Forstjóri Volvo spáir hruni í eftirspurn eftir sprengihreyfilsbílum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. maí 2020 07:00 Volvo býr sig undir hrun í eftirspurn eftir sprengihreyfilsbílum. Forstjóri Volvo Håkan Samuelsson, hefur spáð því að viðskiptavinir muni ekki flæða inn í sýningarsali til að kaupa bensín eða dísil bíla eftir að aðgerðum vegna kórónaveirunnar verður aflétt. Í ræðu sinni á ráðstefnu Financial Times Global Boardroom, kallaði Samuelsson, forseti og framkvæmdastjóri Volvo, hugmyndina um að auka endurgreiðslu fyrir skil gamalla bíla, með það að markmiði að auka sölu nýrra bíla með sprengihreyfli, peningasóun. „Rafvæðingin mun ganga hraðar, Það væri frábært að ýta undir nýja tækni og gott fyrir ríkisstjórnir að styðja við rafbíla, sem eru dýrari eins og stendur, sagði Samuelsson. Hann viðurkenndi að lítil eftirspurn sé stærri áskorun en að hefja aftur framleiðslu. Stærsta verksmiðja Volvo í Svíþjóð er núna starfandi þrjá daga í viku. „Eftirspurn í Evrópu er um 30% af því sem hún er venjulega, eftirspurn í Kína er hins vegar 20% hærri en hún var fyrir faraldurinn. Ef þessi merki eru eitthvað til að byggja á þá spá þau fyrir um góða upprisu,“ bætti Samuelsson við. Hann sagðist einnig innilega vona að svo yrði því annað væri stórslys fyrir bílaframleiðendur. Þá benti Samuelsson á hugtakið „hefndarkaup“ (e. revenge buying) þar sem bandarískir neytendur sem eru orðnir þreyttir á ráðstöfunum vegna kórónaveirunnar eru líklegir til að kaupa nýjan bíl til að bæta líðan sína. Hefndarkaup eru að gera það að verkum að áhrif kórónaveirunnar á sölu nýrra bíla eru minni í Bandaríkjunum en annars staðar að mati Samuelsson. Þá nefndi hann að lokum að faraldurinn hefur leitt til þess að hann telji rétt að framleiða bíla frekar þar sem þeir eru seldir. „Evrópa og Bandaríkin þurfa að hafa fleiri framleiðslustörf. Við þurfum að smíða bíla þar sem við seljum þá. Við getum ekki treyst á að Kína smíði allt fyrir okkur.“ Vistvænir bílar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent
Forstjóri Volvo Håkan Samuelsson, hefur spáð því að viðskiptavinir muni ekki flæða inn í sýningarsali til að kaupa bensín eða dísil bíla eftir að aðgerðum vegna kórónaveirunnar verður aflétt. Í ræðu sinni á ráðstefnu Financial Times Global Boardroom, kallaði Samuelsson, forseti og framkvæmdastjóri Volvo, hugmyndina um að auka endurgreiðslu fyrir skil gamalla bíla, með það að markmiði að auka sölu nýrra bíla með sprengihreyfli, peningasóun. „Rafvæðingin mun ganga hraðar, Það væri frábært að ýta undir nýja tækni og gott fyrir ríkisstjórnir að styðja við rafbíla, sem eru dýrari eins og stendur, sagði Samuelsson. Hann viðurkenndi að lítil eftirspurn sé stærri áskorun en að hefja aftur framleiðslu. Stærsta verksmiðja Volvo í Svíþjóð er núna starfandi þrjá daga í viku. „Eftirspurn í Evrópu er um 30% af því sem hún er venjulega, eftirspurn í Kína er hins vegar 20% hærri en hún var fyrir faraldurinn. Ef þessi merki eru eitthvað til að byggja á þá spá þau fyrir um góða upprisu,“ bætti Samuelsson við. Hann sagðist einnig innilega vona að svo yrði því annað væri stórslys fyrir bílaframleiðendur. Þá benti Samuelsson á hugtakið „hefndarkaup“ (e. revenge buying) þar sem bandarískir neytendur sem eru orðnir þreyttir á ráðstöfunum vegna kórónaveirunnar eru líklegir til að kaupa nýjan bíl til að bæta líðan sína. Hefndarkaup eru að gera það að verkum að áhrif kórónaveirunnar á sölu nýrra bíla eru minni í Bandaríkjunum en annars staðar að mati Samuelsson. Þá nefndi hann að lokum að faraldurinn hefur leitt til þess að hann telji rétt að framleiða bíla frekar þar sem þeir eru seldir. „Evrópa og Bandaríkin þurfa að hafa fleiri framleiðslustörf. Við þurfum að smíða bíla þar sem við seljum þá. Við getum ekki treyst á að Kína smíði allt fyrir okkur.“
Vistvænir bílar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent