Telur Landsréttarmálið vera á ábyrgð forsetans Atli Ísleifsson skrifar 25. maí 2020 11:10 Guðmundur Franklín Jónsson safnaði undirskriftum fyrir forsetaframboð í Kringlunni fyrr í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Forsetaframbjóðandinn Guðmundur Franklín Jónsson telur að Landsréttarmálið og óvissuna í tengslum við skipan dómara við réttinn vera á ábyrgð forseta Íslands. „Já, mér finnst ábyrgðin liggja öll þar, þar sem hann er eftirlitsmaður með þinginu. Þingið og forsetinn fara saman með löggjafarvaldið.“ Þetta kom fram í máli Guðmundar Franklíns í samtali við Fanneyju Birnu Jónsdóttur í Silfrinu á RÚV í gær. Þar ræddi hann um framboð sitt til forseta sem hann sagði snúast um að efla forsetaembættið, nýta málskotsréttinn og leggja sitt að mörkum til að berjast gegn spillingu. Hefja samræður við þjóðina Guðmundur Franklín sagði að forseti Íslands gæti hafið samræður við þjóðina og við stjórnvöld á hverjum tíma sem erfið mál koma upp. „Hann getur komið með lausnir, eða hann getur komið með hugmyndir, en allavega stýrt því þannig að fólk viti hvað er í gangi og opnað umræðuna.“ Aðspurður um hvort að Guðmundur vilji þá nýta embættið í að eiga í pólitískum samræðum, þá segir hann að embættið í eðli sínu vera pólitískt. „Í 2. grein stjórnarskrárinnar segir að forsetinn fari með löggjafarvaldið með þinginu og síðan láti hann ráðherra fara með vald sitt,“ segir Guðmundur og bætir við að hægt sé að nýta málskotsréttinn á ýmsan hátt og í meira mæli.“ Ekki þurfi þó alltaf að koma til þess að nýta málskotsréttinn. „Það er hægt að hafa samtalið á undan, benda stjórnvöldum á að það sé hægt leysa málin öðruvísi, eins og til dæmis í Landsréttarmálinu. Landsréttarmálið var þannig að forsetinn skrifar undir þessi lög um Landsrétt og hann skipar þessa fimmtán dómara. Við vitum hvernig fór. Síðan skrifaði hann á heimasíðu embættisins yfirlýsingu um það að hann efaðist um lögmæti þessarar skipunar á þessum dómurum af hálfu Alþingis. Það voru sett sérlög um þessa dómara og það átti að skipa hvern fyrir sig, en Alþingi tók þá stefnu að skipa þá alla fimmtán í einu. Hann fékk símhringingar, sagði hann í þessari yfirlýsingu sinni. Fékk líka símtöl frá þingmönnum. Samt sem áður skrifaði hann undir,“ segir Guðmundur. Guðni Th. Jóhannesson forseti. Forsetakosningar munu líklega fara fram þann 27. júní næstkomandi.Vísir/Vilhelm Kveðst hafa nálgast málið á annan máta Guðmundur segist sjálfur hafa nálgast málið á allt annan hátt. „Það sem ég hefði gert, er að ég hefði sagt við Alþingi: „Gjörið svo vel. Skoðið þetta einu sinni enn.“ Það eru sérlög um þetta og sérlögin segja til um það að hver og einn dómari verði að vera skipaður. Hver og einn í einu. Ég hefði farið fram á það að það yrði gert. Sent málið til baka. „Gott fólk. Takið þetta aftur fyrir.“ Þetta hefði getað tekið einn dag. En í staðinn erum við komin í þessa krísu. Þessi yfirlýsing forsetans er aðalsönnunargagnið í málinu fyrir Mannréttindadómstólnum og við erum að tala um það að yfirdeild dómstólsins er hugsanlega að skila niðurstöðu á þessu ári eða fljótlega. Ef það kemur í ljós að Landsréttur er ólöglega skipaður þá er það náttúrulega hrikalegt fyrir okkar réttarríki.“ Finnst þér ábyrgðin á því að einhverju leyti vera forseta? „Já, mér finnst ábyrgðin liggja öll þar, þar sem hann er eftirlitsmaður með þinginu. Þingið og forsetinn fara saman með löggjafarvaldið.