Kastrup nánast tómur áður en landamærunum verður skellt í lás Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2020 08:04 Frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Fátt hefur verið um manninn á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn í morgun en strangar ferðatakmarkanir taka gildi í Danmörku á hádegi að dönskum tíma. Flugferðir frá Íslandi til Kaupmannahafnar eru enn á áætlun en þeim sem hafa ekki gilda ástæðu til inngöngu verður vísað frá. Danska ríkisstjórnin tilkynnti um að hún ætlaði svo gott sem að loka landamærunum að landinu til að hefta útbreiðslu kórónuveiruheimsfaraldursins í gær. Ferðabannið tekur gildi klukkan tólf að dönskum tíma, klukkan ellefu að íslenskum. Það gildir til 13. apríl. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Isavia fór vél Icelandair á leið til Kaupmannahafnar í loftið um tuttugu mínútum á undan áætlun á áttunda tímanum í morgun. Seinni ferð flugfélagsins til Kaupmannahafnar um miðjan dag og ferð SAS fyrir hádegið eru enn sagðar á áætlun. Á heimasíðu Icelandair kemur fram að skilningur félagsins sé að danskir ríkisborgarar komist ávallt inn í landið og sömuleiðis þeir sem búa eða vinna í Danmörku. Þó megi búast við töfum við landamæraeftirlit. Öðrum, sem ekki hafa gilda ástæðu til að koma til Danmerkur, verði vísað frá. Hamstra bjór og ropvatn á landamærunum Danska ríkisútvarpið DR segir að tómlegt hafi verið um að litast á Kastrup-flugvelli í morgun þrátt fyrir að ferðabannið væri þá ekki enn komið í gildi. Tíðindin af ferðabanninu urðu mörgum Dönum jafnframt tilefni til að streyma í Fleggaard, verslun á landamærunum að Þýskalandi, til að gera innkaup áður en landamærunum verður skellt í lás. „Við heyrðum jú að landamærunum yrði lokað í dag svo við hugsuðum að við yrðum að koma hingað niður eftir og fylla á með bjór og ropvatni. Þetta stendur jú yfir páska svo maður verður að fylla á birgðirnar,“ segir Lars Hansen, einn þeirra sem gerðu sér ferð til Fleggaard í gærkvöldi. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kaupmannahafnarflug morgundagsins á áætlun þrátt fyrir lokun landamæra Stjórnendur félagsins fara nú yfir stöðuna og fylgjast náið með gangi mála. 13. mars 2020 21:11 Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira
Fátt hefur verið um manninn á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn í morgun en strangar ferðatakmarkanir taka gildi í Danmörku á hádegi að dönskum tíma. Flugferðir frá Íslandi til Kaupmannahafnar eru enn á áætlun en þeim sem hafa ekki gilda ástæðu til inngöngu verður vísað frá. Danska ríkisstjórnin tilkynnti um að hún ætlaði svo gott sem að loka landamærunum að landinu til að hefta útbreiðslu kórónuveiruheimsfaraldursins í gær. Ferðabannið tekur gildi klukkan tólf að dönskum tíma, klukkan ellefu að íslenskum. Það gildir til 13. apríl. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Isavia fór vél Icelandair á leið til Kaupmannahafnar í loftið um tuttugu mínútum á undan áætlun á áttunda tímanum í morgun. Seinni ferð flugfélagsins til Kaupmannahafnar um miðjan dag og ferð SAS fyrir hádegið eru enn sagðar á áætlun. Á heimasíðu Icelandair kemur fram að skilningur félagsins sé að danskir ríkisborgarar komist ávallt inn í landið og sömuleiðis þeir sem búa eða vinna í Danmörku. Þó megi búast við töfum við landamæraeftirlit. Öðrum, sem ekki hafa gilda ástæðu til að koma til Danmerkur, verði vísað frá. Hamstra bjór og ropvatn á landamærunum Danska ríkisútvarpið DR segir að tómlegt hafi verið um að litast á Kastrup-flugvelli í morgun þrátt fyrir að ferðabannið væri þá ekki enn komið í gildi. Tíðindin af ferðabanninu urðu mörgum Dönum jafnframt tilefni til að streyma í Fleggaard, verslun á landamærunum að Þýskalandi, til að gera innkaup áður en landamærunum verður skellt í lás. „Við heyrðum jú að landamærunum yrði lokað í dag svo við hugsuðum að við yrðum að koma hingað niður eftir og fylla á með bjór og ropvatni. Þetta stendur jú yfir páska svo maður verður að fylla á birgðirnar,“ segir Lars Hansen, einn þeirra sem gerðu sér ferð til Fleggaard í gærkvöldi.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kaupmannahafnarflug morgundagsins á áætlun þrátt fyrir lokun landamæra Stjórnendur félagsins fara nú yfir stöðuna og fylgjast náið með gangi mála. 13. mars 2020 21:11 Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira
Kaupmannahafnarflug morgundagsins á áætlun þrátt fyrir lokun landamæra Stjórnendur félagsins fara nú yfir stöðuna og fylgjast náið með gangi mála. 13. mars 2020 21:11
Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21