Margrét Lára í nýrri útgáfu Pepsi Max markanna: „Mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann“ Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 18:00 Margrét Lára Viðarsdóttir bætti Íslandsmeistaratitli í safnið síðasta haust en mun nú fjalla um fótbolta kvenna í Pepsi Max-mörkunum. VÍSIR/DANÍEL „Þetta er mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann,“ segir Helena Ólafsdóttir sem mun stýra breyttri útgáfu af Pepsi Max-mörkum kvenna sem verða í beinni útsendingu í hverri viku á Stöð 2 Sport í sumar. Í þættinum hefur hún sér til fulltingis einvalalið sérfræðinga. „Ég er súpersátt með liðið,“ sagði Helena í Sportinu í dag þegar hún upplýsti hverjir sérfræðingar þáttarins yrðu. Sjálf markadrottningin og ríkjandi Íslandsmeistarinn Margrét Lára Viðarsdóttir, sem lagði skóna á hilluna í vetur, verður þar á meðal. Auk Margrétar munu Kristín Ýr Bjarnadóttir, Mist Rúnarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir sjá til þess að fjallað verði bæði ítarlega og skemmtilega um allt sem viðkemur knattspyrnu kvenna í sumar. Þátturinn verður eins og fyrr segir með breyttu sniði, mun eiga sinn fasta útsendingartíma í viku hverri og fjalla um Pepsi Max-deildina en einnig Mjólkurbikarinn, landsliðið, sænsku úrvalsdeildina og fleira. „Okkur langar líka að vera með öðruvísi nálgun á kvennaliðin. Fá kannski að kíkja meira á þau og svona. Við viljum auðvitað bara kynna íslenska leikmenn betur fyrir áhorfendum og þetta lítur skemmtilega út,“ sagði Helena. Það verður því ekki svo að í þættinum verði einfaldlega farið yfir hvern leik í hverri umferð Pepsi Max-deildarinnar. „Við ætlum aðeins að breyta því fyrirkomulagi. Leikir eru auðvitað misskemmtilegir en við munum taka stóra leiki og líka skemmtilega leiki vel fyrir. En við höfum hugsað okkur að fá að hitta leikmenn og spjalla við þá, vonandi gefa félögin okkur tækifæri til að heimsækja liðin og kíkja inn í klefa, og fleira. Okkur langar að taka nýjan pól í þessu í staðinn fyrir þetta hefðbundna, að renna yfir alla leiki,“ sagði Helena sem í ljósi anna vegna hins nýja þáttar hefur látið af störfum sem þjálfari 1. deildarliðs Fjölnis. Klippa: Sportið í dag - Helena stýrir Pepsi Max-mörkum með breyttu sniði Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Sportið í dag Mjólkurbikarinn Sænski boltinn Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira
„Þetta er mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann,“ segir Helena Ólafsdóttir sem mun stýra breyttri útgáfu af Pepsi Max-mörkum kvenna sem verða í beinni útsendingu í hverri viku á Stöð 2 Sport í sumar. Í þættinum hefur hún sér til fulltingis einvalalið sérfræðinga. „Ég er súpersátt með liðið,“ sagði Helena í Sportinu í dag þegar hún upplýsti hverjir sérfræðingar þáttarins yrðu. Sjálf markadrottningin og ríkjandi Íslandsmeistarinn Margrét Lára Viðarsdóttir, sem lagði skóna á hilluna í vetur, verður þar á meðal. Auk Margrétar munu Kristín Ýr Bjarnadóttir, Mist Rúnarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir sjá til þess að fjallað verði bæði ítarlega og skemmtilega um allt sem viðkemur knattspyrnu kvenna í sumar. Þátturinn verður eins og fyrr segir með breyttu sniði, mun eiga sinn fasta útsendingartíma í viku hverri og fjalla um Pepsi Max-deildina en einnig Mjólkurbikarinn, landsliðið, sænsku úrvalsdeildina og fleira. „Okkur langar líka að vera með öðruvísi nálgun á kvennaliðin. Fá kannski að kíkja meira á þau og svona. Við viljum auðvitað bara kynna íslenska leikmenn betur fyrir áhorfendum og þetta lítur skemmtilega út,“ sagði Helena. Það verður því ekki svo að í þættinum verði einfaldlega farið yfir hvern leik í hverri umferð Pepsi Max-deildarinnar. „Við ætlum aðeins að breyta því fyrirkomulagi. Leikir eru auðvitað misskemmtilegir en við munum taka stóra leiki og líka skemmtilega leiki vel fyrir. En við höfum hugsað okkur að fá að hitta leikmenn og spjalla við þá, vonandi gefa félögin okkur tækifæri til að heimsækja liðin og kíkja inn í klefa, og fleira. Okkur langar að taka nýjan pól í þessu í staðinn fyrir þetta hefðbundna, að renna yfir alla leiki,“ sagði Helena sem í ljósi anna vegna hins nýja þáttar hefur látið af störfum sem þjálfari 1. deildarliðs Fjölnis. Klippa: Sportið í dag - Helena stýrir Pepsi Max-mörkum með breyttu sniði Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Sportið í dag Mjólkurbikarinn Sænski boltinn Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira