Lausaganga búfjár verður ekki bönnuð með einu pennastriki Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júní 2020 22:50 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, framan við Bændahöllina við Hagatorg í dag. Stöð 2/Einar Árnason. Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Árni Bragason landgræðslustjóri snerti innstu kviku íslenskrar sveitamenningar þegar hann sagðist í fréttum Stöðvar 2 vilja banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna , segir bændur þó til viðræðu um að skoða hvort banna ætti lausagöngu á einstaka svæðum. „En ég held að við bönnum ekki lausagöngu búfjár á Íslandi bara með einu pennastriki. Því það eru ansi mörg landsvæði sem eru bara háð því að nýta beit sem er bara á vel grónu landi sem er ógirt. Þannig að ég held að við förum ekki að búa til hólf út um allt land,“ segir Gunnar. Hann spyr hvort landgræðslustjóri vilji kasta fyrir róða samstarfsverkefni sem hafið er með bændum um uppgræðslu afrétta og kallast Grólind. „Hver er meiningin með þessari yfirlýsingu? Ég bara átta mig ekki alveg á þessu. Því að þeir hafa, - Landgræðslan hefur ekkert rætt þetta við okkur um hvort við eigum að vinna að þessu í einhverri sátt og samlyndi.“ -Finnst ykkur þetta þá dálítið brött yfirlýsing? „Já, mér finnst þetta nú frekar óheppilegt.“ Landgræðslustjóri sagði ríkið, þar á meðal Vegagerðina, verja hálfum milljarði króna á ári í girðingar. Gunnar bendir hins vegar á að stór hluti vega liggi í gegnum einkalönd bænda. „Ég vona að við endum ekki með allar vegaframkvæmdir á Íslandi á grundvelli Teigsskógs – að það taki tólf ár að finna út úr því hvar vegir megi liggja. Því að ef þetta verður tekið af, að vera ekki með veggirðingar, þá er algerlega ljóst í mínum huga að það verður ekki heimilað að fara í gegnum bújarðir í framtíðinni ef menn ætla ekki að girða vegina af,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55 Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Árni Bragason landgræðslustjóri snerti innstu kviku íslenskrar sveitamenningar þegar hann sagðist í fréttum Stöðvar 2 vilja banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna , segir bændur þó til viðræðu um að skoða hvort banna ætti lausagöngu á einstaka svæðum. „En ég held að við bönnum ekki lausagöngu búfjár á Íslandi bara með einu pennastriki. Því það eru ansi mörg landsvæði sem eru bara háð því að nýta beit sem er bara á vel grónu landi sem er ógirt. Þannig að ég held að við förum ekki að búa til hólf út um allt land,“ segir Gunnar. Hann spyr hvort landgræðslustjóri vilji kasta fyrir róða samstarfsverkefni sem hafið er með bændum um uppgræðslu afrétta og kallast Grólind. „Hver er meiningin með þessari yfirlýsingu? Ég bara átta mig ekki alveg á þessu. Því að þeir hafa, - Landgræðslan hefur ekkert rætt þetta við okkur um hvort við eigum að vinna að þessu í einhverri sátt og samlyndi.“ -Finnst ykkur þetta þá dálítið brött yfirlýsing? „Já, mér finnst þetta nú frekar óheppilegt.“ Landgræðslustjóri sagði ríkið, þar á meðal Vegagerðina, verja hálfum milljarði króna á ári í girðingar. Gunnar bendir hins vegar á að stór hluti vega liggi í gegnum einkalönd bænda. „Ég vona að við endum ekki með allar vegaframkvæmdir á Íslandi á grundvelli Teigsskógs – að það taki tólf ár að finna út úr því hvar vegir megi liggja. Því að ef þetta verður tekið af, að vera ekki með veggirðingar, þá er algerlega ljóst í mínum huga að það verður ekki heimilað að fara í gegnum bújarðir í framtíðinni ef menn ætla ekki að girða vegina af,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55 Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55
Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28
Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22