Lagði VÍS í bumbuboltabaráttu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. maí 2020 14:53 VÍS gaf sig ekki í málinu svo starfsmaðurinn fór með málið fyrir dómstóla. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri hafði betur í baráttu við Vátryggingafélag Íslands sem neitaði að viðurkenna bótaskyldu eftir slys í hádegiskörfubolta vinnufélaga í febrúar 2018. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ágreiningurinn í málinu, sem leiddi til þess að það fór alla leið fyrir héraðsdóm, snerist um málsatvik. Karlmaðurinn hefur verið starfsmaður í Íslandsbanka í tvo áratugi en bankinn er með slysatryggingu fyrir starfsmenn sína sem gildir allan sólarhringinn. Fjölmörg fyrirtæki bjóða starfsmönnum sínum upp á afþreyingu í hádeginu, svo sem fótbolta, körfubolta eða aðra líkamsrækt.UnsplashAbhishek Chandra Starfsfólk Íslandsbanka var í vikulegum hádegiskörfubolta þegar slysið varð. Starfsmaðurinn lenti illa á hægra hné, reif fremra krossband og voru varanlegar afleiðingar slyssins fyrir karlmanninn tíu stiga miski. VÍS hafnaði bótakröfu mannsins á þeim fosendum að enginn utanaðkomandi atburður hefði valdið því að karlmaðurinn meiddist á hné. Með hugtakinu slys er átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama þess sem vátryggður er og gerist án vilja hans. Með hugtakinu slys er átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama þess sem vátryggður er og gerist án vilja hans. Grein átta í vátryggingaskilmálum VÍS Vísaði VÍS til stuttrar atvikalýsingar karlmannsins af slysinu. Bolti styrktur af bankanum Í niðurstöðu dómsins segir að afstaða til þess hvort um utanaðkomandi atburð hafi verið að ræða ráðist af því hvort leggja eigi til grundvallar upphaflega lýsingu mannsins þegar hann leitaði sér læknisaðstoðar eða viðbótarlýsingu eftir að hann leitaði aðstoðar lögmanns. Það gerði hann eftir að VÍS hafnaði bótakröfunni. Starfsmaðurinn bar fyrir dómi að Íslandsbanki hefði boðið starfsmönnum sínum styrk til að taka þátt í körfuboltanum. Hann lýsti því hvernig stjakað hefði verið hressilega við honum þegar hann hoppaði upp til að skjóta. Missti hann jafnvægið og lenti mjög illa. Eitthvað gaf sig í hnénu og taldi hann jafnvel að eitthvað hefði brotnað. Taldi lýsingu aðeins formsins vegna Hann hefði starfað hjá bankanum í tuttugu ár og fólki ítrekað sagt að það væri vel tryggt með slysatryggingu bankans. Hann hefði því ekki haft áhyggjur af neinu og meira að segja talið að bankinn myndi sækja bæturnar fyrir hann. Hann hefði verið boðaður á fund hjá Íslandsbanka og látinn fylla út tjónstilkynningu, formsins vegna. Tveimur vikum síðar hefði hann fengið tölvupóst frá samstarfsmanni hjá bankanum þess efnis að VÍS vildi ekki greiða bætur vegna þess hvernig slysinu væri lýst. Hinn slasaði lýsti fyrir dómi að hann hefði ekki grunað að orðalag í tjónstilkynningu hefði þýðingu fyrir það hvort hann fengi bætur eða ekki. Annars hefði hann lýst atvikum mun ítarlegar og þá hefði eyðublaðið einnig þurft að veita slíkt svigrúm. Úrvalsdeildarþjálfari meðal vitna Það hefði ekki verið fyrr en vinur hans mælti með því að ræða málið við lögmann að hann komst að því að óvæntur utanaðkomandi atburður væri skilyrði fyrir bótunum. Þar eð ástæða meiðsla hans hefði verið slíkur atburður, því ýtt hefði verið við honum í uppstökkinu, hafi hann fengið lögmannsstofuna til að reyna að leiðrétta misskilning VÍS. Darri Freyr Atlason er starfsmaður Íslandsbanka á daginn en þjálfar körfubolta að loknum vinnudegi.Vísir/Vilhelm Sex vinnufélagar sem tóku þátt í körfuboltaleiknum báru vitni fyrir dómi, þeirra á meðal Darri Freyr Atlason nýráðinn þjálfari KR í efstu deild karla í körfubolta. Öll lýstu atburðum á svipaðan veg og vinnufélagi þeirra. Ekkert þeirra sem bar vitni vissi þó hver hefði rekið sig utan í samstarfsfélaga þeirra. Þau hefðu þó öll séð að einn eða tveir menn hafi verið utan í honum þegar samstuðið var. Yfirleitt væru þau átta til tíu að spila. VÍS gerði ekki kröfu að leiða varnarmanninn fyrir dóm Dómurinn telur að það geti ekki liðið nokkrum manni úr minni hafi hann stjakað þannig við öðrum leikmanni að sá stórslasist sekúndu síðar og emji svo af sársauka að það sé öðrum leikmönnum ógleymanlegt. Dómurinn telur að það hljóti einnig að vera hinum slasaða minnisstætt hver stjakaði við honum með þessum afleiðingum. Dómurinn telur því að það hljóti að liggja fyrir hver sá leikmaður var. Varnarmaðurinn var engu að síður ekki leiddur fyrir dóminn og VÍS gerði ekki kröfu að það yrði gert. Dómurinn taldi engu að síður að með framuburði vitna nægjanlega í ljóss leitt að aðdragandi slyssins væri sá sem greint var frá fyrir dómi, mun ítarlegri lýsing en þegar slysið var upphaflega tilkynnt. Var lagt til grundvallar að ástæða þess að starfsmaðurinn slasaðist var að ýtt var við honum. Ekkert bendi til þess að innri veikleiki í hné starfsmannsins hefði getað orsakað slysið. Taldi dómurinn skilyrði uppfyllt um að meiðslin mætti rekja til utanaðkomandi atburðar. Var bótaskylda VÍS því viðurkennd. Koma verður í ljós hvort VÍS láti reyna á málið fyrir Landsrétti. Tryggingar Dómsmál Körfubolti Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri hafði betur í baráttu við Vátryggingafélag Íslands sem neitaði að viðurkenna bótaskyldu eftir slys í hádegiskörfubolta vinnufélaga í febrúar 2018. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ágreiningurinn í málinu, sem leiddi til þess að það fór alla leið fyrir héraðsdóm, snerist um málsatvik. Karlmaðurinn hefur verið starfsmaður í Íslandsbanka í tvo áratugi en bankinn er með slysatryggingu fyrir starfsmenn sína sem gildir allan sólarhringinn. Fjölmörg fyrirtæki bjóða starfsmönnum sínum upp á afþreyingu í hádeginu, svo sem fótbolta, körfubolta eða aðra líkamsrækt.UnsplashAbhishek Chandra Starfsfólk Íslandsbanka var í vikulegum hádegiskörfubolta þegar slysið varð. Starfsmaðurinn lenti illa á hægra hné, reif fremra krossband og voru varanlegar afleiðingar slyssins fyrir karlmanninn tíu stiga miski. VÍS hafnaði bótakröfu mannsins á þeim fosendum að enginn utanaðkomandi atburður hefði valdið því að karlmaðurinn meiddist á hné. Með hugtakinu slys er átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama þess sem vátryggður er og gerist án vilja hans. Með hugtakinu slys er átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama þess sem vátryggður er og gerist án vilja hans. Grein átta í vátryggingaskilmálum VÍS Vísaði VÍS til stuttrar atvikalýsingar karlmannsins af slysinu. Bolti styrktur af bankanum Í niðurstöðu dómsins segir að afstaða til þess hvort um utanaðkomandi atburð hafi verið að ræða ráðist af því hvort leggja eigi til grundvallar upphaflega lýsingu mannsins þegar hann leitaði sér læknisaðstoðar eða viðbótarlýsingu eftir að hann leitaði aðstoðar lögmanns. Það gerði hann eftir að VÍS hafnaði bótakröfunni. Starfsmaðurinn bar fyrir dómi að Íslandsbanki hefði boðið starfsmönnum sínum styrk til að taka þátt í körfuboltanum. Hann lýsti því hvernig stjakað hefði verið hressilega við honum þegar hann hoppaði upp til að skjóta. Missti hann jafnvægið og lenti mjög illa. Eitthvað gaf sig í hnénu og taldi hann jafnvel að eitthvað hefði brotnað. Taldi lýsingu aðeins formsins vegna Hann hefði starfað hjá bankanum í tuttugu ár og fólki ítrekað sagt að það væri vel tryggt með slysatryggingu bankans. Hann hefði því ekki haft áhyggjur af neinu og meira að segja talið að bankinn myndi sækja bæturnar fyrir hann. Hann hefði verið boðaður á fund hjá Íslandsbanka og látinn fylla út tjónstilkynningu, formsins vegna. Tveimur vikum síðar hefði hann fengið tölvupóst frá samstarfsmanni hjá bankanum þess efnis að VÍS vildi ekki greiða bætur vegna þess hvernig slysinu væri lýst. Hinn slasaði lýsti fyrir dómi að hann hefði ekki grunað að orðalag í tjónstilkynningu hefði þýðingu fyrir það hvort hann fengi bætur eða ekki. Annars hefði hann lýst atvikum mun ítarlegar og þá hefði eyðublaðið einnig þurft að veita slíkt svigrúm. Úrvalsdeildarþjálfari meðal vitna Það hefði ekki verið fyrr en vinur hans mælti með því að ræða málið við lögmann að hann komst að því að óvæntur utanaðkomandi atburður væri skilyrði fyrir bótunum. Þar eð ástæða meiðsla hans hefði verið slíkur atburður, því ýtt hefði verið við honum í uppstökkinu, hafi hann fengið lögmannsstofuna til að reyna að leiðrétta misskilning VÍS. Darri Freyr Atlason er starfsmaður Íslandsbanka á daginn en þjálfar körfubolta að loknum vinnudegi.Vísir/Vilhelm Sex vinnufélagar sem tóku þátt í körfuboltaleiknum báru vitni fyrir dómi, þeirra á meðal Darri Freyr Atlason nýráðinn þjálfari KR í efstu deild karla í körfubolta. Öll lýstu atburðum á svipaðan veg og vinnufélagi þeirra. Ekkert þeirra sem bar vitni vissi þó hver hefði rekið sig utan í samstarfsfélaga þeirra. Þau hefðu þó öll séð að einn eða tveir menn hafi verið utan í honum þegar samstuðið var. Yfirleitt væru þau átta til tíu að spila. VÍS gerði ekki kröfu að leiða varnarmanninn fyrir dóm Dómurinn telur að það geti ekki liðið nokkrum manni úr minni hafi hann stjakað þannig við öðrum leikmanni að sá stórslasist sekúndu síðar og emji svo af sársauka að það sé öðrum leikmönnum ógleymanlegt. Dómurinn telur að það hljóti einnig að vera hinum slasaða minnisstætt hver stjakaði við honum með þessum afleiðingum. Dómurinn telur því að það hljóti að liggja fyrir hver sá leikmaður var. Varnarmaðurinn var engu að síður ekki leiddur fyrir dóminn og VÍS gerði ekki kröfu að það yrði gert. Dómurinn taldi engu að síður að með framuburði vitna nægjanlega í ljóss leitt að aðdragandi slyssins væri sá sem greint var frá fyrir dómi, mun ítarlegri lýsing en þegar slysið var upphaflega tilkynnt. Var lagt til grundvallar að ástæða þess að starfsmaðurinn slasaðist var að ýtt var við honum. Ekkert bendi til þess að innri veikleiki í hné starfsmannsins hefði getað orsakað slysið. Taldi dómurinn skilyrði uppfyllt um að meiðslin mætti rekja til utanaðkomandi atburðar. Var bótaskylda VÍS því viðurkennd. Koma verður í ljós hvort VÍS láti reyna á málið fyrir Landsrétti.
Tryggingar Dómsmál Körfubolti Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Sjá meira