá. „Fínn hópur að tilheyra. Svona verðlaun og viðurkenningar eru auðvitað óskaplegt hjóm, svona þar til maður fær þau sjálfur. Þá eru þau hvatning,“ segir Helgi. Namibísk yfirvöld óska eftir aðstoð Interpol Um er að ræða verðlaun sem veitt eru sérstaklega fyrir umfjöllun um lögfræðileg álitaefni. „Já eða málefni sem varða lögbrot og það að lögum æ fylgt,“ segir Helgi. En Lewis-verðlaunin snúa að umfjöllun um málefni sem varða lög í tengslum við mannréttindi, aðgengi að lögfræðilegri úrlausn í málum er varða spillingu stjórnvalda og sjálfstæði dómsstóla svo fátt eitt sé nefnt. Helgi og Aðalsteinn. Umfjöllun þeirra um umsvif Samherja í Namibíu hafa vakið mikla athygli og lof víða á bæjum.visir/vilhelm Verðlaunin verða hugsanlega til að stugga við því máli sem opnað var upp á gátt í umfjöllun um Samherjaskjölin af þeim Helga, Aðalsteini og Stefáni. En, það virðist reyndar sofnað svefninum langa. Eða hvað? „Það er auðvitað á sinni leið - í það minnsta í Namibíu,“ segir Helgi og bendir til að mynda á umfjöllun Informanté í Namibíu í morgun. Síðast í morgun var lausn sjömenninganna sem sitja þar inni, vegna ásakana um spillt viðskiptasamband sitt við Samherja, hafnað. Bréfið sem Helga barst þar sem tilkynnt var um að þeir félagar hlytu sérstök heiðursverðlaun fyrir umfjöllun sína. Þar kom ennfremur fram að namibísk yfirvöld hefðu óskað formlegrar atbeina Interpol að málinu, sem sagt er teygja sig til níu þjóðlanda. Hér er rannsóknin, eftir því sem mér skilst, í gangi, en skemur á veg komin.“ Réttlætinu úthlutað eftir torkennilegum leiðum En, fátt að frétta á Íslandi? „Það er svo alltaf fátt að frétta af svona rannsóknum, þar til dregur til tíðinda. Og það hlýtur að styttast í það.“ Nú má segja að tragedían í blaðamennsku sé sú að menn keppast við að afhjúpa skandala og svínarí samviskusamlega, leggja allt undir en svo gerist ekki neitt. Er þetta eitthvað sem þú hefur mátt eiga við, depurð sem fylgir slíkri stöðu? „Ég hef vissulega reglulega glímt við depurð. En aldrei verið svo illa fyrir mér komið að láta lund mína stjórnast af úthlutun íslenskra stjórnvalda á réttlæti, hvað þá því hvernig þessu réttlæti er úthlutað milli mismunandi manna. Svo nei.“ Fjölmiðlar Samherjaskjölin Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Blaðamennirnir Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson auk Stefáns Drengssonar framleiðanda hlutu nýverið sérstök heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi umfjöllun í máli sem á Íslandi hefur gengið undir nafninu Samherjaskjölin. Að auki hlaut Fisayo Soyombo, sem skrifar frá Namibíu, verðlaun af sama tilefni. Um er að ræða hin virtu WJP Anthony Lewis-verðlaun. Helgi Seljan, segir í samtali við Vísi, þetta afar ánægjulegt fyrir þá. „Fínn hópur að tilheyra. Svona verðlaun og viðurkenningar eru auðvitað óskaplegt hjóm, svona þar til maður fær þau sjálfur. Þá eru þau hvatning,“ segir Helgi. Namibísk yfirvöld óska eftir aðstoð Interpol Um er að ræða verðlaun sem veitt eru sérstaklega fyrir umfjöllun um lögfræðileg álitaefni. „Já eða málefni sem varða lögbrot og það að lögum æ fylgt,“ segir Helgi. En Lewis-verðlaunin snúa að umfjöllun um málefni sem varða lög í tengslum við mannréttindi, aðgengi að lögfræðilegri úrlausn í málum er varða spillingu stjórnvalda og sjálfstæði dómsstóla svo fátt eitt sé nefnt. Helgi og Aðalsteinn. Umfjöllun þeirra um umsvif Samherja í Namibíu hafa vakið mikla athygli og lof víða á bæjum.visir/vilhelm Verðlaunin verða hugsanlega til að stugga við því máli sem opnað var upp á gátt í umfjöllun um Samherjaskjölin af þeim Helga, Aðalsteini og Stefáni. En, það virðist reyndar sofnað svefninum langa. Eða hvað? „Það er auðvitað á sinni leið - í það minnsta í Namibíu,“ segir Helgi og bendir til að mynda á umfjöllun Informanté í Namibíu í morgun. Síðast í morgun var lausn sjömenninganna sem sitja þar inni, vegna ásakana um spillt viðskiptasamband sitt við Samherja, hafnað. Bréfið sem Helga barst þar sem tilkynnt var um að þeir félagar hlytu sérstök heiðursverðlaun fyrir umfjöllun sína. Þar kom ennfremur fram að namibísk yfirvöld hefðu óskað formlegrar atbeina Interpol að málinu, sem sagt er teygja sig til níu þjóðlanda. Hér er rannsóknin, eftir því sem mér skilst, í gangi, en skemur á veg komin.“ Réttlætinu úthlutað eftir torkennilegum leiðum En, fátt að frétta á Íslandi? „Það er svo alltaf fátt að frétta af svona rannsóknum, þar til dregur til tíðinda. Og það hlýtur að styttast í það.“ Nú má segja að tragedían í blaðamennsku sé sú að menn keppast við að afhjúpa skandala og svínarí samviskusamlega, leggja allt undir en svo gerist ekki neitt. Er þetta eitthvað sem þú hefur mátt eiga við, depurð sem fylgir slíkri stöðu? „Ég hef vissulega reglulega glímt við depurð. En aldrei verið svo illa fyrir mér komið að láta lund mína stjórnast af úthlutun íslenskra stjórnvalda á réttlæti, hvað þá því hvernig þessu réttlæti er úthlutað milli mismunandi manna. Svo nei.“
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum