Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðar atkvæðagreiðslu um verkfall Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2020 16:37 Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funduðu hjá Ríkissáttasemjara í dag. Vísir/Einar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Fíh, hefur ákveðið að boða til rafrænnar atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu um verkfallsaðgerðir. Samningarviðræður hafa nú staðið yfir í mánuð eftir að kjarasamningur var felldur í lok apríl en hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir frá því í mars 2019. Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funduðu hjá Ríkissáttasemjara í Karphúsinu í dag. Fundinum er nú lokið án niðurstöðu og ekki hefur verið boðað til annars fundar. Mikillar óánægju hefur gætt meðal hjúkrunarfræðinga vegna stöðunnar og mikið hefur mætt á stéttinni í kórónuveirufaraldrinum sem geisað hefur um landið undanfarna mánuði. Rafræn atkvæðagreiðsla hefst klukkan 20 í dag, þriðjudaginn 2. júní, og mun henni ljúka föstudaginn 5. júní klukkan 12 á hádegi. Rúmlega 2.500 hjúkrunarfræðingar starfa hjá ríkinu og má vænta niðurstöðu úr atkvæðagreiðslunni eftir hádegi á föstudag. Kosið verður um ótímabundið verkfall hjúkrunarfræðinga sem stefnt er á að hefjist klukkan 8:00 mánudaginn 22. júní næstkomandi verði verkfallsaðgerðir samþykktar í atkvæðagreiðslu og náist samningar ekki fyrir þann tíma. Fram kemur í tilkynningu frá Fíh að komi til verkfalls muni það hafa áhrif á allar heilbrigðisstofnanir í rekstri ríkisins, auk annarra vinnustaða hjúkrunarfræðinga hjá hinu opinbera. Kjaramál Verkföll 2020 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Fundur er hafinn í húsakynnum ríkissáttasemjara milli samninganefnda ríkisins og hjúkrunarfræðinga. 2. júní 2020 15:20 Viðræður hjá hjúkrunarfræðingum á erfiðu stigi Samningafundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í hádeginu í dag. Staðan er sögð erfið og viðræðurnar á viðkvæmum stað. 20. maí 2020 16:37 Segir hjúkrunarfræðinga hafa hafnað meiri hækkunum en aðrir fái Fjármálaráðherra segir að krafa hjúkrunarfræðinga um launahækkanir kosti allt að fimm milljörðum krónum meira en aðrir hafi samið um. 30. apríl 2020 15:42 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Fíh, hefur ákveðið að boða til rafrænnar atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu um verkfallsaðgerðir. Samningarviðræður hafa nú staðið yfir í mánuð eftir að kjarasamningur var felldur í lok apríl en hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir frá því í mars 2019. Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funduðu hjá Ríkissáttasemjara í Karphúsinu í dag. Fundinum er nú lokið án niðurstöðu og ekki hefur verið boðað til annars fundar. Mikillar óánægju hefur gætt meðal hjúkrunarfræðinga vegna stöðunnar og mikið hefur mætt á stéttinni í kórónuveirufaraldrinum sem geisað hefur um landið undanfarna mánuði. Rafræn atkvæðagreiðsla hefst klukkan 20 í dag, þriðjudaginn 2. júní, og mun henni ljúka föstudaginn 5. júní klukkan 12 á hádegi. Rúmlega 2.500 hjúkrunarfræðingar starfa hjá ríkinu og má vænta niðurstöðu úr atkvæðagreiðslunni eftir hádegi á föstudag. Kosið verður um ótímabundið verkfall hjúkrunarfræðinga sem stefnt er á að hefjist klukkan 8:00 mánudaginn 22. júní næstkomandi verði verkfallsaðgerðir samþykktar í atkvæðagreiðslu og náist samningar ekki fyrir þann tíma. Fram kemur í tilkynningu frá Fíh að komi til verkfalls muni það hafa áhrif á allar heilbrigðisstofnanir í rekstri ríkisins, auk annarra vinnustaða hjúkrunarfræðinga hjá hinu opinbera.
Kjaramál Verkföll 2020 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Fundur er hafinn í húsakynnum ríkissáttasemjara milli samninganefnda ríkisins og hjúkrunarfræðinga. 2. júní 2020 15:20 Viðræður hjá hjúkrunarfræðingum á erfiðu stigi Samningafundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í hádeginu í dag. Staðan er sögð erfið og viðræðurnar á viðkvæmum stað. 20. maí 2020 16:37 Segir hjúkrunarfræðinga hafa hafnað meiri hækkunum en aðrir fái Fjármálaráðherra segir að krafa hjúkrunarfræðinga um launahækkanir kosti allt að fimm milljörðum krónum meira en aðrir hafi samið um. 30. apríl 2020 15:42 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Fundur er hafinn í húsakynnum ríkissáttasemjara milli samninganefnda ríkisins og hjúkrunarfræðinga. 2. júní 2020 15:20
Viðræður hjá hjúkrunarfræðingum á erfiðu stigi Samningafundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í hádeginu í dag. Staðan er sögð erfið og viðræðurnar á viðkvæmum stað. 20. maí 2020 16:37
Segir hjúkrunarfræðinga hafa hafnað meiri hækkunum en aðrir fái Fjármálaráðherra segir að krafa hjúkrunarfræðinga um launahækkanir kosti allt að fimm milljörðum krónum meira en aðrir hafi samið um. 30. apríl 2020 15:42