KSÍ gerir sex ára samning við PUMA og kynnir nýtt landsliðsmerki í lok júní Anton Ingi Leifsson skrifar 26. maí 2020 07:30 Gylfi Sigurðsson og félagar hafa leikið sinn síðasta búning í Errea. getty KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. Nýr samningur við PUMA tekur gildi þann 1. júlí en PUMA tekur við af Errea eins og áður seigr. Errea hafði þjónað landsliðum Íslands í knattspyrnu í tæp tuttugu ár eða frá árinu 2001. KSÍ kynnti fyrr á árinu nýtt merki sambandsins og í frétt á vef KSÍ í morgun segir frá því að nýtt landsliðsmerki verði kynnt í lok næsta mánaðar. Það merki mun vera á landsliðsbúningnum. Knattspyrnusamband Íslands hefur samið við íþróttavöruframleiðandann PUMA til næstu sex ára. Samningur KSÍ og PUMA tekur gildi 1. júlí og tekur við af samningi KSÍ og Errea, en landsliðin hafa leikið í Errea fatnaði frá árinu 2001. https://t.co/sJBvpUmDNn#fyririsland pic.twitter.com/pXsg8RMl4g— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 26, 2020 „Ég vil byrja á að nota tækifærið og þakka Errea fyrir langt og farsælt samstarf, KSÍ og Errea hafa upplifað margt saman í gegnum árin. Nú er komið að nýjum kafla í búningasögunni og næstu skref á okkar vegferð tökum við með PUMA,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ. „Við erum afar spennt fyrir samstarfinu við PUMA, sem er án vafa eitt fremsta íþróttavörumerkið í heiminum í dag, og hlökkum mjög til þess að sjá fyrsta PUMA búning landsliða Íslands kynntan um miðjan júlí. Ekki má gleyma því að við ætlum að kynna nýtt myndmerki landsliðanna okkar í lok júní, þannig að nýji PUMA búningurinn verður með nýja landsliðsmerkinu.“ Björn Gulden forstjóri PUMA tók í svipaðan streng. „Íslensku landsliðin hafa náð ótrúlegum árangri í fótboltanum undanfarin ár. Þrátt fyrir að vera fámenn þjóð hafa Íslendingar sýnt að það er hægt að ná langt með hæfileikum, rétta viðhorfinu og ekki síður einstakri liðsheild. Ég vænti mikils af samstarfinu við KSÍ og hlakka til þeirra verkefna sem eru framundan.“ KSÍ Fótbolti Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. Nýr samningur við PUMA tekur gildi þann 1. júlí en PUMA tekur við af Errea eins og áður seigr. Errea hafði þjónað landsliðum Íslands í knattspyrnu í tæp tuttugu ár eða frá árinu 2001. KSÍ kynnti fyrr á árinu nýtt merki sambandsins og í frétt á vef KSÍ í morgun segir frá því að nýtt landsliðsmerki verði kynnt í lok næsta mánaðar. Það merki mun vera á landsliðsbúningnum. Knattspyrnusamband Íslands hefur samið við íþróttavöruframleiðandann PUMA til næstu sex ára. Samningur KSÍ og PUMA tekur gildi 1. júlí og tekur við af samningi KSÍ og Errea, en landsliðin hafa leikið í Errea fatnaði frá árinu 2001. https://t.co/sJBvpUmDNn#fyririsland pic.twitter.com/pXsg8RMl4g— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 26, 2020 „Ég vil byrja á að nota tækifærið og þakka Errea fyrir langt og farsælt samstarf, KSÍ og Errea hafa upplifað margt saman í gegnum árin. Nú er komið að nýjum kafla í búningasögunni og næstu skref á okkar vegferð tökum við með PUMA,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ. „Við erum afar spennt fyrir samstarfinu við PUMA, sem er án vafa eitt fremsta íþróttavörumerkið í heiminum í dag, og hlökkum mjög til þess að sjá fyrsta PUMA búning landsliða Íslands kynntan um miðjan júlí. Ekki má gleyma því að við ætlum að kynna nýtt myndmerki landsliðanna okkar í lok júní, þannig að nýji PUMA búningurinn verður með nýja landsliðsmerkinu.“ Björn Gulden forstjóri PUMA tók í svipaðan streng. „Íslensku landsliðin hafa náð ótrúlegum árangri í fótboltanum undanfarin ár. Þrátt fyrir að vera fámenn þjóð hafa Íslendingar sýnt að það er hægt að ná langt með hæfileikum, rétta viðhorfinu og ekki síður einstakri liðsheild. Ég vænti mikils af samstarfinu við KSÍ og hlakka til þeirra verkefna sem eru framundan.“
KSÍ Fótbolti Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira