Mikil vonbrigði að sjóböðin hafi verið rænd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. maí 2020 19:04 Heitu pottarnir við Hauganes hafa verið vel sóttir. facebook/Elvar Reykjalín „Mér þykir leitt að þurfa að tilkynna að vegna stanslausra næturheimsókna í pottana á Hauganesi með ekki góðri umgengni og ónæði fyrir íbúana neyðist ég til að kæla þá niður kl. 22:00 á hverju kvöldi og hita þá svo upp aftur kl. 9:00 á morgnanna,“ skrifar Elvar Reykjalín, framkvæmdastjóri og eigandi heitu pottanna í Sandvíkurfjöru við Hauganes í færslu á Facebook í dag. Óprúttnir gestir gripu í tómt í nótt þegar þeir gripu til þess að ræna úr peningakassa sem settur hefur verið upp við böðin en þjófarnir náðust á öryggismyndavél við pottana. „Hann náðist á eftirlitsmyndavél eða þetta par. Daman var á verði í pottinum á meðan gaurinn fór þarna undir þak þar sem kassinn er og braut hann upp en hefur örugglega orðið fyrir miklum vonbrigðum því að það er nú aldrei mikið í þessum kassa, það er nú bara svoleiðis,“ segir Elvar í samtali við fréttastofu. Hann segir það mikil vonbrigði að gestirnir hafi sýnt svo litla virðingu en segir þá vonbrigði þjófanna væntanlega hafa verið mikil þegar hann hafi litið „það skítti sem var í kassanum,“ enda borgi aðeins um 40% þennan „litla 500 kall“ sem kostar í böðin. „Ég trúi á heiðarleika fólks og vil sem allra lengst trúa því að fólk sé bara gott og heiðarlegt og borgi þetta lítilræði fyrir þessa frábæru aðstöðu sem er búið að skapa af því að þetta er búið að kosta mikla vinnu og mikinn pening en það veldur manni ansi miklum vonbrigðum þessir sem ganga bæði illa um og sýna enga virðingu fyrir þessu eða öðru góðu fólki sem að er náttúrulega í meirihluta að mæta þarna,“ segir Elvar. „Manni sárnar alveg afskaplega mikið, ég tala nú ekki um þegar það er ekki eins og þetta par, það nýtur þess að fara í pottana og það borgar ekki en rænir svo þessum litla peningi sem er kominn í kassann. Þetta er glatað.“ Hann segir það nokkrum sinnum hafa komið upp að kassinn hafi verið rændur. „Fyrst ætlaði ég ekki að setja upp neinar eftirlitsmyndavélar, ætlaði bara að láta þetta hafa sinn gang og ég trúði því að fólk myndi ekki standa í svona löguðu en svo neyddist ég til þess og það sýnir sig bara að það er nauðsynlegt. Þar sem maður býður upp á eitthvað þar sem kemur fjölmenni þá bara verður að hafa eftirlit, líka upp á öryggið ef eitthvað kemur fyrir. Við böðin er skilti sem segir að eftirlitsmyndavélar séu á staðnum. Hann segir aðkomuna í morgun hafa verið ágæta en bjórdósir hafi verið skildar eftir og annað rusl. „Það var ekkert stórvægilegt en það sýnir sig bara að ég hef uppi skilti sem segir að pottarnir séu opnir til tíu á kvöldin en ég hef gefið fólk leyfi ef það hringir í mig og það fær leyfi ef einhver ber ábyrgð á hópnum. Margt fólk sem er þarna eftir tíu hefur fengið leyfi og allt í fína með það en það er allt of margt sem er farið að hrúgast þarna í hópum bara til að drekka og sóða út.“ „Eina leiðin til að losna við það er að ég er að fara að láta renna bara kalt vatn í pottinn klukkan tíu á kvöldin.“ Málið er komið í hendur lögreglu. „Þetta er gamla sagan, það eru svona fáir sem virða ekkert og eyðileggja þá fyrir öllum hinum sem eru bara almennilegir. Þetta er sorglegt.“ „Ég vil þakka öllu þessu góða og heiðarlega fólki sem kemur og ég veit fátt skemmtilegra en þegar fjölskyldur og vinir sem eru saman í pottunum, í sandinum að leika sér og synda í sjónum. Það gleður mig alveg afskaplega mikið að sjá svoleiðis. Því sárara er þegar örfáir einstaklingar skemma svona fyrir okkur og öllum hinum. Dalvíkurbyggð Tengdar fréttir Perlur Íslands: Gönguleiðirnar hver annarri fallegri Kolbrún Pálína Helgadóttir ferðast mikið innanlands og segir að sjórinn hafi mikið aðdráttarafl. 24. maí 2020 22:00 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