“ Fanney Birna benti Guðmundi á að í stjórnarskrá standi að hann sé ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. „Já, ef þú talar um ábyrgðarleysi forsetans, þá byrjar ábyrgin heima hjá þér. Það hafa allir ábyrgð. Þú getur ekki sagt að forseti sé ábyrgðarlaus. Það er ábyrgðarlaust að segja það, jafnvel.“ Vill að forseti geri það sem „þjóðin biðji hann um að gera“ Guðmundur Franklín ræddi einnig hvernig hann liti almennt á embætti forsetans. Sagði hann uppsprettu valdsins vera hjá þjóðinni og að hann væri sjálfur lýðræðissinni. „[Forseti] er málsvari þjóðarinnar. Hann hlustar á þjóðina og hann á að gera það sem þjóðin vill að hann geri, biður hann um að gera. Það er það sem ég stend fyrir. Ég er lýðræðissinni og ég vil að þjóðin fái að ráða og gera það sem þjóðin biður um. Ég er ekki að biðja fólk um að fara út á götu og safna undirskriftum og gera hitt eða þetta. Það fer ekkert á milli mála þegar mál koma upp á yfirborðið sem eru umdeild. Það fer allt á hliðina í íslensku þjóðfélagi og við sáum það bara í orkupakkamálinu. Ég held að það sé best að ganga meðalveginn, en ég held að Alþingi geti gert meira af því að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um þessi umdeildu mál.“ Forseti Íslands Landsréttarmálið Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Orkupakkinn ekki erfitt mál að eiga við Guðni Th. Jóhannesson segir að honum hafi ekki þótt orkupakkamálið vera erfitt mál að eiga við sem forseti Íslands. 25. maí 2020 08:17 Guðmundur Franklín skilar inn framboði sínu til forseta Framboðsfrestur rennur út á miðnætti en fyrr í dag skilaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, framboði sínu til ráðuneytisins. 22. maí 2020 15:23 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Guðmundur Franklín Jónsson telur að Landsréttarmálið og óvissuna í tengslum við skipan dómara við réttinn vera á ábyrgð forseta Íslands. „Já, mér finnst ábyrgðin liggja öll þar, þar sem hann er eftirlitsmaður með þinginu. Þingið og forsetinn fara saman með löggjafarvaldið.“ Þetta kom fram í máli Guðmundar Franklíns í samtali við Fanneyju Birnu Jónsdóttur í Silfrinu á RÚV í gær. Þar ræddi hann um framboð sitt til forseta sem hann sagði snúast um að efla forsetaembættið, nýta málskotsréttinn og leggja sitt að mörkum til að berjast gegn spillingu. Hefja samræður við þjóðina Guðmundur Franklín sagði að forseti Íslands gæti hafið samræður við þjóðina og við stjórnvöld á hverjum tíma sem erfið mál koma upp. „Hann getur komið með lausnir, eða hann getur komið með hugmyndir, en allavega stýrt því þannig að fólk viti hvað er í gangi og opnað umræðuna.“ Aðspurður um hvort að Guðmundur vilji þá nýta embættið í að eiga í pólitískum samræðum, þá segir hann að embættið í eðli sínu vera pólitískt. „Í 2. grein stjórnarskrárinnar segir að forsetinn fari með löggjafarvaldið með þinginu og síðan láti hann ráðherra fara með vald sitt,“ segir Guðmundur og bætir við að hægt sé að nýta málskotsréttinn á ýmsan hátt og í meira mæli.“ Ekki þurfi þó alltaf að koma til þess að nýta málskotsréttinn. „Það er hægt að hafa samtalið á undan, benda stjórnvöldum á að það sé hægt leysa málin öðruvísi, eins og til dæmis í Landsréttarmálinu. Landsréttarmálið var þannig að forsetinn skrifar undir þessi lög um Landsrétt og hann skipar þessa fimmtán dómara. Við vitum hvernig fór. Síðan skrifaði hann á heimasíðu embættisins yfirlýsingu um það að hann efaðist um lögmæti þessarar skipunar á þessum dómurum af hálfu Alþingis. Það voru sett sérlög um þessa dómara og það átti að skipa hvern fyrir sig, en Alþingi tók þá stefnu að skipa þá alla fimmtán í einu. Hann fékk símhringingar, sagði hann í þessari yfirlýsingu sinni. Fékk líka símtöl frá þingmönnum. Samt sem áður skrifaði hann undir,“ segir Guðmundur. Guðni Th. Jóhannesson forseti. Forsetakosningar munu líklega fara fram þann 27. júní næstkomandi.Vísir/Vilhelm Kveðst hafa nálgast málið á annan máta Guðmundur segist sjálfur hafa nálgast málið á allt annan hátt. „Það sem ég hefði gert, er að ég hefði sagt við Alþingi: „Gjörið svo vel. Skoðið þetta einu sinni enn.“ Það eru sérlög um þetta og sérlögin segja til um það að hver og einn dómari verði að vera skipaður. Hver og einn í einu. Ég hefði farið fram á það að það yrði gert. Sent málið til baka. „Gott fólk. Takið þetta aftur fyrir.“ Þetta hefði getað tekið einn dag. En í staðinn erum við komin í þessa krísu. Þessi yfirlýsing forsetans er aðalsönnunargagnið í málinu fyrir Mannréttindadómstólnum og við erum að tala um það að yfirdeild dómstólsins er hugsanlega að skila niðurstöðu á þessu ári eða fljótlega. Ef það kemur í ljós að Landsréttur er ólöglega skipaður þá er það náttúrulega hrikalegt fyrir okkar réttarríki.“ Finnst þér ábyrgðin á því að einhverju leyti vera forseta? „Já, mér finnst ábyrgðin liggja öll þar, þar sem hann er eftirlitsmaður með þinginu. Þingið og forsetinn fara saman með löggjafarvaldið.“ Fanney Birna benti Guðmundi á að í stjórnarskrá standi að hann sé ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. „Já, ef þú talar um ábyrgðarleysi forsetans, þá byrjar ábyrgin heima hjá þér. Það hafa allir ábyrgð. Þú getur ekki sagt að forseti sé ábyrgðarlaus. Það er ábyrgðarlaust að segja það, jafnvel.“ Vill að forseti geri það sem „þjóðin biðji hann um að gera“ Guðmundur Franklín ræddi einnig hvernig hann liti almennt á embætti forsetans. Sagði hann uppsprettu valdsins vera hjá þjóðinni og að hann væri sjálfur lýðræðissinni. „[Forseti] er málsvari þjóðarinnar. Hann hlustar á þjóðina og hann á að gera það sem þjóðin vill að hann geri, biður hann um að gera. Það er það sem ég stend fyrir. Ég er lýðræðissinni og ég vil að þjóðin fái að ráða og gera það sem þjóðin biður um. Ég er ekki að biðja fólk um að fara út á götu og safna undirskriftum og gera hitt eða þetta. Það fer ekkert á milli mála þegar mál koma upp á yfirborðið sem eru umdeild. Það fer allt á hliðina í íslensku þjóðfélagi og við sáum það bara í orkupakkamálinu. Ég held að það sé best að ganga meðalveginn, en ég held að Alþingi geti gert meira af því að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um þessi umdeildu mál.“
Forseti Íslands Landsréttarmálið Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Orkupakkinn ekki erfitt mál að eiga við Guðni Th. Jóhannesson segir að honum hafi ekki þótt orkupakkamálið vera erfitt mál að eiga við sem forseti Íslands. 25. maí 2020 08:17 Guðmundur Franklín skilar inn framboði sínu til forseta Framboðsfrestur rennur út á miðnætti en fyrr í dag skilaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, framboði sínu til ráðuneytisins. 22. maí 2020 15:23 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Orkupakkinn ekki erfitt mál að eiga við Guðni Th. Jóhannesson segir að honum hafi ekki þótt orkupakkamálið vera erfitt mál að eiga við sem forseti Íslands. 25. maí 2020 08:17
Guðmundur Franklín skilar inn framboði sínu til forseta Framboðsfrestur rennur út á miðnætti en fyrr í dag skilaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, framboði sínu til ráðuneytisins. 22. maí 2020 15:23
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent