Vægum viðbrögðum kennt um margfalda dánartíðni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. apríl 2020 15:53 Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svía, hefur mikið verið á milli tannanna á fólki í Svíþjóð síðustu vikurnar. AP Sænsk stjórnvöld segjast ósátt við umfjöllun heimspressunnar um viðbrögð Svía við kórónuveirufaraldrinum. Á fjórtánda þúsund hafa nú smitast í Svíþjóð og fjórtán hundruð látið lífið. Ríkisstjórnin hefur ekki lokað skólum né sett á útgöngubann, líkt og flest nágrannaríkin, og hefur það vakið þó nokkra athygli. Þá hafa Svíar sömuleiðis tekið tiltölulega fá sýni. Öfugt við Svía hafa Norðmenn, Finnar og Danir beitt útgöngubanni og lokað skólum. Ef litið er til fjölda smitaðra og látinna í þessum löndum má sjá að andlát eru mun tíðari í Svíþjóð en hinum löndunum. Þessi vægari viðbrögð Svía hafa vakið gagnrýni og umtal. Hafa gagnrýnt viðbrögð yfirvalda Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði á Twitter í gærkvöldi að tala látinna sýndi hversu miklu munaði á aðgerðum ríkjanna. 22 læknar og fræðimenn birtu gagnrýni á stjórnvöld í Dagens Nyheter á þriðjudag og sögðu stjórnvöld hafa brugðist. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svía, mótmælti þessu. Sagði hann að misræmið í dánartíðni skýrðist af miklu leyti af því að sóttin hafi borist á fleiri hjúkrunarheimili í Svíþjóð en annars staðar. Þetta sé sum sé ekki aðgerðaleysi að kenna heldur því að Svíum hafi mistekist almennt að vernda eldri borgara. Goðsaga, ímyndin sem dregin er upp erlendis Félagsmálaráðherra og utanríkismálaráðherra héldu blaðamannafund í dag og sögðust ósammála því að viðbrögð Svía væru gjörólík því sem sést hefur annars staðar. „Það er goðsaga að daglegt líf haldi áfram líkt og ekkert hafi í skorist í Svíþjóð,“ sagði utanríkisráðherrann Ann Linde. Fjölga sýnatökum Johan Carlson, yfirmaður Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar, sagði að ástæðan fyrir vægari aðgerðum væri einna helst sú að þannig þurfi Svíar ekki strax að hugsa um afléttingu aðgerða líkt og fjöldi ríkja gerir nú. Í rauninni væri hægt að halda áfram á þessari sömu braut allt fram til ársins 2022 ef nauðsyn krefur. Stefan Löfven forsætisráðherra sagði að nú stæði til að fjölga sýnatökum. Varaði hann þó við því að þúsundir muni liggja í valnum þegar upp er staðið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Sænsk stjórnvöld segjast ósátt við umfjöllun heimspressunnar um viðbrögð Svía við kórónuveirufaraldrinum. Á fjórtánda þúsund hafa nú smitast í Svíþjóð og fjórtán hundruð látið lífið. Ríkisstjórnin hefur ekki lokað skólum né sett á útgöngubann, líkt og flest nágrannaríkin, og hefur það vakið þó nokkra athygli. Þá hafa Svíar sömuleiðis tekið tiltölulega fá sýni. Öfugt við Svía hafa Norðmenn, Finnar og Danir beitt útgöngubanni og lokað skólum. Ef litið er til fjölda smitaðra og látinna í þessum löndum má sjá að andlát eru mun tíðari í Svíþjóð en hinum löndunum. Þessi vægari viðbrögð Svía hafa vakið gagnrýni og umtal. Hafa gagnrýnt viðbrögð yfirvalda Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði á Twitter í gærkvöldi að tala látinna sýndi hversu miklu munaði á aðgerðum ríkjanna. 22 læknar og fræðimenn birtu gagnrýni á stjórnvöld í Dagens Nyheter á þriðjudag og sögðu stjórnvöld hafa brugðist. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svía, mótmælti þessu. Sagði hann að misræmið í dánartíðni skýrðist af miklu leyti af því að sóttin hafi borist á fleiri hjúkrunarheimili í Svíþjóð en annars staðar. Þetta sé sum sé ekki aðgerðaleysi að kenna heldur því að Svíum hafi mistekist almennt að vernda eldri borgara. Goðsaga, ímyndin sem dregin er upp erlendis Félagsmálaráðherra og utanríkismálaráðherra héldu blaðamannafund í dag og sögðust ósammála því að viðbrögð Svía væru gjörólík því sem sést hefur annars staðar. „Það er goðsaga að daglegt líf haldi áfram líkt og ekkert hafi í skorist í Svíþjóð,“ sagði utanríkisráðherrann Ann Linde. Fjölga sýnatökum Johan Carlson, yfirmaður Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar, sagði að ástæðan fyrir vægari aðgerðum væri einna helst sú að þannig þurfi Svíar ekki strax að hugsa um afléttingu aðgerða líkt og fjöldi ríkja gerir nú. Í rauninni væri hægt að halda áfram á þessari sömu braut allt fram til ársins 2022 ef nauðsyn krefur. Stefan Löfven forsætisráðherra sagði að nú stæði til að fjölga sýnatökum. Varaði hann þó við því að þúsundir muni liggja í valnum þegar upp er staðið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira