Snjókoma í lok maí kom ekki á óvart þrátt fyrir blíðviðri undanfarna daga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. maí 2020 20:31 Það snjóaði mikið að Hólum í Hjaltadal í morgun. Aðsend/Ágúst Kárason „Það er mikill snjór í fjöllunum og það var allt hér snæviþakið um tíu,“ segir Ágúst Kárason, vélamaður í samtali við fréttastofu. Mikil snjókoma var að Hólum í Hjaltadal þegar starfsmenn Króksverks mættu til vinnu í malarnámu að Hólum. Hríðin stóð yfir í um 2 klukkutíma áður en stytti upp og sólin byrjaði aftur að skína. Ágúst segist alvanur veðrinu, verandi uppalinn á Norðurlandi og hafandi unnið mikið á fjöllum. Snjókoman hafi þó komið á óvart þar sem veðrið á svæðinu hefur verið gott síðustu tvær vikur og segir Ágúst að næstu dagar lofi góðu, þá eigi að vera allt að 15 gráður á svæðinu. „Við komum þarna yfir klukkan sjö og við erum þarna að vinna aðeins í kring um vélarnar um sjö og hálf átta og fáum okkur smá kaffi og erum bara að velta því fyrir okkur hvort við eigum að vera að starta þessu út af rigningunni. Svo hugsum við með okkur: við prófum, reynum á þetta. Heyrðu, þá fer bara að snjóa!“ Jörðin var snæviþakin í morgun.Aðsend/Ágúst Kárason Hann segir vinnuna flækjast mikið þegar úrkoma er, enda er mikill leir í jarðveginum sem verið er að vinna sem getur stíflað vinnuvélarnar. „Það er töluverður leir í þessu efni sem við erum að vinna fyrir Vegagerðina, þetta er efni sem þeir nota í malarvegina. Þegar leirinn blotnar í rigningu á meðan við erum að mala hann þá sest leirinn inn í vélarnar og stíflar allt.“ Það kom þó ekki að sök en mennirnir vörðu deginum í að þrífa vélarnar eftir að stytti upp og í almennt viðhald á vinnuvélunum. Þó er enn mikill snjór í fjöllunum og Tröllaskaginn snæviþakinn. „Menn eru enn þá að keyra á Reykjavík með vélsleðana sína og fara að leika sér þarna í Tröllaskaganum. Ég held það hafi bara verið um síðustu helgi hópur manna.“ Skagafjörður Veður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Það er mikill snjór í fjöllunum og það var allt hér snæviþakið um tíu,“ segir Ágúst Kárason, vélamaður í samtali við fréttastofu. Mikil snjókoma var að Hólum í Hjaltadal þegar starfsmenn Króksverks mættu til vinnu í malarnámu að Hólum. Hríðin stóð yfir í um 2 klukkutíma áður en stytti upp og sólin byrjaði aftur að skína. Ágúst segist alvanur veðrinu, verandi uppalinn á Norðurlandi og hafandi unnið mikið á fjöllum. Snjókoman hafi þó komið á óvart þar sem veðrið á svæðinu hefur verið gott síðustu tvær vikur og segir Ágúst að næstu dagar lofi góðu, þá eigi að vera allt að 15 gráður á svæðinu. „Við komum þarna yfir klukkan sjö og við erum þarna að vinna aðeins í kring um vélarnar um sjö og hálf átta og fáum okkur smá kaffi og erum bara að velta því fyrir okkur hvort við eigum að vera að starta þessu út af rigningunni. Svo hugsum við með okkur: við prófum, reynum á þetta. Heyrðu, þá fer bara að snjóa!“ Jörðin var snæviþakin í morgun.Aðsend/Ágúst Kárason Hann segir vinnuna flækjast mikið þegar úrkoma er, enda er mikill leir í jarðveginum sem verið er að vinna sem getur stíflað vinnuvélarnar. „Það er töluverður leir í þessu efni sem við erum að vinna fyrir Vegagerðina, þetta er efni sem þeir nota í malarvegina. Þegar leirinn blotnar í rigningu á meðan við erum að mala hann þá sest leirinn inn í vélarnar og stíflar allt.“ Það kom þó ekki að sök en mennirnir vörðu deginum í að þrífa vélarnar eftir að stytti upp og í almennt viðhald á vinnuvélunum. Þó er enn mikill snjór í fjöllunum og Tröllaskaginn snæviþakinn. „Menn eru enn þá að keyra á Reykjavík með vélsleðana sína og fara að leika sér þarna í Tröllaskaganum. Ég held það hafi bara verið um síðustu helgi hópur manna.“
Skagafjörður Veður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira