Ætla ekki að standa á hliðarlínunni nú eins og í hruninu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2020 12:46 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. vísir/vilhelm Formaður VR segir forsendur lífskjarasamningsins brostnar, standi stjórnvöld ekki við fyrirheit í húsnæðismálum. Verkalýðshreyfingin muni ekki standa á hliðarlínunni í niðursveiflunni nú líkt og í hruninu. Þá býst hann við að ríkisstjórnin uppfylli einhverjar óskir hreyfingarinnar í viðbótaraðgerðapakka sem kynntur verður á næstunni. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR ræddi stöðu lífskjarasamningsins eins og hún blasir við verkalýðshreyfingunni í samtali við Morgunblaðið í dag. Hann bendir nú á í samtali við fréttastofu að þó að ríkisstjórnin hafi staðið við nokkur samningsatriði séu lykilmál á borð við fyrstu kaup, leiguvernd og bann við 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum enn ekki í höfn. „Þannig að í mínum huga er algjörlega ljóst að forsendurnar eru eins og staðan er í dag brostnar. Það er mjög lítill tími til stefnu. Það er ekki hægt að taka upp svona mál og henda þeim í gegnum þingið viku fyrir endurskoðun samninga í byrjun september. Það þarf að fara að taka þessa stöðu mun alvarlegar en hingað til hefur verið gert.“ Ragnar Þór kveðst þegar hafa kallað eftir viðræðum við ríkisstjórnina og Samtök atvinnulífsins svo hægt verði að byrja vinnu við framkvæmd samninga. Hún verði að fara strax af stað ef ekki eigi illa að fara. „En það er líka algjörlega á kristaltæru og algjörlega á hreinu í mínum huga að við munum ekki standa á hliðarlínunni eins og gert var í síðasta hruni þegar verkalýðshreyfingin fylgdist með á hliðarlínunni þegar fólkið okkar, félagsmenn og almenningur missti hér aleiguna.“ Ríkisstjórnin kynnir á næstu dögum viðbótarpakka til innspýtingar í efnahagslífið vegna faraldurs kórónuveiru. Ragnar Þór segir að VR hafi í því samhengi til dæmis kallað eftir auknum styrk til húsnæðisbótakerfisins. „Og ég á von á því að það verði tikkað í einhver box með því aðgerðaplani sem ríkisstjórnin setur fram næst. Og svo bara þarf að halda áfram.“ Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lífskjarasamningnum sagt upp standi stjórnvöld ekki við gefin fyrirheit Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi staðið við nokkur samningsatriði séu lykilmál ekki enn í höfn. 17. apríl 2020 07:42 Landsmóti hestamanna 2020 frestað Sú ákvörðun hefur verið tekin af Landssambandi hestamannafélaga, Félagi hrossabænda og Rangárbökkum, þjóðaleikvangi íslenska hestsins ehf. að fresta Landsmóti hestamanna sem fara átti fram á Hellu dagana 6. – 11. júlí. 17. apríl 2020 10:08 Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa verið nauðsynlegt að setja á heimsóknarbann í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 21:15 Telur að rakningarforritið komi sterkt inn á lokametrunum Alma Möller landlæknir hvetur enn þá sem ekki hafa náð sér í smitrakningarforrit til landlæknisins til þess að gera það. Það geti komið sterkt inn nú þegar smitum fer fækkandi og þegar slakað verði á klónni hvað varðar takmörkunum á samkomum 16. apríl 2020 15:39 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Formaður VR segir forsendur lífskjarasamningsins brostnar, standi stjórnvöld ekki við fyrirheit í húsnæðismálum. Verkalýðshreyfingin muni ekki standa á hliðarlínunni í niðursveiflunni nú líkt og í hruninu. Þá býst hann við að ríkisstjórnin uppfylli einhverjar óskir hreyfingarinnar í viðbótaraðgerðapakka sem kynntur verður á næstunni. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR ræddi stöðu lífskjarasamningsins eins og hún blasir við verkalýðshreyfingunni í samtali við Morgunblaðið í dag. Hann bendir nú á í samtali við fréttastofu að þó að ríkisstjórnin hafi staðið við nokkur samningsatriði séu lykilmál á borð við fyrstu kaup, leiguvernd og bann við 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum enn ekki í höfn. „Þannig að í mínum huga er algjörlega ljóst að forsendurnar eru eins og staðan er í dag brostnar. Það er mjög lítill tími til stefnu. Það er ekki hægt að taka upp svona mál og henda þeim í gegnum þingið viku fyrir endurskoðun samninga í byrjun september. Það þarf að fara að taka þessa stöðu mun alvarlegar en hingað til hefur verið gert.“ Ragnar Þór kveðst þegar hafa kallað eftir viðræðum við ríkisstjórnina og Samtök atvinnulífsins svo hægt verði að byrja vinnu við framkvæmd samninga. Hún verði að fara strax af stað ef ekki eigi illa að fara. „En það er líka algjörlega á kristaltæru og algjörlega á hreinu í mínum huga að við munum ekki standa á hliðarlínunni eins og gert var í síðasta hruni þegar verkalýðshreyfingin fylgdist með á hliðarlínunni þegar fólkið okkar, félagsmenn og almenningur missti hér aleiguna.“ Ríkisstjórnin kynnir á næstu dögum viðbótarpakka til innspýtingar í efnahagslífið vegna faraldurs kórónuveiru. Ragnar Þór segir að VR hafi í því samhengi til dæmis kallað eftir auknum styrk til húsnæðisbótakerfisins. „Og ég á von á því að það verði tikkað í einhver box með því aðgerðaplani sem ríkisstjórnin setur fram næst. Og svo bara þarf að halda áfram.“
Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lífskjarasamningnum sagt upp standi stjórnvöld ekki við gefin fyrirheit Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi staðið við nokkur samningsatriði séu lykilmál ekki enn í höfn. 17. apríl 2020 07:42 Landsmóti hestamanna 2020 frestað Sú ákvörðun hefur verið tekin af Landssambandi hestamannafélaga, Félagi hrossabænda og Rangárbökkum, þjóðaleikvangi íslenska hestsins ehf. að fresta Landsmóti hestamanna sem fara átti fram á Hellu dagana 6. – 11. júlí. 17. apríl 2020 10:08 Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa verið nauðsynlegt að setja á heimsóknarbann í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 21:15 Telur að rakningarforritið komi sterkt inn á lokametrunum Alma Möller landlæknir hvetur enn þá sem ekki hafa náð sér í smitrakningarforrit til landlæknisins til þess að gera það. Það geti komið sterkt inn nú þegar smitum fer fækkandi og þegar slakað verði á klónni hvað varðar takmörkunum á samkomum 16. apríl 2020 15:39 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Lífskjarasamningnum sagt upp standi stjórnvöld ekki við gefin fyrirheit Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi staðið við nokkur samningsatriði séu lykilmál ekki enn í höfn. 17. apríl 2020 07:42
Landsmóti hestamanna 2020 frestað Sú ákvörðun hefur verið tekin af Landssambandi hestamannafélaga, Félagi hrossabænda og Rangárbökkum, þjóðaleikvangi íslenska hestsins ehf. að fresta Landsmóti hestamanna sem fara átti fram á Hellu dagana 6. – 11. júlí. 17. apríl 2020 10:08
Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa verið nauðsynlegt að setja á heimsóknarbann í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 21:15
Telur að rakningarforritið komi sterkt inn á lokametrunum Alma Möller landlæknir hvetur enn þá sem ekki hafa náð sér í smitrakningarforrit til landlæknisins til þess að gera það. Það geti komið sterkt inn nú þegar smitum fer fækkandi og þegar slakað verði á klónni hvað varðar takmörkunum á samkomum 16. apríl 2020 15:39
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?