Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 26. maí 2020 22:53 Vindmyllur Landsvirkjunar á Hafinu séðar frá Tröllkonuhlaupi í Þjórsá. Austurhlíð Búrfells í forgrunni. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Áhuginn á því að reisa vindmyllugarða á Íslandi lýsir sér best í því að 34 slíkir orkukostir voru í síðasta mánuði sendir verkefnisstjórn rammaáætlunar til skoðunar. Skúli Thoroddsen, lögmaður Storm Orku, sem áformar vindmyllur á Hróðnýjarstöðum í Dalasýslu, telur vindorku ekki falla undir rammaáætlun, ferlið sé í tómri þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. Sjá hér: Segir rammaáætlun í tómri þvælu og óheimilt að fjalla um vindorku Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir það mat bæði síns ráðuneytis sem og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis að vindorka heyri undir rammaáætlun og vísar til þess fordæmis að búið sé að fjalla um vindorkuver við Blöndu og Búrfell. „Þannig að það er alveg klárt í okkar huga að þetta heyrir þarna undir,“ sagði ráðherrann á Alþingi í gær. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra svarar fyrirspurn um vindorkugarða á Alþingi.Mynd/Alþingi. Hann var að svara fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins og formanns umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, sem spurði nánar um afstöðu ráðherrans til vindmyllugarða. „Hver er afstaða hæstvirts ráðherra til þessara svokölluðu vindmyllugarða? Hugnast ráðherranum þetta vel sem framtíðarorkunýting eða hefur hann efasemdir um að þarna sé fetuð skynsamleg leið?“ spurði Bergþór. Guðmundur Ingi sagði að verið væri að skoða á milli ráðuneytanna þá leið að skipta landinu upp eftir því hvar vindorkukostir ættu við og hvar ekki. „Að grófskipta því með þeim hætti og þegar við vitum hvar þeir eiga ekki við út frá einhverjum ákveðnum viðmiðum — gæti verið friðlýst svæði, viðkvæmt fuglasvæði og svo framvegis — þá erum við búin að takmarka í rauninni það svæði þar sem hægt væri að nýta það.“ Ráðherrann kveðst vilja fara varlega í vindorkuna. „Það er gera það út frá þeim þáttum sem snúa að náttúrunni og náttúruverndinni, til þess að við getum áfram verið hér það land sem við auglýsum okkur fyrir að vera, sem hentar vel fyrir ferðaþjónustu, en tel að sjálfsögðu að vindorka sé eitthvað sem við eigum að skoða líka jafnframt öðru,“ svaraði Guðmundur Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Alþingi Dalabyggð Umhverfismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Áhuginn á því að reisa vindmyllugarða á Íslandi lýsir sér best í því að 34 slíkir orkukostir voru í síðasta mánuði sendir verkefnisstjórn rammaáætlunar til skoðunar. Skúli Thoroddsen, lögmaður Storm Orku, sem áformar vindmyllur á Hróðnýjarstöðum í Dalasýslu, telur vindorku ekki falla undir rammaáætlun, ferlið sé í tómri þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. Sjá hér: Segir rammaáætlun í tómri þvælu og óheimilt að fjalla um vindorku Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir það mat bæði síns ráðuneytis sem og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis að vindorka heyri undir rammaáætlun og vísar til þess fordæmis að búið sé að fjalla um vindorkuver við Blöndu og Búrfell. „Þannig að það er alveg klárt í okkar huga að þetta heyrir þarna undir,“ sagði ráðherrann á Alþingi í gær. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra svarar fyrirspurn um vindorkugarða á Alþingi.Mynd/Alþingi. Hann var að svara fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins og formanns umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, sem spurði nánar um afstöðu ráðherrans til vindmyllugarða. „Hver er afstaða hæstvirts ráðherra til þessara svokölluðu vindmyllugarða? Hugnast ráðherranum þetta vel sem framtíðarorkunýting eða hefur hann efasemdir um að þarna sé fetuð skynsamleg leið?“ spurði Bergþór. Guðmundur Ingi sagði að verið væri að skoða á milli ráðuneytanna þá leið að skipta landinu upp eftir því hvar vindorkukostir ættu við og hvar ekki. „Að grófskipta því með þeim hætti og þegar við vitum hvar þeir eiga ekki við út frá einhverjum ákveðnum viðmiðum — gæti verið friðlýst svæði, viðkvæmt fuglasvæði og svo framvegis — þá erum við búin að takmarka í rauninni það svæði þar sem hægt væri að nýta það.“ Ráðherrann kveðst vilja fara varlega í vindorkuna. „Það er gera það út frá þeim þáttum sem snúa að náttúrunni og náttúruverndinni, til þess að við getum áfram verið hér það land sem við auglýsum okkur fyrir að vera, sem hentar vel fyrir ferðaþjónustu, en tel að sjálfsögðu að vindorka sé eitthvað sem við eigum að skoða líka jafnframt öðru,“ svaraði Guðmundur Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Alþingi Dalabyggð Umhverfismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira