Margrét Lára í nýrri útgáfu Pepsi Max markanna: „Mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann“ Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 18:00 Margrét Lára Viðarsdóttir bætti Íslandsmeistaratitli í safnið síðasta haust en mun nú fjalla um fótbolta kvenna í Pepsi Max-mörkunum. VÍSIR/DANÍEL „Þetta er mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann,“ segir Helena Ólafsdóttir sem mun stýra breyttri útgáfu af Pepsi Max-mörkum kvenna sem verða í beinni útsendingu í hverri viku á Stöð 2 Sport í sumar. Í þættinum hefur hún sér til fulltingis einvalalið sérfræðinga. „Ég er súpersátt með liðið,“ sagði Helena í Sportinu í dag þegar hún upplýsti hverjir sérfræðingar þáttarins yrðu. Sjálf markadrottningin og ríkjandi Íslandsmeistarinn Margrét Lára Viðarsdóttir, sem lagði skóna á hilluna í vetur, verður þar á meðal. Auk Margrétar munu Kristín Ýr Bjarnadóttir, Mist Rúnarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir sjá til þess að fjallað verði bæði ítarlega og skemmtilega um allt sem viðkemur knattspyrnu kvenna í sumar. Þátturinn verður eins og fyrr segir með breyttu sniði, mun eiga sinn fasta útsendingartíma í viku hverri og fjalla um Pepsi Max-deildina en einnig Mjólkurbikarinn, landsliðið, sænsku úrvalsdeildina og fleira. „Okkur langar líka að vera með öðruvísi nálgun á kvennaliðin. Fá kannski að kíkja meira á þau og svona. Við viljum auðvitað bara kynna íslenska leikmenn betur fyrir áhorfendum og þetta lítur skemmtilega út,“ sagði Helena. Það verður því ekki svo að í þættinum verði einfaldlega farið yfir hvern leik í hverri umferð Pepsi Max-deildarinnar. „Við ætlum aðeins að breyta því fyrirkomulagi. Leikir eru auðvitað misskemmtilegir en við munum taka stóra leiki og líka skemmtilega leiki vel fyrir. En við höfum hugsað okkur að fá að hitta leikmenn og spjalla við þá, vonandi gefa félögin okkur tækifæri til að heimsækja liðin og kíkja inn í klefa, og fleira. Okkur langar að taka nýjan pól í þessu í staðinn fyrir þetta hefðbundna, að renna yfir alla leiki,“ sagði Helena sem í ljósi anna vegna hins nýja þáttar hefur látið af störfum sem þjálfari 1. deildarliðs Fjölnis. Klippa: Sportið í dag - Helena stýrir Pepsi Max-mörkum með breyttu sniði Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Sportið í dag Mjólkurbikarinn Sænski boltinn Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Sjá meira
„Þetta er mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann,“ segir Helena Ólafsdóttir sem mun stýra breyttri útgáfu af Pepsi Max-mörkum kvenna sem verða í beinni útsendingu í hverri viku á Stöð 2 Sport í sumar. Í þættinum hefur hún sér til fulltingis einvalalið sérfræðinga. „Ég er súpersátt með liðið,“ sagði Helena í Sportinu í dag þegar hún upplýsti hverjir sérfræðingar þáttarins yrðu. Sjálf markadrottningin og ríkjandi Íslandsmeistarinn Margrét Lára Viðarsdóttir, sem lagði skóna á hilluna í vetur, verður þar á meðal. Auk Margrétar munu Kristín Ýr Bjarnadóttir, Mist Rúnarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir sjá til þess að fjallað verði bæði ítarlega og skemmtilega um allt sem viðkemur knattspyrnu kvenna í sumar. Þátturinn verður eins og fyrr segir með breyttu sniði, mun eiga sinn fasta útsendingartíma í viku hverri og fjalla um Pepsi Max-deildina en einnig Mjólkurbikarinn, landsliðið, sænsku úrvalsdeildina og fleira. „Okkur langar líka að vera með öðruvísi nálgun á kvennaliðin. Fá kannski að kíkja meira á þau og svona. Við viljum auðvitað bara kynna íslenska leikmenn betur fyrir áhorfendum og þetta lítur skemmtilega út,“ sagði Helena. Það verður því ekki svo að í þættinum verði einfaldlega farið yfir hvern leik í hverri umferð Pepsi Max-deildarinnar. „Við ætlum aðeins að breyta því fyrirkomulagi. Leikir eru auðvitað misskemmtilegir en við munum taka stóra leiki og líka skemmtilega leiki vel fyrir. En við höfum hugsað okkur að fá að hitta leikmenn og spjalla við þá, vonandi gefa félögin okkur tækifæri til að heimsækja liðin og kíkja inn í klefa, og fleira. Okkur langar að taka nýjan pól í þessu í staðinn fyrir þetta hefðbundna, að renna yfir alla leiki,“ sagði Helena sem í ljósi anna vegna hins nýja þáttar hefur látið af störfum sem þjálfari 1. deildarliðs Fjölnis. Klippa: Sportið í dag - Helena stýrir Pepsi Max-mörkum með breyttu sniði Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Sportið í dag Mjólkurbikarinn Sænski boltinn Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Sjá meira