„Mér þykir leitt að þurfa að tilkynna að vegna stanslausra næturheimsókna í pottana á Hauganesi með ekki góðri umgengni og ónæði fyrir íbúana neyðist ég til að kæla þá niður kl. 22:00 á hverju kvöldi og hita þá svo upp aftur kl. 9:00 á morgnanna,“ skrifar Elvar Reykjalín, framkvæmdastjóri og eigandi heitu pottanna í Sandvíkurfjöru við Hauganes í færslu á Facebook í dag. Óprúttnir gestir gripu í tómt í nótt þegar þeir gripu til þess að ræna úr peningakassa sem settur hefur verið upp við böðin en þjófarnir náðust á öryggismyndavél við pottana. „Hann náðist á eftirlitsmyndavél eða þetta par. Daman var á verði í pottinum á meðan gaurinn fór þarna undir þak þar sem kassinn er og braut hann upp en hefur örugglega orðið fyrir miklum vonbrigðum því að það er nú aldrei mikið í þessum kassa, það er nú bara svoleiðis,“ segir Elvar í samtali við fréttastofu. Hann segir það mikil vonbrigði að gestirnir hafi sýnt svo litla virðingu en segir þá vonbrigði þjófanna væntanlega hafa verið mikil þegar hann hafi litið „það skítti sem var í kassanum,“ enda borgi aðeins um 40% þennan „litla 500 kall“ sem kostar í böðin. „Ég trúi á heiðarleika fólks og vil sem allra lengst trúa því að fólk sé bara gott og heiðarlegt og borgi þetta lítilræði fyrir þessa frábæru aðstöðu sem er búið að skapa af því að þetta er búið að kosta mikla vinnu og mikinn pening en það veldur manni ansi miklum vonbrigðum þessir sem ganga bæði illa um og sýna enga virðingu fyrir þessu eða öðru góðu fólki sem að er náttúrulega í meirihluta að mæta þarna,“ segir Elvar. „Manni sárnar alveg afskaplega mikið, ég tala nú ekki um þegar það er ekki eins og þetta par, það nýtur þess að fara í pottana og það borgar ekki en rænir svo þessum litla peningi sem er kominn í kassann. Þetta er glatað.“ Hann segir það nokkrum sinnum hafa komið upp að kassinn hafi verið rændur. „Fyrst ætlaði ég ekki að setja upp neinar eftirlitsmyndavélar, ætlaði bara að láta þetta hafa sinn gang og ég trúði því að fólk myndi ekki standa í svona löguðu en svo neyddist ég til þess og það sýnir sig bara að það er nauðsynlegt. Þar sem maður býður upp á eitthvað þar sem kemur fjölmenni þá bara verður að hafa eftirlit, líka upp á öryggið ef eitthvað kemur fyrir. Við böðin er skilti sem segir að eftirlitsmyndavélar séu á staðnum. Hann segir aðkomuna í morgun hafa verið ágæta en bjórdósir hafi verið skildar eftir og annað rusl. „Það var ekkert stórvægilegt en það sýnir sig bara að ég hef uppi skilti sem segir að pottarnir séu opnir til tíu á kvöldin en ég hef gefið fólk leyfi ef það hringir í mig og það fær leyfi ef einhver ber ábyrgð á hópnum. Margt fólk sem er þarna eftir tíu hefur fengið leyfi og allt í fína með það en það er allt of margt sem er farið að hrúgast þarna í hópum bara til að drekka og sóða út.“ „Eina leiðin til að losna við það er að ég er að fara að láta renna bara kalt vatn í pottinn klukkan tíu á kvöldin.“ Málið er komið í hendur lögreglu. „Þetta er gamla sagan, það eru svona fáir sem virða ekkert og eyðileggja þá fyrir öllum hinum sem eru bara almennilegir. Þetta er sorglegt.“ „Ég vil þakka öllu þessu góða og heiðarlega fólki sem kemur og ég veit fátt skemmtilegra en þegar fjölskyldur og vinir sem eru saman í pottunum, í sandinum að leika sér og synda í sjónum. Það gleður mig alveg afskaplega mikið að sjá svoleiðis. Því sárara er þegar örfáir einstaklingar skemma svona fyrir okkur og öllum hinum.
Dalvíkurbyggð Tengdar fréttir Perlur Íslands: Gönguleiðirnar hver annarri fallegri Kolbrún Pálína Helgadóttir ferðast mikið innanlands og segir að sjórinn hafi mikið aðdráttarafl. 24. maí 2020 22:00 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Perlur Íslands: Gönguleiðirnar hver annarri fallegri Kolbrún Pálína Helgadóttir ferðast mikið innanlands og segir að sjórinn hafi mikið aðdráttarafl. 24. maí 2020 22:00
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent