Solskjær styður það að aflýsa leikjum í ensku úrvalsdeildinni út af kórónuveirunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2020 09:00 Ole Gunnar Solskjær skilur það vel ef menn taka þá ákvörðun að aflýsa tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni vegna kórónuveirunnar. Getty/Jan Kruger Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að félagið hans styðji það að öllum leikjum í ensku úrvalsdeildinni og Evrópukeppnunum verði aflýst sé það rétta leiðin að mati sérfræðinga í slíkum málum. Knattspyrnustjóri Manchester United var spurður út í framhaldið á þessum óvissu tímum á blaðamannafundi fyrir Evrópudeildarleik liðsins á móti austurríska liðinu LASK Linz. Leikur LASK Linz í kvöld fer fram fyrir luktum dyrum en Austurríkismennirnir tóku þá ákvörðun að banna áhorfendur í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. Manchester United ready to back any decision to suspend the football season and Scott McTominay tactfully side-steps question over Liverpool being denied league title. @TelegraphDucker reports from Austria - https://t.co/T5IH0tYkqG— Telegraph Football (@TeleFootball) March 11, 2020 Solskjær var spurður af því hvort hann styðji það að sett yrði algjör bann við fótboltaleikjum, bæði í Englandi og í Evróði. „Ég myndi skilja algjört bann undir þessum kringumstæðum,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Það er auðvitað undir sérfræðingunum komið að ákveða slíkt og aðalmálið er heilsa almennings. Við munum styðja þá ákvörðun sem verður tekin,“ sagði Solskjær. „Við vitum ekki hvað mun gerast. Við verðum að reyna að gera það besta í stöðunni. Fótboltinn er fyrir stuðningsmennina og án þeirra þá erum við ekkert hvort sem er. Leikurinn á alltaf að vera fyrir þá. Fótboltinn er ennþá í sjónvarpinu en þetta gæti allt breyst á morgun eða eftir tvær vikur,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. No wonder?4 places and points behind#coronavirushttps://t.co/AxsyQOqbul— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 11, 2020 Linz segir að félagið tapi einni milljón evra, 146 milljónir íslenskra króna, á þeirri ákvörðun austurrískra stjórnvalda að setja áhorfendabann í landinu. Það var líka mjög sárt fyrir knattspyrnuáhugamenn í Linz að missa að tækifærinu að sjá stórlið eins og Manchester United koma í heimsókn. Um 900 stuðningsmenn Manchester United voru á leiðinni til Austurríkis og margir þeirra voru komnir þangað þegar fréttist af banninu. Seinni leikurinn fer síðan fram á Old Trafford í næstu viku en engin ákvörðun hefur verið tekið hvort áhorfendur verða leyfðir þá eða ekki. Wuhan-veiran Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að félagið hans styðji það að öllum leikjum í ensku úrvalsdeildinni og Evrópukeppnunum verði aflýst sé það rétta leiðin að mati sérfræðinga í slíkum málum. Knattspyrnustjóri Manchester United var spurður út í framhaldið á þessum óvissu tímum á blaðamannafundi fyrir Evrópudeildarleik liðsins á móti austurríska liðinu LASK Linz. Leikur LASK Linz í kvöld fer fram fyrir luktum dyrum en Austurríkismennirnir tóku þá ákvörðun að banna áhorfendur í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. Manchester United ready to back any decision to suspend the football season and Scott McTominay tactfully side-steps question over Liverpool being denied league title. @TelegraphDucker reports from Austria - https://t.co/T5IH0tYkqG— Telegraph Football (@TeleFootball) March 11, 2020 Solskjær var spurður af því hvort hann styðji það að sett yrði algjör bann við fótboltaleikjum, bæði í Englandi og í Evróði. „Ég myndi skilja algjört bann undir þessum kringumstæðum,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Það er auðvitað undir sérfræðingunum komið að ákveða slíkt og aðalmálið er heilsa almennings. Við munum styðja þá ákvörðun sem verður tekin,“ sagði Solskjær. „Við vitum ekki hvað mun gerast. Við verðum að reyna að gera það besta í stöðunni. Fótboltinn er fyrir stuðningsmennina og án þeirra þá erum við ekkert hvort sem er. Leikurinn á alltaf að vera fyrir þá. Fótboltinn er ennþá í sjónvarpinu en þetta gæti allt breyst á morgun eða eftir tvær vikur,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. No wonder?4 places and points behind#coronavirushttps://t.co/AxsyQOqbul— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 11, 2020 Linz segir að félagið tapi einni milljón evra, 146 milljónir íslenskra króna, á þeirri ákvörðun austurrískra stjórnvalda að setja áhorfendabann í landinu. Það var líka mjög sárt fyrir knattspyrnuáhugamenn í Linz að missa að tækifærinu að sjá stórlið eins og Manchester United koma í heimsókn. Um 900 stuðningsmenn Manchester United voru á leiðinni til Austurríkis og margir þeirra voru komnir þangað þegar fréttist af banninu. Seinni leikurinn fer síðan fram á Old Trafford í næstu viku en engin ákvörðun hefur verið tekið hvort áhorfendur verða leyfðir þá eða ekki.
Wuhan-veiran Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira