Forstjóri Vinnumálastofnunar: „Þetta er algerlega óþekkt ástand“ Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2020 12:05 Unnur Sverrisdóttir var starfandi hjá Vinnumálastofnun í hruninu og segir að jafnvel þá hafi ástandið verið allt öðruvísi. Vísir/Sigurjón Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir landsmenn standa frammi fyrir óþekktu ástandi vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við höfum aldrei verið í þessu áður, ekki svona eins og þetta er.“ Unnur segir að enn sem komið er hafi engin tilkynning borist stofnuninni um hópuppsagnir. Hún bendir þó á að enn sé ekki langur tími liðinn af marsmánuði. Hún segist vona til að aðgerðir yfirvalda sem séu í bígerð og fela í sér að ef atvinnurekendur minnka starfshlutfall starfsfólks í stað þess að segja þeim upp, og starfsfólk fái þá fulla greiðslu á móti launum, muni hafa jákvæð áhrif og milda höggið á atvinnulífið. „Það er í bígerð að koma slíku á tímabundið, svona björgunarreglur til að fá atvinnurekendur til að hugsa sig um áður en þeir segja upp fólki og þeir geti komist upp með að minnka starfshlutfall. Ég er að vona að þetta muni draga úr þessum áhrifum,“ segir Unnur. Kórónuveirufaraldurinn mun bíta ferðaþjónustuna hart, líkt og aðra geira innan atvinnulífsins.Vísir/Vilhelm Yfirgengilega óvænt Unnur var starfandi hjá Vinnumálastofnun í Hruninu og segir að jafnvel þá hafi ástandið verið allt öðruvísi. „Núna kemur þetta meira utan frá. Þetta er svo yfirgengilega óvænt. Allar þessar afbókanir og ferðaþjónustan er svo viðkvæm fyrir svona, þessari veiru. Þetta er utanaðkomandi ógn sem er líka að skekja alla Evrópu, Bandaríkin og fleiri staði. Þetta eru aðrar aðstæður og meiri óvissa.“ Hún kveðst þó ætla að trúa því að þetta verði djúp lægð sem sem við munu koma okkur fljótt upp úr aftur. „Ég ætla að trúa því þangað til að annað kemur í ljós.“ Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Yfir 100 manns nú greinst með kórónuveiruna á Íslandi Frá því í gærkvöldi hafa fimmtán tilfelli af veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdóminum verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. 12. mars 2020 11:34 Framkvæmdastjóri Gray Line segir uppsagnir ekki vera fyrsta kost Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu í ferðaþjónustunni sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirra aðgerða sem hefur þurft að grípa til. 12. mars 2020 10:35 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir landsmenn standa frammi fyrir óþekktu ástandi vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við höfum aldrei verið í þessu áður, ekki svona eins og þetta er.“ Unnur segir að enn sem komið er hafi engin tilkynning borist stofnuninni um hópuppsagnir. Hún bendir þó á að enn sé ekki langur tími liðinn af marsmánuði. Hún segist vona til að aðgerðir yfirvalda sem séu í bígerð og fela í sér að ef atvinnurekendur minnka starfshlutfall starfsfólks í stað þess að segja þeim upp, og starfsfólk fái þá fulla greiðslu á móti launum, muni hafa jákvæð áhrif og milda höggið á atvinnulífið. „Það er í bígerð að koma slíku á tímabundið, svona björgunarreglur til að fá atvinnurekendur til að hugsa sig um áður en þeir segja upp fólki og þeir geti komist upp með að minnka starfshlutfall. Ég er að vona að þetta muni draga úr þessum áhrifum,“ segir Unnur. Kórónuveirufaraldurinn mun bíta ferðaþjónustuna hart, líkt og aðra geira innan atvinnulífsins.Vísir/Vilhelm Yfirgengilega óvænt Unnur var starfandi hjá Vinnumálastofnun í Hruninu og segir að jafnvel þá hafi ástandið verið allt öðruvísi. „Núna kemur þetta meira utan frá. Þetta er svo yfirgengilega óvænt. Allar þessar afbókanir og ferðaþjónustan er svo viðkvæm fyrir svona, þessari veiru. Þetta er utanaðkomandi ógn sem er líka að skekja alla Evrópu, Bandaríkin og fleiri staði. Þetta eru aðrar aðstæður og meiri óvissa.“ Hún kveðst þó ætla að trúa því að þetta verði djúp lægð sem sem við munu koma okkur fljótt upp úr aftur. „Ég ætla að trúa því þangað til að annað kemur í ljós.“
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Yfir 100 manns nú greinst með kórónuveiruna á Íslandi Frá því í gærkvöldi hafa fimmtán tilfelli af veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdóminum verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. 12. mars 2020 11:34 Framkvæmdastjóri Gray Line segir uppsagnir ekki vera fyrsta kost Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu í ferðaþjónustunni sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirra aðgerða sem hefur þurft að grípa til. 12. mars 2020 10:35 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Yfir 100 manns nú greinst með kórónuveiruna á Íslandi Frá því í gærkvöldi hafa fimmtán tilfelli af veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdóminum verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. 12. mars 2020 11:34
Framkvæmdastjóri Gray Line segir uppsagnir ekki vera fyrsta kost Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu í ferðaþjónustunni sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirra aðgerða sem hefur þurft að grípa til. 12. mars 2020 10:35