Segir rammaáætlun í tómri þvælu og óheimilt að fjalla um vindorku Kristján Már Unnarsson skrifar 25. maí 2020 09:15 Skúli Thoroddsen, sérfræðingur í orkurétti og lögmaður Storm Orku ehf. Aðilar sem áforma vindmyllur við Búðardal telja að vindorka falli ekki undir rammaáætlun og segja verkefnisstjórn óheimilt að fjalla um vind sem orkukost. Ferlið sé komið í tóma þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Af 43 virkjanakostum, sem Orkustofnun sendi verkefnisstjórn rammaáætlunar í síðasta mánuði, fjalla 34 um vindorku. Orkustofnun tekur þó fram að hún hafi einungis yfirfarið gögn um kosti í vatnsafli og jarðhita en ekki í vindorku, í ljósi lagalegrar óvissu um stöðu hennar. Vindmyllur Landsvirkjunar ofan Búrfells.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Eigendur Hróðnýjarstaða norðan Búðardals, sem áforma 24 vindmyllur í nafni Storm Orku, hafa falið Skúla Thoroddsen lögmanni að reka mál sitt en þeir telja vindorku ekki falla undir lög um rammaáætlun. Skúli segir það alls ekki rétt, sem umhverfisráðuneytið haldi fram, að vindorka falli undir lögin. „Það brýtur í bága við ýmis ákvæði Stjórnarskrárinnar; um eignarrétt, um atvinnufrelsi, um skipulagsvald sveitarfélaga og um jafnræði,“ segir Skúli, sem er sérfræðingur í orkurétti. Skúli telur þessa réttaróvissu valda skaðlegum töfum á vindorkuverkefnum þar sem Skipulagsstofnun dragi lappirnar. Hann telur ríkið geta skapað sér bótaskyldu og hefur ritað umhverfisráðherra andmælabréf. „Ég tel að það sé óheimilt að verkefnastjórnin fjalli um þessa vindorkukosti. Og ef hún geri það þá er verið að mismuna, meðal annars Storm Orku og öðrum aðilum.“ Fyrirtækið Storm Orka áformar vindmyllugarð í landi Hróðnýjarstaða í Dalasýslu. Jörðin er inn af Hvammsfirði norðaustan Búðardals.Stöð 2/Skjáskot. Skúli telur skipulagsvalds sveitarfélaga og lög um umhverfismat duga til að hreinsa burt slæma kosti. „Lögin eins og þau eru í dag; raforkulögin, lög um mat á umhverfisáhrifum, skipulagslög, - þau geta algerlega ráðið við þetta verkefni. Það þarf enga rammaáætlun.“ Ef rammaáætlun ætti að fjalla um vindorku þyrfti að hans mati að hólfa niður land, bæði þjóðlendur og einkajarðir. „Þar sem þessi orkuauðlind er. Og þá yrði ósköp einfaldlega að bjóða þau svæði út. En það regluverk er ekkert til. Það er ekkert hugsað fram í tímann hvernig eigi að gera þetta. Þannig að þetta er í raun og veru bara tóm þvæla, eins og þetta er í dag,“ segir Skúli Thoroddsen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Umhverfismál Dalabyggð Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Aðilar sem áforma vindmyllur við Búðardal telja að vindorka falli ekki undir rammaáætlun og segja verkefnisstjórn óheimilt að fjalla um vind sem orkukost. Ferlið sé komið í tóma þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Af 43 virkjanakostum, sem Orkustofnun sendi verkefnisstjórn rammaáætlunar í síðasta mánuði, fjalla 34 um vindorku. Orkustofnun tekur þó fram að hún hafi einungis yfirfarið gögn um kosti í vatnsafli og jarðhita en ekki í vindorku, í ljósi lagalegrar óvissu um stöðu hennar. Vindmyllur Landsvirkjunar ofan Búrfells.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Eigendur Hróðnýjarstaða norðan Búðardals, sem áforma 24 vindmyllur í nafni Storm Orku, hafa falið Skúla Thoroddsen lögmanni að reka mál sitt en þeir telja vindorku ekki falla undir lög um rammaáætlun. Skúli segir það alls ekki rétt, sem umhverfisráðuneytið haldi fram, að vindorka falli undir lögin. „Það brýtur í bága við ýmis ákvæði Stjórnarskrárinnar; um eignarrétt, um atvinnufrelsi, um skipulagsvald sveitarfélaga og um jafnræði,“ segir Skúli, sem er sérfræðingur í orkurétti. Skúli telur þessa réttaróvissu valda skaðlegum töfum á vindorkuverkefnum þar sem Skipulagsstofnun dragi lappirnar. Hann telur ríkið geta skapað sér bótaskyldu og hefur ritað umhverfisráðherra andmælabréf. „Ég tel að það sé óheimilt að verkefnastjórnin fjalli um þessa vindorkukosti. Og ef hún geri það þá er verið að mismuna, meðal annars Storm Orku og öðrum aðilum.“ Fyrirtækið Storm Orka áformar vindmyllugarð í landi Hróðnýjarstaða í Dalasýslu. Jörðin er inn af Hvammsfirði norðaustan Búðardals.Stöð 2/Skjáskot. Skúli telur skipulagsvalds sveitarfélaga og lög um umhverfismat duga til að hreinsa burt slæma kosti. „Lögin eins og þau eru í dag; raforkulögin, lög um mat á umhverfisáhrifum, skipulagslög, - þau geta algerlega ráðið við þetta verkefni. Það þarf enga rammaáætlun.“ Ef rammaáætlun ætti að fjalla um vindorku þyrfti að hans mati að hólfa niður land, bæði þjóðlendur og einkajarðir. „Þar sem þessi orkuauðlind er. Og þá yrði ósköp einfaldlega að bjóða þau svæði út. En það regluverk er ekkert til. Það er ekkert hugsað fram í tímann hvernig eigi að gera þetta. Þannig að þetta er í raun og veru bara tóm þvæla, eins og þetta er í dag,“ segir Skúli Thoroddsen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Umhverfismál Dalabyggð Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira