Tólf þúsund hafa bókað sýnatöku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2020 09:54 Frá sýnatöku í Turninum í Smáralind í morgun. Íslensk erfðagreining Þúsundir Íslendinga bókuðu tíma í skimun eftir COVID-19 sjúkdómnum eftir að opnað var fyrir bókanir í gærkvöldi. Fljótlega þurfti að bæta við tímum vegna mikillar eftirspurnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu þar sem segir að um tólf þúsund höfðu bókað sig klukkan níu í morgun. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Skimanir hefjast í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi núna klukkan 10. Fólki sem á bókaðan tíma er bent á að nota inngang á fyrstu hæð en þar verður fyrir starfsmaður sem tekur á móti þeim. Þóra Kristin Ásgeirsdóttir, upplýsinga- og samskiptafulltrúi hjá Íslenskri erfðagreiningu, segir enn hægt að bóka tíma í skimun. Í tilkynningu segir að ekki sé meiri hætta á að fólk sem komi í skimun eða starfi í húsinu smitist en annars staðar. Þessi tvö eru tilbúin að taka sýni.Íslensk erfðagreining „Nýja kórónaveiran sem veldur sjúkdóminum COVID-19 dreifist nú hratt um heiminn og hefur sett venjubundið líf úr skorðum. Mikill meirihluti þeirra sem smitast verða ekki alvarlega veikir. Flestir sem koma í skimun hafa aldrei fundið fyrir einkennum og eru því líklega ekki smitandi. Það sama á við alla starfsmenn í húsinu, hvort sem þeir starfa við skimanir eða ekki. Það er því ekki meiri hætta á ferðum í húsinu en annars staðar í borginni þar sem fólk kemur saman,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. „Um leið og þessi mikla þátttaka er ánægjuleg er ljóst að hún veldur álagi á það starfsfólk sem fyrir er í húsinu sem tengist ekki Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna þar sem skimanir fara fram. Það er einkum vegna aukinnar umferðar um húsið þessa dagana. Fólk á þakklæti skilið fyrir skilning og þolinmæði en baráttan við COVID-19 er samfélagslegt verkefni og á ábyrgð okkar allra að vel takist til.“ Heilbrigðismál Wuhan-veiran Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Þúsundir Íslendinga bókuðu tíma í skimun eftir COVID-19 sjúkdómnum eftir að opnað var fyrir bókanir í gærkvöldi. Fljótlega þurfti að bæta við tímum vegna mikillar eftirspurnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu þar sem segir að um tólf þúsund höfðu bókað sig klukkan níu í morgun. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Skimanir hefjast í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi núna klukkan 10. Fólki sem á bókaðan tíma er bent á að nota inngang á fyrstu hæð en þar verður fyrir starfsmaður sem tekur á móti þeim. Þóra Kristin Ásgeirsdóttir, upplýsinga- og samskiptafulltrúi hjá Íslenskri erfðagreiningu, segir enn hægt að bóka tíma í skimun. Í tilkynningu segir að ekki sé meiri hætta á að fólk sem komi í skimun eða starfi í húsinu smitist en annars staðar. Þessi tvö eru tilbúin að taka sýni.Íslensk erfðagreining „Nýja kórónaveiran sem veldur sjúkdóminum COVID-19 dreifist nú hratt um heiminn og hefur sett venjubundið líf úr skorðum. Mikill meirihluti þeirra sem smitast verða ekki alvarlega veikir. Flestir sem koma í skimun hafa aldrei fundið fyrir einkennum og eru því líklega ekki smitandi. Það sama á við alla starfsmenn í húsinu, hvort sem þeir starfa við skimanir eða ekki. Það er því ekki meiri hætta á ferðum í húsinu en annars staðar í borginni þar sem fólk kemur saman,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. „Um leið og þessi mikla þátttaka er ánægjuleg er ljóst að hún veldur álagi á það starfsfólk sem fyrir er í húsinu sem tengist ekki Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna þar sem skimanir fara fram. Það er einkum vegna aukinnar umferðar um húsið þessa dagana. Fólk á þakklæti skilið fyrir skilning og þolinmæði en baráttan við COVID-19 er samfélagslegt verkefni og á ábyrgð okkar allra að vel takist til.“
Heilbrigðismál Wuhan-veiran Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira